Akstursþjónusta

Ný tækifæri á nýju ári. Sumt gengur upp annað ekki.

Aksturinn hefur því miður ekki gengið upp og ekki heldur alveg á hreinu hvernig þetta fer.

Var undirbúningur ekki nægur innan Strætó eða héldu menn að þetta væri ekkert mál?

Ekki veit ég það svo gjörla en það læðist að manni sá grunur að ekki hafi náðst að hugsa

dæmið alla leið. Vonandi gengur þetta allt upp á endanum en því miður bitnar

ástandið á þeim sem síst skildi á meðan aðrir eru að vinna í pælinum og bætingu á ferlum.

Tækjum við Pollýönnu á þetta sæjum við ef til vill einhverja jákvæða fleti til dæmis styttri

bókunartíma þegar þjónustan virkar og líklega eitthvað fleira. Verð bara að viðurkenna

að þó ég hafi lesið mikið og er enn að þá hefur Pollýanna orðið eftir ólesin.

 

Þóra Þórarinsdóttir

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.