Gestir frá Litháen

Gestir frá Litháen

Félagið er í samstarfi við samtökin Vilniaus Viltis í Litháen á vegum Þróunarsjóðs EFTA.

Í vikunni voru þrjár konur á þeirra vegum í heimsókn hjá okkur að skoða ýmislegt sem snýr að málaflokki fatlaðra. Þær nýttu tímann vel, fóru á daginn í heimsóknir í skóla, vinnustaði og heimili svo eitthvað sé nefnt, en á kvöldin kynntum við fyrir þeim íslenska matarmenningu, fjölskyldulíf og fleira. Inn á milli fór hópurinn að skoða land og menningu, t.d. Bláa lónið, Krýsuvík, Kleifarvatn, Hvalfjörð, Kjalarnes, miðbæ Reykjavíkur og fengu meira að segja tækifæri til að fara í Laugardalslaugina.

Þær voru ánægðar með ferðina og allt það sem þær fengu að reyna og sjá. Það voru sem sagt ánægðar en líka vel þreyttar konur sem héldu heim á leið í íslenska snjónum í morgun.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin í heimsókn á Greiningar og ráðgjafarstöð þar sem Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi kynnti starfsemina.

 

 Í heimsókn á GRR

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.