Vilnius

Gleðilegt ár! Þökkum fyrir það liðna. Árið 2015 er nú runnið upp með nýjum áskorunum og nóg af skemmtilegum verkefnum. Eitt af þeim er samstarf Áss styrktarfélags við Vilniaus Viltis í Litháen.

Verkefnið er styrkt af þróunarsjóði EFTA, undirritað 10. nóvember 2014 og er til 18 mánaða. Það felur meðal annars í sér að hópur fólks frá Litháen kemur í heimsókn og kynnir sér ýmsa þjónustu og aðra starfsemi tengda málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Einnig munu fulltrúar frá Ási styrktarfélagi fara til Vilnius í Litháen og halda þar tvær þriggja daga ráðstefnur um sömu mál.

Landssamtökin Viltis voru stofnuð 1989 með það að markmiði að efla samfélagsþáttöku og réttindi fólks með þroskahömlun í Litháen. Frá upphafi hafa þau ætlað sér að verða leiðandi afl í að tryggja lagalegan rétt þessa hóps og stuðla að jafnri samfélagsþátttöku. Þau veita ýmis konar þjónustu fyrir ólíka aldurshópa, s.s. stuðning, ráðgjöf og dagþjónustu. Enn er mikið um stórar stofnanir í Litháen og því langt í land.

Samstarfið okkar er við þann hluta samtakanna sem starfar í Vilnius, höfuðborg Litháen.

 

Hér má fá nánari upplýsingar á ensku um Vilniaus Viltis http://vilniausviltis.lt/?page_id=242.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.