Starfið í Bjarkarási

Eitt af verkefnunum okkar í hópastarfi í Bjarkarási eftir breytingar eru margmiðlun og tölvur/ipad. Fleiri verkefni eru í mótun eins og t.d. snyrting, handavinna og saumar og ýmisskonar pappírsvinna ásamt fleiru. Við erum ánægð með hvað hópavinna hefur farið vel af stað.

Vinnan í gróðurhúsinu er farin af stað undir handleiðslu Heiðu.

Einnig fer það ekki framm hjá neinum að hér innanhús eru 3 frábærir þroskaþjálfanemar í starfsþjálfun í 6 vikur.

Þessa vikuna höfum við svo notið þess að fá skemmtileg innlegg á morgunfundunum okkar um þakklæti, viðhorf, hrós, bros og hlátur. Allt þetta gerir okkur daginn eftirminnilegann.

Þó veturinn sé okkur erfiður þá erum við farin að hlakka til vorsins enda er daginn tekið að lengja umtalsvert.

Bestu kveðjur fyrir hönd margmiðlunarhóps Bjarkarás

Birna Rós, Harpa Dís, Lilja Dögg, Úlfar Bjarki og Valborg

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.