Stórafmæli hjá þroskaþjálfum

Þroskaþjálfafélag Íslands 50 ára

 

Mánudaginn 18. maí var boðið til veislu í Gullhömrum til að fagna 50 ára afmæli ÞÍ. Þangað streymdu hundruð manna og kvenna (aðallega kvenna) til taka þátt í gleðinni.

 

Afmælisnefndin hefur verið að störfum í fjögur ár og má segja að afraksturinn hafi verið eftir því, frábær dagskrá og eðalveisla í alla staði.  Skemmtileg blanda af reynslusögum frá misgömlum tíma, ræðuhöldum, gjöfum, spjalli og léttum veigum.

 

Í tilefni afmælisins var gefin út bók sem fjallar um sögu stéttarinnar og var einstaklega við hæfi að afhenda fyrstu eintök hennar í veislunni.

 

Til hamingju með þessi merku tímamót þroskaþjálfar!

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.