Umhleypingar, kuldi og trekkur, vetur á Íslandi

Erfitt, stundum, annað betra.

 

Kemst ég út í dag eða borgar sig að bíða eftir betra veðri?

Svona getur lífið líka verið. Eilífir umhleypingar sem fara misvel með fólk.

 

Í akstursþjónustunni eru ekki bara umhleypingar heldur stöðugt rok.

Hvern dag er verið að vona að nú sé allt að horfa til betri vegar en......

Enn er verið að sækja rangt fólk og keyra það á ranga staði! Móðir fær son heim

sem ekki er sonur hennar. Sonurinn bíður á vinnustað sínum.

Aðili með fastar ferðir og nafn sem honum var gefið við skírn fær önnur nöfn og

jafnvel ekki sama kyns. Svona mætti lengi telja.

 

En nú líður að vori. Hvern dag birtir og jörð hallar sér að nýju til sólar.

Við vonum og trúum því að þannig verði einnig um akstursþjónustuna.

 

Að eftir allar ábendingarnar, tillögurnar, leiðréttingarnar og upplýsingar verði einnig

lagfært það sem aflaga hefur farið í akstursþjónustu við fatlað fólk og við sjáum vorið koma með betri tíð.

 

 

Kveðja

 

Þóra Þórarinsdóttir

framkvæmdastjóri

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.