Búseta
Ás styrktarfélag var á sínum tíma brautryðjandi í þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og hefur í gegnum tíðina gert sitt til að byggja upp margvísleg búsetuform. Í dag annast félagið stuðning á átta heimilum sem staðsett eru í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Í ársbyrjun 2022 eru það 53 einstaklingar á aldrinum 24-76 ára sem fá stuðning á eigin heimili.
Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu sem stuðlar að sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hugmyndafræðin á heimilunum byggir á Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt lögum um þjónustu við fatlað fólk og reglugerðum sem sett eru með þeim lögum. Einnig mótar stefna og gildi Áss styrktarfélags starfið.