Skip to main content
search
0

Afmæli 2018

Umfjöllun og myndir frá ýmsum viðburðum afmælisárs

Myndin Sjáumst! sem sýnd var á RÚV 21. mars 2018.

Hlekkur á myndina, smellið hér.

 Athugið að hægt er að velja textun á íslensku eða ensku með því að smella á hnappinn CC  neðst á myndinni.

Myndin gefur góða innsýn í fjölbreytt starf Áss styrktarfélags í 60 ár

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson

Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð.

Afmælisdagurinn 23. mars 2018.

Umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum 23. mars 2018.

Ljósmyndir úr afmælisveislunni þann 23.03.2018

 

Föstudaginn 23.3. fagnaði Ás styrktarfélag 60 ára farsælu starfi. Boðið var til mikillar veislu í Öguhvarfi 6 og var ríflega 1000 manns boðið þangað.

Fjöldi fólks kom, fagnaði áfanganum með okkur og færði félaginu góðar gjafir og kveðjur. Fjölbreytt dagskrá var víðs vegar um húsið og gafst gestum færi á að skoða húsakynnin og fræðast um starfsemina.

 

Meðal gesta var forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson sem hlaut viðurkenninguna Viljinn í verki.

Ljósmyndari, Anna Lilja Magnúsdóttir.

Afmælið 21.03.2018

Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.

Myndbönd frá afmælisveislunni þann 23.03.2018 

 

Myndböndin hér að neðan eru eftir Arnar Benjamín Kristjánsson, athugið að þau eru óklippt og hljóðgæði misgóð vegna aðstæðna.

Smellið á tenglana til að skoða:

 

Forseti Íslands kemur til veislunnar

 

Forsetinn gengur í hús

 

Hr. Guðni Th. Jóhannesson fær „Viljann í verki“

 

Formlegri dagskrá á sviði slitið

 

Söngur Aileen S. Svensdóttur við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur

 

Söguveggurinn

 

Söguveggur og fleira

 

Veislugestir

 

Myndlistasýning og fleira

Ljósmyndir frá grillveislunni 08.06.2018

Fjölskyldugrill var haldið í Ögurhvarfi í íslensku sumarveðri í byrjun júni.

Við grilluðum og skemmtum okkur við ljúfa tóna frá Króm.

Grillveisla 08.06.2018

Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.

Ljósmyndir frá Bingó 03.11.2018

Bingóið var einn af viðburðunum sem tengjast 60 ára afmæli félagsins.

Hátt í 300 manns mættu og var mikil spenna, enda vinningarnir margir og flottir.

Í lokin  var nóg til af rjómavöfflum handa öllum.

 

Bingó 03.11.2018

Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.

Alþjóðadagur fatlaðra 03.12.2018

Mánudaginn 3.desember var haldið uppá alþjóðadag fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og Átak félag fólks með þroskahömlun.

 

Hátíðarhöldin voru skemmtileg, yfir 200 gestir heimsóttu okkur og fögnuðu í tilefni dagsins.

 

Þroskahjálp veitti Múrbrjótinn til tveggja aðila. Ruth Jörgensdóttir Rauterber og Þorpið, frístundamiðstöð í Akranesi, vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra. Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, vegna framlags í þágu aukinna tækifæra til fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

 

Átak fagnaði 25 ára afmæli og óskum við þeim hjartanlega til hamingju. Átak veitti Frikkann til tveggja aðila. Kristjáni Sigmundssyni sem er stofnfélagi Átaks og hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Maríu Hreiðarsdóttur sem var lengi formaður stjórnar og hefur farið mikinn í réttindabaráttu fyrir félagsmenn.

 

Ás styrktarfélag heiðraði tvo starfsmenn sem áttu 25 ára starfsafmæli, þeim Halldóru Þ. Jónsdóttur og Þórhildi Garðarsdóttur. Jóni Torfa Jónasson var gerður að heiðursfélaga og sæmdur gullmerki félagsins fyrir ötult starf í þágu Áss styrktarfélags en hann hefur meðal annars setið í stjórn í fjölda ára. Hátíðin var lokafagnaður í tilefni 60 ára afmælis félagsins.

 

Veislunni lauk með leikriti sem fjallaði um sögu félagsins frá Afmælisleikhóp Áss, kökuboði og ljúfum tónum frá Eyjólfi Kristjánssyni.

 

Alþjóðadagur fatlaðra 03.12.2018

Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.