Atvinna í boði

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Við leitum að þroskaþjálfum, félagsliðum og stuðningsfulltrúum, bæði í vakta- og dagvinnu.

 

Í Vinnu&virkni eru laus störf í dagvinnu. Við leitum af drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og íslenskukunnátta er skilyrði.

 

Starfsmaður óskast  í vaktavinnu á heimili í Reykjavík, á Lautarvegi. Um er að ræða 79 % starfshlutfall á næturvöktum. Reynsla á starfi með fötluðu fólki og þá helst einhverfum er kostur. Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri og íslenskukunnátta er skilyrði.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

Ás styrktarfélag leitar að starfsmanni í 50 % starf í eldhúsi í Ögurhvarfi 6. Vinnutími frá 10.00 til 14.00, virka daga. Starfið felur í sér uppvask, þrif í eldhúsi og þvotta. 

 Staðan er laus strax eða eftir nánari samkomulagi. 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og íslenskukunnátta er skilyrði.

 

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum alfred.is eða heimasíðu

 

  

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.