Atvinna í boði

 

Ertu að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu

starfi?

 

Ás styrktarfélag leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi. Við leitum að þroskaþjálfum, félagsliðum og stuðningsfulltrúum, í dag- og vaktavinnu. Stöðurnar eru lausar í byrjun ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

 

Í búsetu eru laus störf í vaktavinnu á heimilum í Reykjavík, Hafnafirði og Kópavogi. Starfshlutfall er frá 30-85%. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

 

Í Vinnu&Virkni eru laus störf í dagvinnu, vinnustaðir eru í Reykjavík og Kópavogi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Óskað er eftir fólki í fullt starf en hlutastörf koma vel til greina. Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

 

Um er að ræða vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun. Starfsmaður tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp í sveigjanlegu vinnuumhverfi.

 

 

Umsóknir sendist á netfangið erna@styrktarfelag.is en einnig má sækja um á heimasíðu félagsins www.styrktarfelag.is. Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir  mannauðsstjóri í síma 414-0500.

 

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.