Atvinna í boði

 

Næturvaktir/vaktarvinna í Garðabæ.

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Við leitum að þroskaþjálfum, félagsliðum og stuðningsfulltrúum í vaktavinnu.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og tala íslensku.

 

Starfsmaður óskast í vaktavinnu á heimili í Garðabæ, í Unnargrund.

Annars vegar í 70 % starfshlutfall á næturvöktum og hins vegar tímabundin staða (með möguleika á áframhaldandi ráðningu) 100 % starfshlutfall dag/kvöld/helgarvaktir.

 

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.

 

Umsóknir eru mótteknar í gegnum atvinnuumsókn eða alfred.is  

 

Þroskaþjálfar/stuðningsfulltrúar/félagsliða í dagvinnu

  

Ertu að leita þér að skemmtilegu starfi ?

  

Í Vinnu og virkni eru laus störf í dagvinnu. Við leitum af drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

 

Við leitum að 100 % stöðu þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og félagsliða.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og tala íslensku.

  

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

Umsóknir eru mótteknar í gegnum atvinnuumsókn eða alfred.is 

 

 

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.