Atvinna í boði

Sumarstörf hjá Ási styrktarfélagi

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

 

Í búsetu eru laus störf í vaktavinnu á heimili í Reykjavík. Starfshlutfall er mismunandi, allt frá 50-85% stöður og í boði eru dag-, kvöld- og helgarvinna með möguleika á áframhaldandi starfi í haust.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og tala íslensku.

 

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða íbúa í daglegu lífi og efla sjálfstæði þeirra.

 

Í Vinnu og virkni eru laus störf í dagvinnu, vinnustaðir eru í Reykjavík og í Kópavogi. Óskað er eftir fólki í fullt starf en hlutastörf koma til greina.Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og tala íslensku.

  

Stöðurnar eru lausar frá og með miðjum maí eða eftir nánara samkomulagi. 

 

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um. 

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.