Atvinna í boði

  

Vinna & virkni

 

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi 6 og Stjörnugróf 7-9 leita að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Þessa dagana eru margir nýliðar að bætast í hóp starfsmanna með fötlun og því þurfum við að fjölga í leiðbeinendahópnum. Fyrir er þéttur og öflugur starfsmannahópur með mikla reynslu og þekkingu.

 

Í þessum störfum verður fólk að geta bæði talað og skilið íslensku.

 

Áhugasamir hafi samband við:

Sigurbjörgu Sverrisdóttur forstöðumann í Stjörnugróf, s. 414 0540/414 0560

Höllu Jónsdóttur forstöðumann í Ögurhvarfi, s. 414 0500

Umsóknir má senda í gegnum heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is eða á netföngin essy@styrktarfelag.is eða halla@styrktarfelag.is.

 

Stöðurnar eru lausar 1. október eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. 

 

 

Störf á heimilum

 

Hlutverk starfsfólks á heimilum fólks er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða og styðja íbúa í daglegu lífi, innan heimilis og utan.

 

Kópavogur

  

Kópavogsbraut     Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í 33% vaktavinnu. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er aðra hvora helgi og eina morgunvakt á föstudegi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

 

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Vigfúsdóttir á virkum dögum í símum 555-7015 / 823-1088. Umsóknir sendist á netfangið hronn@styrktarfelag.is eða í gegnum heimasíðu félagsins.

 

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum