Atvinna í boði

Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.

 

Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi. 

 

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.

 

Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

 

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

 

Eftirfarandi stöður eru lausar í augnablikinu:

 

   1. Ráðgjafi við búsetuþjónustu
   2. Þroskaþjálfi í Vinnu og virkni

_______________________________________________________________________________________

 

1. Ráðgjafi við búsetuþjónustu

Spennandi og fjölbreytt starf

 

Ás styrktarfélag óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum ráðgjafa.

Starfið felur fyrst og fremst í sér ráðgjöf og stuðning við heimili fatlaðs fólks.

Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá kl 08.00-16.00 virka daga.

 

Umsóknarfrestur er til 24. júní 2022.

Staðan er laus frá 22. ágúst 2022 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Er íbúum á heimilum félagsins, aðstandendum, forstöðumönnum og starfsfólki til faglegrar ráðgjafar og stuðnings um hvað eina sem snýr að daglegu lífi innan heimilis og utan
 • Hefur heildarsýn yfir umfang þjónustu og þjónustuþyngdar í búsetu
 • Umsjón með upplýsingum, gögnum, samningum og verkferlum í búsetu
 • Hefur yfirsýn yfir húsaleigusamninga og annast gerð þeirra
 • Tengiliður við þjónustumiðstöðvar og félagsþjónustu sveitarfélaga vegna málefna íbúa
 • Tekur þátt í vinnu við verkferla, innra eftirlit, gæðamat og úttektir sem skjalfesta eiga að kröfulýsingar og gæðamarkmið félagsins á hverjum tíma séu uppfyllt
 • Tekur þátt í að útbúa og veita fræðslu innan Áss styrktarfélags bæði til starfsmanna og þjónustunotenda

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla á sviði þjónustu við fatlað fólk og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli
 • Tölvufærni í word, exel og power point ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu
 • Brennandi áhugi starfi á heimilum fatlaðs fólks
 • Að minnsta kosti 5-7 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar

 

Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir í síma 4140500 á virkum dögum.

Atvinnumsókn ásamt ferilskrá sendist á erna@styrktarfelag.is

Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is

 

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.

 

_______________________________________________________________________________________

 

2. Þroskaþjálfi í Vinnu og virkni

 

Ás styrktarfélag óskar eftir þroskaþjálfum til starfa í Vinnu og virkni. Um er að ræða vinnustaði, þar sem fullorðið fatlað fólk er í vinnu og virkni.

 

Starfsstöðvarnar eru í Bjarkarás og Lækjarás, Stjörnugróf 7-9 og í Ási vinnustofu, Ögurhvarfi 6.

 

Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Ber ábyrgð á fagleglegu starfi, miðlar þekkingu til annara starfsmanna og veita þeim stuðning.
 • Setur upp og fylgir eftir dagskipulagi.
 • Styður við og aðstoðar fatlaða starfsmenn í vinnu og virkni.
 • Sinnir stuðningi og ráðgjöf, tryggir að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta.
 • Sinnir og viðheldur góðu samstarfi við aðstandendur og tengslastofnanir. 
 • Nýtir undirbúningstíma til skipulags og verkefna sem viðkoma starfinu

 

Hæfniskröfur: 

 • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi.
 • Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndafræði.
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Hreint sakarvottorð.

 

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Stöðurnar eru laus strax eða í síðasta lagi 01.09.2022.

 

_______________________________________________________________________________________   

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.