Atvinna í boði

 

 

 

Vinna & virkni

 

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Vinnustaðir félagsins leita að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Þessa dagana eru margir nýliðar að bætast í hóp starfsmanna með fötlun og því þurfum við að fjölga í leiðbeinendahópnum. Fyrir er þéttur og öflugur starfsmannahópur með mikla reynslu og þekkingu.

Í öllum þessum störfum verður fólk að geta bæði talað og skilið íslensku. Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

 

Áhugasamir hafi samband við:

Valgerði Unnarsdóttur forstöðumann í Lyngási, s. 553 8228, valgerdur@styrktarfelag.is

Sigurbjörgu Sverrisdóttur forstöðumann í Stjörnugróf, s. 414 0540/414 0560, essy@styrktarfelag.is

Höllu Jónsdóttur forstöðumann í Ögurhvarfi, s. 414 0500, halla@styrktarfelag.is

 

Umsóknir má einnig senda í gegnum heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is

 

 

 

Vinna á heimilum

 

Einnig vantar starfsfólk í hlutastörf á heimilum fólks með fötlun í Reykjavík. Um er að ræða vaktavinnu, 30-60% stöður. Stöðurnar eru lausar strax eða eftir nánara samkomulagi.

 

Umsóknir sendast á erna@styrktarfelag.is eða í gegnum heimasíðu félagsins www.styrktarfelag.is undir atvinna.

 

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.