Skip to main content
search
0

 

Búsetu- og heimilisstefna 2015 – 2025

Að vera í fararbroddi hvað varðar útfærslu húsnæðis og aðstoð á heimilum. Félagið einsetur sér að vinna að þróunarstarfi og leita leiða til aukinna lífsgæða í samstarfi við íbúa og aðstandendur þeirra. Mikilvægt er að fólk hafi úr fjölbreyttu húsnæði að velja. Lögð er áhersla á að virða rétt einstaklingsins til sjálfstæðis eins og kostur er og virkrar þátttöku í samfélaginu.

Í því felst meðal annars:

  • Að hafa fjölbreytt húsnæði og aðstoð í boði.
  • Að fólk geti valið sér húsnæði í samræmi við óskir sínar og þarfir.
  • Að fólk hafi val um hvar það býr.
  • Að fólk geti elst með reisn heima hjá sér.
  • Að félagið haldi áfram, í samvinnu við íbúa og aðstandendur, að vinna að nýjungum í húsnæðismálum, horfi til framtíðar og nýrra möguleika varðandi tæknilausnir.
  • Að auka áhrif íbúa á val starfsmanna og útfærslu vinnuferla.

Samþykkt af stjórn 12.03.2015