Góðir starfshættir

Mikilvægt er að lesa þessa starfshætti vel.

 

 

Inngangur

 

Allir þurfa að vanda sig í vinnunni. 

Mikilvægt er að hugsa um það.

Góðir starfshættir aðstoða okkur við að vinna með öðru fólki.

 

Hvers vegna góðir starfshættir?

 

Góðir starfshættir gera okkur að betri starfsmönnum.

Góðir starfshættir gera okkur að betri starfsfélögum.

Góðir starfshættir eru leiðbeinandi reglur í vinnunni.

 

Góðir starfshættir eru:

 

   1. Að sýna öllu fólki virðingu.

   2. Að vinna verkin sín vel.

   3. Að tala ekki um einkamál annarra.

   4. Að vinna með öðru fólki.

   5. Að vera jákvæð og góð fyrirmynd.

   6. Að fara á námskeið um vinnuna.

 

 

Góðir starfshættir geta verið fleiri en hér koma fram.

 

Uppruni góðra starfshátta er þannig að skipaður var vinnuhópur hjá félaginu sem falið var að gera siðareglur. Hópurinn lauk við drögin að þeim í maí 2007. Að því loknu var leitað til siðfræðings sem benti á að ein leið til að setja sameinaðar reglur fyrir alla starfsmenn fyrirtækis væri að setja upp leiðbeinandi reglur um góða starfshætti. Niðurstaða nefndarinnar var því að búa til leiðbeinandi reglur um góða starfshætti fyrir alla starfsmenn Áss styrktarfélags. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.