Jafnréttisáætlun

Markmið jafnréttisáætlunar er að tryggja að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, í stefnumótun og allri ákvarðanatöku. Allir starfsmenn skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, fötlunar, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahags, uppruna, sjúkdóma eða annarrar stöðu í þjóðfélaginu.

 

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á mótun jafnréttisáætlunar og framkvæmd í samvinnu við framkvæmdastjóra. Lögð er áhersla á að allar starfsstöðvar félagsins fylgi jafnréttisáætlun með markvissum hætti.

 

Jafnréttisáætlun gildir fyrir allt starfsfólk og miðar að því að á vinnustöðum félagsins ríki jafnrétti.

 

Í því felst meðal annars:

  • Að félagið vinni markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í starfsemi sinni og stuðli að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.
  • Að konum og körlum sé ekki mismunað í þjónustu félagsins.
  • Að félagið stuðli að auknu jafnrétti fólks með fötlun til vinnu og almennrar samfélagsþátttöku.
  • Að markvisst skuli unnið gegn kynbundnu ofbeldi
  • Að réttur til trúfrelsis og trúariðkana sé virtur svo fremi að þær skaði ekki trúfrelsi annarra.
  • Að félagið virði rétt fólks til þátttöku í stjórnmálum og tjáningu stjórnmálaskoðana svo fremi að hún beinist ekki að skoðanafrelsi annarra.
  • Að markvisst sé unnið gegn allri mismunum m.a. með því að vinnufyrirkomulag, vinnutími og starfsaðsaða henti fólki með mismunandi starfsgetu.

 

Jafnréttisáætlun er aðgengileg á heimasíðu félagsins og kynnt öllu starfsfólki.

 

Samþykkt í stjórn 14.05.2019

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.