Útgáfa og kennsluefni

 

Viljinn I Verk

Viljinn í verki

Höfundur: Hilma Gunnarsdóttir

Listaverk á kápusíðu: Guðrún Bergsdóttir

 

Árið 2009 var gefin út bók í tilefni 50 ára afmælis Styrktarfélags vangefinna sem nefnist Viljinn í verki. Félagið var stofnað árið 1958 af aðstandendum barna með þroskahömlun og hefur æ síðan staðið fyrir framförum sem allar hafa miðað að því að skapa fólki með þroskahömlun betri lífsskilyrði og auka þáttöku þess í þjóðfélaginu. Margt hefur áunnist og félagið hefur haft mikil áhrif á þróun þessara mála á Íslandi á tuttugustu öld. Í bókinni, sem er 319 blaðsíðna, er rakin saga félagsins í máli og myndum, auk þess sem í henni er kafli á léttlesnu máli.

 

Verð: 3500 kr

Panta þessa bók: styrktarfelag@styrktarfelag.is 

 

Að verða fullorðinn (På vej til voksen).

Höfundar: Anette Løwert og Karsten Løt 2080427802Pávej Til Voksen

Kennsluefnið samanstendur af ljósmyndamöppu og kennsluleiðbeiningum. Íslensk þýðing á kennsluleiðbeingum fylgir með.

Efnið býður upp á gnótt hugmynda og tillagna en um leið er það einfalt og vel upp byggt að sérhver kennari getur fært sér það í nyt. Efnið samanstendur af glærum, myndum og vel uppbyggðum kennsluleiðbeiningum með góðu efnisyfirliti og tilvísunum í skylt lesefni, bæklinga, myndbönd, kennsluspil og heimasíður.  

Að verða fullorðinn hentar öllum aldurshópum, þ.e. frá 10 ára aldri og fram á fullorðinsár. Það er hinsvegar kennarans eða leiðbeinandans að velja hvað hentar í samræmi við aldur og þroska  hvers og eins.  


Bókin hentar vel grunn- framhalds- og fullorðinsstigi.

Bókin er uppseld en er til á bókasafni félagsins.

 

Gott hjá þér! (Thumps Up!)

Gott hjá þér! er fræðsluefni um ákveðniþjálfun sem ætlað er fagfólki og öðrum sem vinna með fötluðu fólki. Í bókinni má finna mikið úrval af ýmsum skemmtilegum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla sjálfstraust og auka hæfileikann til að verða ákveðnari og takast á við að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur oft frammi fyrir við ýmsar athafnir daglegs lífs.

Meðal annars er fjallað um eftirfarandi þætti: Gott Hja Ther

  • Líkamstjáningu
  • Réttindi
  • Tilfinningar
  • Gagnrýna og taka gagnrýn

Bókin hentar vel grunn- framhalds- og fullorðinsstigi.

 

Verð: kr. 10.000

Panta þessa bók: styrktarfelag@styrktarfelag.is 

 

 

Verum örugg

Verum örugg er kennsluefni sem sett er upp í námskeiðsformi og ætlað fóki með þroskahömlun 18 ára og eldra. Efnistök byggjast í fyrsta lagi á sjálfsstyrkingu, í öðru lagi á að læra að greina kynferðislega misnotkun og í þriðja lagi hvað sé hægt að gera til þess að tryggja öryggi sitt sem best.

Kennsluefnið er unnið í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp og Fjölmennt - símenntunarmiðstöð fyrir fatlað fólk.  

Kennsluefnið samanstendur af: Verum Oerugg Baekur2 400245784

  1. Handbók og geisladiski með nákvæmum kennsluleiðbeiningum að 38 verkefnum og myndum og kostar kr. 10.000.
  2. Vinnubók ætluð þeim sem sækja námskeiðið og hvert stykki kostar kr. 1500.
  3. Bæklingnum Að vera öruggur en hann má jafnframt fá ókeypis hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
  4. Námskeið um notkun á kennsluefninu í heild, tvær klukkustundir fylgja frítt með fyrir þá sem kaupa handbókina og ætla sjálfir að standa fyrir námskeiðum

Handbókin og vinnubókin eru til sölu hjá Ási styrktarfélagi.

Panta þessa bók: styrktarfelag@styrktarfelag.is 

 

 

Picture yourself 2

Kennsluefni á geisladisk með 192 myndum sem skipt er upp í ákveðin þemu. Efnið er sérstaklega hannað og ætlað fyrir fólk með þroskahömlun. Hægt er að prenta myndirnar út eftir vild og eru gæði þeirra mjög góð.2080427802Py2 Outsideb

Þemun eru: 
-Ég sem einstaklingur
-Sambönd við aðra
-Kynþroski, sjálfsfróun og blautir draumar
-Kynheilbrigði
-Þungun, fæðing og foreldrahlutverkið
-Samkynhneigð

Höfundur: Hilary Dixon.

 

Nánari upplýsingar um kennsluefnið og kaup á geisladisknum er að finna hér

 

 

 

Blæðingar

Einkamál stúlkna er  myndræn bók með auðlesnum texta til að skýra út helstu breytingar sem eiga sér stað við kynþroska hjá stúlkum.

 

Megináhersla er lögð á þætti sem tengjast blæðingum og líkamlegri umhirðu sem þarf að vera fyrir hendi á meðan þetta tímabil stendur yfir.

 

Bókina er hægt að skoða beint af tölvuskjá eða prenta hana út. Teikningarnar eru svarthvítar fyrir utan einn rauðan lit sem gefur umræðuefninu meira gildi.

 

Ás styrktarfélag og Velferðarráðuneytið fjármögnuðu gerð þessarar rafrænu bókar og er ósk beggja aðila að hún eigi eftir að nýtast stúlkum og konum á öllum aldri í tengslum við blæðingar.

 

Bókina er hægt að skoða hér fyrir neðan

 

 

 

Auðskilinn texti


Hér er útskýrt hvernig útbúa má auðskilinn texta. Kennsluritið er sömuleiðis hægt að panta.

 

Verð: 1500 kr

Panta þessa bók: styrktarfelag@styrktarfelag.is 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.