Skip to main content
search
0

 

Ás styrktarfélag leggur áherslu á öryggi á heimilum og vinnustöðum félagsins.

Í allri starfseminni er lögð áhersla á vinnuverndarstarf sem felur í sér forvarnir varðandi alla þá áhættuþætti sem unnt er að koma auga á.

Forvarnir á sviði eldvarna, vinnuslysa, eineltis, ofbeldis, kynferðislegs ofbeldis og kynbundins ofbeldis.

Haldin er skrá um öll vinnuslys og lögð er áhersla á að tilkynna um öll vinnuslys og óhöpp sem eiga sér stað á vinnustöðum félagsins. Félagið hefur í notkun sérstakt kerfi sem heldur utan um vinnuslysaskráningar, óvænt atvik og ábendingar frá starfsfólki um úrbætur í vinnuumhverfi.

Áhættumat er lagt fyrir alla starfsmenn annað hvert ár, niðurstöður kynntar og í kjölfarið gerð tímasett úrbótaáætlun.

Öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir 

Hjá Ási styrktarfélagi er starfandi öryggisnefnd sem sér m.a. um að framfylgja ofangreindum þáttum vinnuverndarstarfs.

Í öryggisnefnd eru 2 öryggisverðir og 10 öryggistrúnaðarmenn (einn á hverju heimili félagsins)