Vörn gegn einelti

 

 

Við hjá Ási styrktarfélagi lýsum því yfir, að hvorki einelti eða annað ofbeldi verður liðið hjá félaginu.

 

Ás styrktarfélag á að vera vinnustaður þar sem fólk sýnir hvort öðru gagnkvæma virðingu og vinnur saman að því að skapa öruggt starfsumhverfi og jákvæðan starfsanda.

 

Markmið:

Að koma í veg fyrir og fyrirbyggja einelti. Bæta líðan og öryggi starfsfólks, auk þess að gefa tækifæri svo hægt sé að bregðast við grun um einelti á fullnægjandi hátt.

Tilgangur með vörn gegn einelti er að draga úr tækifærum til eineltis og byggja upp þekkingu og afstöðu fólks gegn einelti.

 

Hvað er vinnustaðaeinelti?

 • Einelti á vinnustað er skilgreint sem síendurteknar, ámælisverðar og neikvæðar athafnir eða hegðun sem beitt er af einum eða fleirum einstaklingum gegn vinnufélaga. Þessar athafnir eða hegðanir eru til þess fallnar að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að og grefur undan sjálfstrausti hans. Kynferðisleg áreitni, andlegt áreiti eða líkamlegt ofbeldi fellur undir skilgreiningu á einelti.
 • Einelti er ekki einangraður atburður og getur tekið á sig margskonar myndir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna.

 

Fyrirbygging vinnustaðaeineltis.

 • Alltaf skal lögð áhersla á jákvæð samskipti.
 • Leggja skal áherslu á opna umræðu um einelti.
 • Starfsfólk er hvatt til að nota orðið einelti við réttar aðstæður.
 • Starfsfólk er hvatt til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki, með því að bregðast við og láta vita.
 • Það að skilja útundan og hunsa er jafnmikið einelti og að hæðast að eða slá.
 • Mikilvægt er að starfsmaður bregðist við einelti. Ef ekki, telst hann þátttakandi í eineltinu.
 • Ef upp kemur ágreiningur eða samskiptavandamál á vinnustað, sem  mögulega gæti þróast yfir í einelti, er mikilvægt að bregðast strax við og koma þannig í veg fyrir einelti.

 

Hlutverk yfirmanna

 • Yfirmönnum ber að skapa vinnumenningu á starfsstað sem býður ekki upp á að einelti þrífist þar.
 • Yfirmenn eru hvattir til að vera á varðbergi, taka tilkynningar um einelti alvarlega og bregðast skjótt við og leita eftir viðeigandi stuðningi sé þess þörf.
 • Yfirmönnum ber að grípa til viðeigandi ráðstafana að vandlega athuguðu máli og fá skriflegar athugasemdir.
 • Flókið ferli má ekki verða til þess að stjórnendur taki ekki á eineltismáli.
 •  Málsmeðferð skal flýtt sem frekast er unnt.

 

Ráð til þeirra sem verða fyrir einelti

 • Þú skalt ávallt gæta þess að kenna þér ekki um ástandið.
 • Þú skalt tryggja það að gerandanum sé ljóst hver upplifun þín sé af hegðun hans eða athöfnum, hann gæti verið ómeðvitaður um það.
 • Nauðsynlegt er að þú sækir þér stuðning til þess sem þú berð traust til á vinnustaðnum, ef þú treystir þér ekki til þess að taka málið upp ein/einn og eins ef viðkomandi lætur ekki af hegðun sinni.

 

Hvert get ég leitað?

 • Sent rafræna skráningu í gegnum Atvik (ath. virkar bara í gegnum þráðlaust netkerfi félagsins/wifi - aðeins mannauðsstjóri hefur aðgang að þeirri skráningu).
 • Yfirmanna eða annarra stjórnenda.
 • Mannauðsstjóra.    
 • Trúnaðarmanns vinnustaðar.
 • Stéttarfélags.
 • Einhvers úr eineltisteyminu. Í eineltismálateymi sitja;

Fulltrúar frá búsetu:

Anna Margrét Kjartansdóttir

Bríet Inga Bjarnadóttir

Fulltrúi frá dagþjónustu:

Herdís Halla Ingimundardóttir

Fulltrúi frá fötluðum starfsmönnum:

Birna Rós Snorradóttir

Fulltrúi skrifstofu:

Valgerður Unnarsdóttir

 

Aðalatriðið er að þú leitir til einhvers sem þú treystir

Gott að vita

 • Gott er og nauðsynlegt að skrá hjá sér nákvæma lýsingu á því sem gerðist hverju sinni.
 • Gerðar eru nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi þitt.
 • Fyllsta trúnaðar er gætt.

 

ÞAÐ LAGAST EKKERT AF SJÁLFU SÉR

Eineltismál skulu skráð á eyðublöð sem hægt er að nálgast í starfsmannahandbók á hverjum stað eða á skrifstofu félagsins. Eyðublöð þessi eru trúnaðargögn og eru vistuð í læstum skáp á skrifstofu félagsins.

 

Viðbrögð við eineltismálum

Komi ábending eða kvörtun um einelti, þarf að vera ljóst hvernig tekið er á henni, bæði fyrir þann sem ber málið upp og þá sem að málinu koma.  Nauðsynlegt er að farið sé eftir ákvæðum stjórnsýslulaga við vinnslu þessara mála þar sem einelti getur leitt til áminningar eða jafnvel uppsagnar. Krafa er því gerð um formleg viðbrögð af hálfu yfirmanna.

 2018 10 25 Voern Gegn Einelti

Tenglar á ítarefni um einelti:

 

Er einelti á vinnustaðnum?

 

Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum

 

Sættum okkur ekki við einelti, áreitni og ofbeldi

 

Enginn á að sætta sig við einelti, áreitni og ofbeldi

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.