BINGÓ

BINGÓ

Félögum í Ási styrktarfélagi, starfsmönnum, íbúum og aðstandendum þeirra var boðið í Afmælis-Bingó í Ögurhvarfinu. 

Lesa meira []

Smíkó

Smíkó

Starfsmenn Smíkó ætla að vera með á jólamarkaði félagsins fimmtudaginn 29. nóvember.

Lesa meira []

ISBA ráðstefna

ISBA ráðstefna

Í dag lauk alþjóðaráðstefnu ISBA sem haldin var í Reykjavík að þessu sinni. Fulltrúar frá félaginu tóku þátt.

Lesa meira []

Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Fjöldi fólks hefur komið við í Stjörnugrófinni í dag á haustmarkað félagsins. Þar er á boðstólum uppskera gróðurhússins og vörur frá Ási vinnustofu. Vöfflusala er í Lækjarási.

Markaðurinn stendur til 16:30.

Lesa meira []

Samvera í Perlunni

Samvera í Perlunni

Þeir sem komu að afmælissýningu félagsins, "Saga Áss styrktarfélags í 60 ár" skelltu sér á kaffihús í Perlunni.

Lesa meira []

Málþing

Málþing

Föstudaginn 18. maí standa Geðhjálp og Virk fyrir áhugaverðu málþingi um konur.

Lesa meira []

Notað skart?

Notað skart?

Átt þú skart sem hefur munað fífil sinn fegri? Við þiggjum úr sér gengið skart og endurvinnum.

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

félagsins verður haldinn í dag, miðvikudaginn

21. mars kl. 17.00 í  Ögurhvarfi 6 Kópavogi.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf – lagabreytingar.

Tillögurnar  liggja frammi á skrifstofu félagsins

Ögurhvarfi 6.

Lesa meira []

Starfsdagur í V&V

Starfsdagur í V&V

Föstudaginn 19. janúar verður lokað á öllum vinnustöðum og skrifstofu Áss styrktarfélags vegna starfsdags.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Í desemberpistli Lyngáss má sjá svipmyndir frá fjölbreyttri dagskrá í aðdraganda jóla.

Lesa meira []

Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Ás styrktarfélag óskar félögum, samstarfsfólki

og landsmönnum öllum

gleðilegra jóla, árs og friðar.

Lesa meira []

Jólabingó

Jólabingó

Jólabingó var í Grófinni í síðustu viku. Hjördís Geirs og Hafmeyjurnar komu og sungu fyrir starfsfólk.

Lesa meira []

Allt klárt

Allt klárt

Nú er allt að verða klárt fyrir markaðinn, enda opnar hann klukkan þrjú í dag!

Lesa meira []

DigiPower

DigiPower

Málþing um samstarfsverkefnið DigiPower var haldið um helgina. Félagið átti þar fulltrúa. 

Lesa meira []

Kraftganga

Kraftganga

Gönguhópar í Vinnu & virkni hafa nú gengið sinn síðasta spöl þetta haustið. 

Lesa meira []

RKÍ - Hundavinir

RKÍ - Hundavinir

Hundavinir frá Rauða Krossinum koma reglulega í heimsókn bæði í Lækjarás og Lyngás. Nú hefur verið gefið út myndband til að kynna þessa þjónustu RKÍ.

Lesa meira []

Bleikur dagur

Bleikur dagur

Við hvetjum alla til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 13. október til að vekja athygli á góðu málefni.

Lesa meira []

Listamaður

Listamaður

Ingi Hrafn Stefánsson er starfsmaður í Ási vinnustofu. Hann er líka fær listamaður eins og sjá má af verkum hans.

Lesa meira []

Haustmarkaður

Haustmarkaður

Haustmarkaður Vinnu & virkni verður haldinn í Stjörnugróf fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13 - 16.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Lyngás bauð aðstandendum og öðrum áhugasömum í heimsókn í dag.

Lesa meira []

Takk fyrir okkur!

Takk fyrir okkur!

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardag eins og allir vita. Margir hlupu þar til styrktar félaginu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Enn er hægt að heita á hlauparana, þá má finna á hlaupastyrkur.is undir nafni félagsins í flokknum Góðgerðarfélögin.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Það var bæði fallegt og friðsælt í grasagarðinum þegar starfsmaður Lyngáss átti þar leið um.

Lesa meira []

Grill og Greifar

Grill og Greifar

Hljómsveitin Greifarnir hefur komið í Stjörnugrófina 16. júní í fjölda ára og var ekki brugðið frá því að þessu sinni.

Lesa meira []

Kraftganga

Kraftganga

Vinna & virkni býður upp á fjölbreytt tilboð fyrir þá sem starfa hjá félaginu.

Lesa meira []

Þjónandi leiðsögn

Þjónandi leiðsögn

Ákveðið hefur verið að innleiða aðferðir og hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar í alla þjónustu á vegum félagsins. Á dögunum kom Mike Vincent frá USA og fræddi stjórnendahópinn.

Lesa meira []

Hugmyndabanki

Hugmyndabanki

Ás styrktarfélag verður 60 ára í mars á næsta ári. Af því tilefni hefur verið ákveðið að fagna oft og reglulega allt árið 2018. 

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Í síðustu viku var starfsdagur í Stjörnugrófinni eins og sjá má í fréttapistli þaðan.

Lesa meira []

Heimsókn í Bjarkarás

Heimsókn í Bjarkarás

Ljósmyndari heimasíðunnar kom við í Bjarkarási í vikunni og smellti nokkrum myndum af því fjölbreytta starfi sem þar fer fram.

Lesa meira []

Smiðjubúðin

Smiðjubúðin

Þessi skemmtilega frétt birtist í hverfisblaðinu Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir í vikunni.

Lesa meira []

Afmælisár hugmyndir?

Afmælisár hugmyndir?

Ás styrktarfélag fagnar 60 ára afmæli á næsta ári.

Óskað er hugmynda að viðburðum frá starfsfólki félagsins og öðrum sem tengjast því. Ætlunin er að bjóða upp á fjölbreyttar uppákomur allt árið.

Lesa meira []

Blár dagur

Blár dagur

Blár er stundum nefndur litur einhverfunnar. Víða um land klæðast menn bláu í dag, það gera líka starfsmenn Áss vinnustofu. 

 

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Fundurinn var haldinn í Ögurhvarfi 6 miðvikudaginn 15. mars. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru nokkrar kynningar á innra starfi. Þá var afhent viðurkenning fyrir "Viljann í verki" í þriðja sinn.

Lesa meira []

Úti að leika

Úti að leika

Börnin í Lyngási fóru út að leika sér, enda er fátt skemmtilegra en að vera úti í nýföllnum snjó.

Lesa meira []

Frá Grófinni

Frá Grófinni

Það var gaman á þrettándanum í Stjörnugrófinni eins og sjá má í meðfylgjandi pistli.

Lesa meira []

Fræðslunefnd

Fræðslunefnd

Fræslunefnd skipuleggur starfsmannafræðslu á vegum félagsins og átti fund um þau mál í morgun.

Lesa meira []

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!

Ás styrktarfélag óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf liðinna ára.

 

Meðfylgjandi er áramótapistill frá Lyngási.

Lesa meira []

Gleðileg Jól !

Gleðileg Jól !

Hamingjan gefi þér 
gleðileg jól, 
gleðji og vermi þig 
miðsvetrarsól, 
brosi þér himinn 
heiður og blár 
og hlýlegt þér verði 
hið komandi ár. 

 

 

 

Lesa meira []

Jólapeysur

Jólapeysur

Nú er jólalegt í Ögurhvarfi. Jólasnjórinn svífur niður utandyra og klæðir landið í jólafötin, innandyra eru starfsmenn skrautlegir í jólapeysunum sínum.

Lesa meira []

Jólalegt á Lyngási

Jólalegt á Lyngási

Aðventan hefur verið fjölbreytt og skemmtileg á Lyngási. Í gær kom Gunnar Stefánsson og las Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

 

 

Lesa meira []

Kirkjuferð og jólamatur

Kirkjuferð og jólamatur

Starfsfólk vinnustaða félagsins í Stjörnugróf fóru til kirkju á fimmtudaginn var, snæddu svo gómsætt jólahangikjöt og tilheyrandi í hádeginu.

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Mikið var um að vera í Stjörnugrófinni í síðustu viku eins og sjá má í fréttapistli.

Lesa meira []

Notendaráð

Notendaráð

Notendaráð Áss styrktarfélags heimsótti nokkur heimili á vegum félagsins í gær.

Lesa meira []

Tökum lagið

Tökum lagið

Þessi vinnu- & virknihópur hittist í síðasta sinn í morgun. Að þessu sinni voru sungin jólalög í nýja matsalnum í Ögurhvarfi 6.

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Margt skemmtilegt var brallað í Stjörnugrófinni í síðustu viku eins og sjá má í meðfylgjandi pistli.

Lesa meira []

Jólamarkaðurinn

Jólamarkaðurinn

Hinn árlegi jólamarkaður Áss vinnustofu og Smiðjunnar í Bjarkarási var haldinn í Ögurhvarfi 6 í gær. 

Lesa meira []

Jólamarkaðurinn undirbúinn

Jólamarkaðurinn undirbúinn

Starfsmenn Áss vinnustofu og Smiðjunnar í Bjarkarási eru nú að setja upp jólamarkaðinn sem verður í Ögurhvarfi 6, Kópavogi í dag kl. 15 - 18.

 

Verið velkomin!

Lesa meira []

Fréttabréf

Fréttabréf

Hér má sjá jólakveðju framkvæmdastjóra og fréttir af starfi félagsins síðustu mánaði.

Lesa meira []

Vinna & virkni

Vinna & virkni

Gönguhópar í V&V hittust vikulega á haustmánuðum. Hér eru nokkrar myndir frá öðrum þeirra.

Lesa meira []

Vinna & virkni

Vinna & virkni

Margir hópar eru að störfum í vetur.

Hér koma myndir frá Boltaíþróttum en hópurinn hittist í Safamýrinni á fimmtudögum.

Lesa meira []

Notendaráð

Notendaráð

Notendaráð Áss styrktarfélags heimsótti vinnustaði félagsins í Lyngási og Stjörnugróf í vikunni.

Lesa meira []

Fréttapistill

Fréttapistill

Hér kemur fréttapistill liðinnar viku í Stjörnugrófinni. Enn leikur veðrið við borgarbúa eins og sjá má.

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Síðasta vika var viðburðarík í Stjörnugrófinni eins og sjá má í meðfylgjandi fréttapistli.

Lesa meira []

Tónleikar

Tónleikar

Nemendur í Tónstofu Valgerðar ásamt tónlistarnemum frá Lettlandi og Finnlandi komu í heimsókn í Stjörnugrófina í morgun. 

Lesa meira []

Starfsdagur í Lyngási

Starfsdagur í Lyngási

Í dag er starfsdagur leiðbeinenda og fengu þeir fræðslu í fundarsal Ögurhvarfs í morgun. Eftir hádegið munu þeir vinna að innra skipulagi í Lyngási.

Lesa meira []

Ás flytur

Ás flytur

Í dag flytur Ás vinnustofa af Kópavogsbrautinni og opnar á morgun í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Ögurhvarfi 6.

Lesa meira []

Meira bleikt

Meira bleikt

Bleiki dagurinn var í síðustu viku og sýndu landsmenn samstöðu með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

 

Félagar og starfsmenn Áss styrktarfélags tóku að sjálfsögðu þátt í því. Hér koma fleiri bleikar myndir.

Lesa meira []

Kúrekahátíð

Kúrekahátíð

Mikið fjör var í Lækjarási í gær þegar fjöldi kúreka stökk út á gólf og tók nokkur eldfjörug dansspor.

Lesa meira []

Sumarið í Selinu

Sumarið í Selinu

Starfsmenn í Selinu í Bjarkarási gerðu ýmislegt í sumar. Meðfylgjandi fréttapistill skýrir nánar frá því.

Lesa meira []

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið

Senn leggst starfsemi gróðurhússins í vetrardvala og hafa starfsmenn verið að ná síðustu uppskerunni í hús undanfarna daga og vikur.

Lesa meira []

Vinna & virkni

Vinna & virkni

Í dag var fyrsti fundur skynjunarhóps í Vinnu&virkni. Þetta fór vel af stað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lesa meira []

Bláa lónið

Bláa lónið

Nokkrir hressir ungliðar í Lyngási skelltu sér í lónið í vikunni eins og sjá má í þessum skemmtilega pistli.

Lesa meira []

Stoltgangan

Stoltgangan

Gangan fer frá Austurvelli að Norræna húsinu laugardaginn 3. september. Mæting á Austurvöll er kl 11:30 og gangan hefst kl. 12:00. Hópur frá Ási styrktarfélagi mun safnast saman við Iðnó kl 11:30 og eru félagsmenn og aðrir velunnarar hvattir til að vera með.

 

Lesa meira []

Undir berum himni

Undir berum himni

Enn gælir sumarblíðan við okkur á höfuðborgarsvæðinu. Í Stjörnugrófinni er góð aðstaða til að njóta hennar.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Liðin vika var skemmtileg í Lyngási eins og sjá má á meðfylgjandi fréttapistli.

Lesa meira []

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn

Börnin á Lyngási fóru að sjá sýningu Brúðubílsins á Árbæjarsafni fyrr í sumar.

Lesa meira []

Sumarfjör

Sumarfjör

Það var mikið fjör þegar vinnustaðir félagsins í Stjörnugróf opnuðu á ný eftir sumarfrí.

Lesa meira []

Sumarleyfi

Sumarleyfi

Vinnustaðir félagsins í Stjörnugróf verða lokaðir næstu tvær vikurnar vegna sumarleyfa.

Lesa meira []

Lyngás í sumarfríi

Lyngás í sumarfríi

Starfsmenn Lyngáss gerðu sér glaðan dag fyrir helgina eins og sjá má í meðfylgjandi pistli. Lokað verður í Lyngási þessa viku vegna sumarleyfa. 

Lesa meira []

Útivinna

Útivinna

Heilmikil vinna liggur í að halda umhverfi vinnustaðanna okkar snyrtilegu.

 

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Sumarið er tíminn til að vera úti. Þessi hópur skellti sér á Sjóminjasafnið í síðustu viku og skoðaði fallegt umhverfið þar í blíðunni.

Lesa meira []

Átak

Átak

Átak félag fólks með þroskahömlun boðar til fundar með frambjóðendum til forseta, á Grand hótel Reykjavík, Hvammi, þriðjudaginn 21. júní kl. 15:20 - 17:40.

Lesa meira []

Veitt í Elliðaám

Veitt í Elliðaám

Stangveiðifélag Reykjavíkur og Orkuveita Reykjavíkur buðu hópi starfsfólk úr Stjörnugróf í veiði í Elliðaám föstudaginn 10. júní. 

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Starfsmenn Lyngáss eru mikið úti við þessa dagana enda bíður sumarblíðan svo sannarlega upp á það.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Starfsfólk Lyngáss bregður undir sig betri fætinum í góða veðrinu.

Lesa meira []

Heilsuvikan

Heilsuvikan

Í fréttapistli liðinnar viku frá Stjörnugróf má sjá hve fjölbreytt og skemmtileg dagskrá heilsuvikunnar var.

Lesa meira []

Ljósmyndasýning

Ljósmyndasýning

Sýningin er í Lyngási, Safamýri 5 og stendur til 16. júní. Myndirnar eru afrakstur ljósmyndahóps í Vinnu og virkni hjá félaginu.

Við hvetjum gesti og gangandi að líta inn og skoða sýninguna, hún er opin alla virka daga kl. 8 - 16.

 

Lesa meira []

Heilsuvika í Stjörnugróf

Heilsuvika í Stjörnugróf

Þessa vikuna er heilsuvika á vinnustöðum félagsins í Stjörnugróf. Áhersla er lögð á hollt mataræði, hreyfingu og að hafa gaman saman.

Hér geta áhugasamir skoðað dagskrána.

Lesa meira []

Vorferð Áss vinnustofu

Vorferð Áss vinnustofu

Starfsmenn Áss vinnustofu gerðu sér dagamun á föstudaginn var og heimsóttu Ásgarð og Skálatún. Veðrið lék við ferðalangana og var almenn ánægja með daginn.

Lesa meira []

Kraftganga

Kraftganga

Þessa dagana eru nokkrir vinnu- og virknihópar að ljúka störfum. Kraftgönguhópurinn gekk um Grasagarð Reykjavíkur í morgun og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.

Lesa meira []

Vikan í Stjörnugróf

Vikan í Stjörnugróf

Mikið júróvisjónfjör hefur verið í Stjörnugróf og víðar þessa vikuna. 

Margt fleira hefur þó verið gert eins og sjá má í fréttapistlinum.

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Nú er Júróvisjón í fullum gangi. Greta Salóme farin til Svíþjóðar og allt að gerast.

Fólkið í Lyngási fylgist vel með.

Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

Undanfarnar vikur hefur hópur vaskra kvenna unnið að skartgripagerð. Þessi vinna er hluti af vali í Vinnu og virkni hjá félaginu.

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Nú er allt að vakna til lífsins í gróðurhúsinu í Bjarkarási. Meðfylgjandi er pistill liðinnar viku.

Lesa meira []

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar

Í tilefni að alþjóðlegum degi einhverfunnar laugardaginn 2. apríl hvetjum við alla til að klæðast einhverju bláu og vekja þannig athygli á málefninu. Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. 

Lesa meira []

Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Ás styrktarfélag óskar ykkur öllum gleðilegra páska.

Hér má sjá fréttapistill vikunnar frá Stjörnugróf.

Lesa meira []

Kökubasar

Kökubasar

Starfsmannafélagið í Stjörnugróf verður með kökubasar í Mjóddinni á föstudag kl. 13.

Lesa meira []

Nýtt ár í Stjörnugróf

Nýtt ár í Stjörnugróf

Í Stjörnugróf er fólk farið að takast á við hversdaginn á ný eins og sjá má í fréttapistli liðinnar viku. En það er alltaf stutt í gleði og grín.

Lesa meira []

Gleðilegt ár !

Gleðilegt ár !

Vinningsnúmer hafa verið dregin út í happdrætti Áss styrktarfélags 2015.

 

Félagið óskar landsmönnum gleðilegs árs með þökk fyrir veittan stuðning og gott samstarf á liðnum árum.

 

Lesa meira []

Gjöf frá meistaraflokki Stjörnunar í fótbolta

Gjöf frá meistaraflokki Stjörnunar í fótbolta

Þann 28. desember fengum við heimsókn frá þessum frábæru fótboltamönnum í Stjörnunni sem gáfu okkur Bose SoundTouch 30 III hátalara. Hann á eftir að nýtast öllum vel í leik og starfi og þökkum við Stjörnumönnum kærlega fyrir gjöfina.

Lesa meira []

Gleðileg jól !

Gleðileg jól !

Hamingjan gefi þér 
gleðileg jól, 
gleðji og vermi þig 
miðsvetrarsól, 
brosi þér himinn 
heiður og blár 
og hlýlegt þér verði 
hið komandi ár. 

 

Höf.G. Jóh. 

Lesa meira []

Kynning á Alþjóðadegi fatlaðra

Kynning á Alþjóðadegi fatlaðra

Í gær tóku Þór Ólafsson og Halldóra Þ. Jónsdóttir starfsmenn Áss vinnustofu þátt í alþjóðadegi fatlaðra. Þau fluttu erindi á Grand Hótel um nýja húsið okkar í Ögurhvarfi en áætlað er að vinnustofan flytji þangað fyrir lok árs 2016.

Lesa meira []

Gjöf til Lyngáss

Gjöf til Lyngáss

Í féttabréfinu má lesa um veglega gjöf frá Oddfellowstúku Ara Fróða til Lyngáss og skoða myndir frá súpuboði sunnudaginn 29.nóvember.

Lesa meira []

Ráðstefna í Vilnius

Ráðstefna í Vilnius

Dagana 19. – 21. október hélt Ás styrktarfélag ráðstefnu í Vilnius í samstarfi við Vilniaus Viltis í Litháen. Samtökin í Litháen sáu um ytri umgjörð ráðstefnunnar og Ás styrktarfélag um innihaldið.

Lesa meira []

Meira bleikt

Meira bleikt

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur á föstudag á öllum vinnustöðum félagsins. 

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Sjaldan er lognmolla í Stjörnugrófinni eins og sjá má á fréttapistli síðustu viku.

Lesa meira []

Pjattrófur

Pjattrófur

Á Lyngási hefur verið stofnaður stelpuklúbbur sem fékk nafnbótina Pjattrófur. Markmiðið með stelpuklúbbinum er að rækta sína innri skvísu og njóta samvista með öðrum stelpum. 

Lesa meira []

Vikan í Stjörnugróf

Vikan í Stjörnugróf

Fréttapistill vikunnar frá Stjörnugróf er með bleiku ívafi þar sem októbermánuður er nú hafinn.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Lesa meira []

Sænskir gestir

Sænskir gestir

Í síðustu viku kom tíu manna hópur frá Helsingborg að kynna sér starfsemi Áss styrktarfélags.

Lesa meira []

Sumarmarkaður

Sumarmarkaður

Fimmtudaginn 3. september kl.13.30-16.30 verður sumarmarkaður og uppskeruhátíð við gróðurhúsið í Bjarkarási Stjörnugróf 9. 

 

 

Lífrækt ræktað grænmeti, handverk og  kaffihúsastemning í Lækjarási. Sjáum vonandi sem flesta.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Nú fer að nálgast hið árlega Reykjavíkurmaraþon sem fer fram þann 22. ágúst. Við viljum vekja athygli á starfsemi Áss styktarfélags og hvetja fólk til að taka þátt í maraþoninu og safna áheitum fyrir félagið.

Til að skrá sig þarf að fara inn á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins http://www.marathon.is/reykjavikurmaraton og http://marathon.is/skraning


Þeir sem ekki taka þátt í hlaupinu geta heitið á þá hlaupara sem hlaupa fyrir félagið. www.hlaupastyrkur.is

Lesa meira []

Formaður maraþonnefndar, Sigfús Svanbergsson

Formaður maraþonnefndar, Sigfús Svanbergsson

Ég er að fara að hlaupa 10 km í maraþoninu, fyrir Ás styrktarfélag. Ég fæ aðstoð frá félaginu og bý á sambýlinu í Langagerði 122. Mér myndi þykja það frábært ef þú/þið gætuð heitið á mig og hjálpað mér að safna fyrir félagið. Munið að hver króna skiptir máli og margt lítið getur gert stórt.  www.hlaupastyrkur.is  með þökk fyrirfram.

Lesa meira []

Verslunarleiðangur

Verslunarleiðangur

Miðvikudaginn 22. Júlí fór D-stofan í IKEA leiðangur til að leita að vörum fyrir Lyngás. Fyrr í sumar fór sami hópur í Kringluna að kaupa föndurvörur.

Lesa meira []

Ás vinnustofa

Ás vinnustofa

Vinnufélagar úr Ási tóku sér smá hlé og fóru í kubbakóngaspilið sem hefur notið mikilla vinsælda í Ási í sumar.  Mikið fjör eins og sjá má á myndunum.

 

Lesa meira []

Heilsubótarganga

Heilsubótarganga

Það er búið að vera nóg að gera í Ási vinnustofu undanfarið, en við höfum samt gefið okkur tíma til þess að fá okkur heilsubótargöngu á milli vinnutarnanna. Hér koma nokkrar myndir úr gönguferðum síðustu mánaða

 

Lesa meira []

Fréttir frá Bjarkarási

Fréttir frá Bjarkarási

Starfsfólk Bjarkaráss er á leið í sumarfrí og þar er lokað frá 6.-31.júlí.

Nóg hefur verið að gera í vinnuverkefnum en samt tími til að grilla og halda Greifaball. Fólk að komast í sumarstuð eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Sumarlokanir

Skrifstofan lokar frá 6.-24. júlí

 

Lyngás lokar frá 6.-10. júlí

 

Bjarkarás lokar frá 6.-31. júlí

 

Lækjarás lokar frá 13.-31. júlí

 

Lesa meira []

Samtök Almannaheilla

Samtök Almannaheilla

Fulltrúar frá Ási styrktarfélagi deildu kynningarbási með öðrum félögum í Norræna Húsinu dagana 11.-13. júní eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira []

Veiðiferð í Stjörnugróf

Veiðiferð í Stjörnugróf

Orkuveita Reykjavíkur og Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð okkur í silungsveiði í Elliðaánum fyrir hádegi föstudaginn 5. júní. Fóru um 12 manns úr Grófinni og fylgdarmenn. Við fengum 6 fiska.

 

Lesa meira []

"Viljinn í verki"

"Viljinn í verki"

 

Á aðalfundi félagsins  23. mars var í fyrsta skiptið veitt viðurkenningin „Viljinn í verki“ fyrir gott samstarf og skref til atvinnuþátttöku fatlaðra utan veggja félagsins. Viðurkenninguna fengu Kirkjugarðar Reykjavíkur.

Lesa meira []

Viðurkenning

Viðurkenning

Úlfar Bjarki Hjaltason tók á móti verðlaunum fyrir góða mætingu í Keilu í Egilshöll í gær.

Lesa meira []

Upplifunarganga í Grasagarði Reykjavíkur

Upplifunarganga í Grasagarði Reykjavíkur

Gangan er liður  í dagskrá Listar án Landamæra. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Áss styrktarfélags, Grasagarðs Reykjavíkur, Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar og Jónínu Bjargar Yngvadóttur yogakennara og heilara. 

Lesa meira []

Fréttir frá Seli

Fréttir frá Seli

 Fjölbreyttur mars í Selinu. Kókoskúlugerð, mottumars, hundurinn Salka í heimsókn, tónlistarstund og fleira sem sjá má á myndunum. 

 

Lesa meira []

Daglegt starf í Stjörnugróf

Daglegt starf í Stjörnugróf

Það er komið víða við í þessum pistli, kíkt á vinnustund vegna skynjunargöngu, tvo kvikmyndagerðarmenn sem eru að búa til kynningarmyndband fyrir vinnu og virkni. Jógatíma og einnig var litið yfir daglegt starf í Bjarkarási.

 

Lesa meira []

Heimsókn í Toyota

Heimsókn í Toyota

Skuggabaldur, virknihópur karla skellti sér í heimsókn í Toyotafyrirtækið. Vel var tekið á móti hópnum og þeim sýnd öll aðstaða og tæki. Eins og sjá má á myndunum skemmtu menn sér afar vel. 

 

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi,  mánudaginn 23. mars kl. 20:00.

Að loknum aðalfundi verður kynning á  tengslum og samstarfi við aðila utan félagsins.…

Lesa meira []

Jólakveðja

Jólakveðja

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir það liðna.

 

Lesa meira []

Áfangaganga

Áfangaganga

Gangan hófst við Kópavogsbraut og gengið var um Kópavog í áföngum með viðkomu í Nautásvík. Göngunni lauk svo á Kópabogsbarut.

Lesa meira []

25 ára starfsafmæli

25 ára starfsafmæli

Starfsdagur stjórnenda félagsins var föstudaginn 5. desember. Við það tækifæri voru Sigríði Pétursdóttur og Hrefnu Þórarinsdóttur færðar gjafir og þakkir fyrir að hafa helgað starfskrafta sína Ási styrktarfélagi í 25 ár.

Lesa meira []

Alþjóðadagur fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra

Þann 3. desember bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni alþjóðadags fatlaðra. Athöfnin verður á Grand Hótel og hefst kl. 15. 

Lesa meira []

Fréttir frá Grófinni

Fréttir frá Grófinni

Vika 47 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar má sjá pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Endurvinnsla - Úr gámi í gull

Endurvinnsla - Úr gámi í gull

 Hálsfestar úr endurunnu efni

 Gámi í gull nóv 14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Oktoberfréttir frá Selinu

Oktoberfréttir frá Selinu

Sel okt 14 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttirnar í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Fréttir úr Grófinni

Vika 44 nóv 14 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttirnar í prentvænu formi


Lesa meira []

Ljósmyndasýning

Ljósmyndasýning

Ljósmyndahópur haustsins lauk störfum með opnun ljósmyndasýningar á Túninu, Kópabogsbraut 5b þann 27. okt. síðastliðinn. Sýningin mun standa út nóvember og verður hægt að skoða hana með því að bóka heimsókn hjá Ernu eða Þórhildi í 4140500. 

Hér má sjá myndir af ljósmyndahópnum og boðsgestum.

ljósmyndahópurinn 1014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ljósmyndasýningin 1014

Lesa meira []

Stuð í Grófinni

Stuð í Grófinni

Grófin mynd vika 43 1014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjást fréttirnar í prentvænu formi


Lesa meira []

Tveir góðir

Tveir góðir

Hörður Sigþórsson lét af störfum sl. mánudag sem umsjónarmaður húseigna eftir margra ára starf. Hann sat einnig  lengi í stjórn félagsins.  Við þökkum Herði kærlega fyrir öll  árin hjá okkur.

 

Á myndinni sést Hörður afhenda Magnúsi Stefánsyni umsjónarmanni húseigna lykilinn að Lyngási.

 

 

Hörður og Magnús

Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Fréttir úr Grófinni

Grófin sept mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Verkefnin í Grófinni

Verkefnin í Grófinni

Verkefnin í Grófinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar má sjá fréttir í prentvænu formi


Lesa meira []

Sumar í Stjörnugróf

Sumar í Stjörnugróf

Jarðaber 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún og Sverrir planta jarðaberjum.

Jarðaber 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nína og Ásdís vökva jarðaberjaplönturnar.

Lesa meira []

Stjörnugrófarpistill

Stjörnugrófarpistill

Mynd vika 23

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon 23.ágúst

Reykjavíkurmaraþon 23.ágúst

Sigfús Svanbergsson er formaður maraþonnefndar Áss styrktarfélags. Hann hefur æft stíft undanfarna mánuði og ætlar að hlaupa 10 km 23.ágúst til styrktar félaginu.

 

Fúsi

Vegalengd 10km

 

Ég vil styrkja mitt félag, sem hefur veitt mér gott heimili og öryggi

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoninu upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

 

Lesa meira []

Íslandskort unnin í Lækjarási

Íslandskort unnin í Lækjarási

Fjallað var um auðlindir Íslands og hvernig við breytum þeim í verðmæti og útflutningsvörur. Þær auðlindir sem teknar voru fyrir voru bókmenntir, fiskur- og fiskafurðir, vatnið, ullin og tónlist. Smá sýnishorn hér að neðan.

Íslandskort

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslandskort 3

 

 

 

Lesa meira []

Lokanir í sumar

Lokanir í sumar

Skrifstofa félagsins er lokuð frá 14.júlí til 1.ágúst

Lyngás lokar frá 7.-11.júlí

Bjarkarás lokar frá 7. júlí til 1.ágúst

Lækjarás lokar frá 14.júlí til 1.ágúst

Ás vinnustofa lokar ekki

Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Fréttir úr Grófinni

 

Vika 27 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Fréttir úr Grófinni

Mynd vika 26

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Stuðboltar í sundi

Stuðboltar í sundi

Stuðboltar í sundi mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið skjalið í prentvænu formi


Lesa meira []

Pistill frá Grófinni

Pistill frá Grófinni

Vika 25 mynd Grófin 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Útivinnuhópur

Útivinnuhópur

Útivinnuhópur mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina má sjá fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir frá Grófinni

Fréttir frá Grófinni

Vika 22 Grófin mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sérðu fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir - Grófin

Fréttir - Grófin

Grófin vika 21 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Fréttir úr Grófinni

Grófin vika 20 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Val um vinnu og virkni veturinn 2014 – 2015

Val um vinnu og virkni veturinn 2014 – 2015

Nú er komið að vali fyrir vinnu og virkni fyrir næsta vetur.  Að þessu sinni velur fólk sér hvað það vill gera frá hausti 2014 og fram að sumri 2015.

Valið fer nú fram rafrænt á heimasíðu félagsins í þriðja sinn. Einhver breyting hefur átt sér stað á því sem er í boði. Sum  tilboð verða í fríi þennan vetur og önnur ný koma inn. Áfram verður hægt að velja allt að fimm vinnu og virknitilboð.

Munið að skoða vel hvort tímasetningar tilboða passi við vinnutíma og aðra dagskrá þess sem sækir um. Hægt verður að velja til 20 . júní. Leiðbeinendur í vinnu og virkni eru fúsir til að aðstoða við valið ef óskað er.

Hver og einn er hvattur til að kynna sér efnið á heimasíðu Áss styrktarfélags undir vinna og virkni. Þar eru í vinstra horni tenglar á Launaða vinnu, virknihópa og staðbundið val/heimastöð.

Hafið endilega samband við vinnustað viðkomandi ef eitthvað þarfnast nánari skýringa.

Smiðjan  kertin  

Lesa meira []

Fréttir frá Grófinni

Fréttir frá Grófinni

vika 18 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Félagsfundur Áss styrktarfélags

Félagsfundur Áss styrktarfélags

Staður: Bjarkarás Stjörnugróf  9

  

Fundartími: Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 20.00 – 22.00

  

Dagskrá fundarins: 

 1. Kynningar og sýnileiki félagsins
 2. Fjáröflunarmál
 3. Félagaöflun
 4. Önnur mál

Á fundi stjórnar félagsins þann 18. mars var ákveðið að boða til sérstaks félagsfundar í byrjun maí til að ræða þau mál sem liggja fyrir fundinum.  Uppseting fundarins verður með þeim hætti að eftir stutta innleiðingu verður unnið í 3 hópum með hugflæði og miðlunaraðferð.  

 

Með von um að þið sjáið ykkur fært að mæta og taka þátt í að finna nýjar leiðir til vaxtar fyrir félagið í þessum mikilvægu málefnum sem hér um ræðir. 

 

 F.h. formanns.Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri. 

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags 27. mars

Aðalfundur Áss styrktarfélags 27. mars

Félagið þakkar þeim sem mættu á aðalfundinn fyrir góða samveru. Hér má sjá myndir frá fundinum.

E og G aðalf 2014

Formaður þakkar Elsu Sigríði fyrir stjórnarstörf til margra ára

G og B aðalf 2014

Guðrún formaður og Bryndís fundarstjóri

Salur aðalf 2014

Fundarmenn

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags 27. mars

Aðalfundur Áss styrktarfélags 27. mars

Félagið þakkar þeim sem mættu á aðalfundinn fyrir góða samveru. Hér má sjá myndir frá fundinum.

E og G aðalf 2014

Formaður þakkar Elsu Sigríði fyrir stjórnarstörf til margra ára

G og B aðalf 2014

Guðrún formaður og Bryndís fundarstjóri

Salur aðalf 2014

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi,  fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00.

 

Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffiveitingar

 

Að loknum aðalfundi verður kynning á  nýjum verkefnum félagsins. Félagar og annað áhugafólk fjölmennið.

 

Stjórnin.   

Lesa meira []

Alþjóðardagur Downs heilkennis

Alþjóðardagur Downs heilkennis

Í dag 21. mars er alþjóðardagur Downs heilkennis. Markmið með deginum er að auka vitund og minnka aðgreiningu.  Dagsetningin vísar til þess að Downs heilkenni orsakast af aukalitningi 21.

Alþjd DH Björk 2014

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurlandi

Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur  á Suðurlandi.  Að þessu sinni höfum við aðstöðu í Bergheimum, orlofshúsi líknarfélagsins Bergmáls sem er á landi Sólheima í Grímsnesi. Innandyra er aðstaðan frábær.  Stór sameiginleg stofa og borðstofa býður upp á óendalega möguleika til skemmtunar og afþreyingar. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sér wc og sturta. 

 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda. Lögð er áhersla á að virkja  frumkvæði  þátttakenda mæta óskum þeirra og áhuga. 

 

Staðsetningin býður upp á óteljandi möguleika til lengri og styttri  dagsferða. Nánasta umhverfi  er tilvalið til útiveru og heimsókna á skemmtilega staði.

 

Boðið verður upp á  vikudvalir. 

1. vika                 Orlofsvika full af skemmtun og tilbreytingu.

7.-14. júlí          Bíltúrar, sundferð, kaffihús, lautarferð,  bíókvöld,                                   Óvissuferð!!!  

2. vika                 Orlofsvika full af skemmtun og tilbreytingu.

22.-29.júlí           Bíltúrar, sundferð, kaffihús, dekur,bíókvöld,                            Óvissuferð!!  

 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl og verður umsóknum svarað í byrjun apríl. 

Þátttökugjald er kr. 115.000 pr. vika. Innifalið:  ferðir, gisting og fæði. 

 

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á hér >> 

 

Nánari upplýsingar veitir Þóra Tómasdóttir í síma 699-1138 netfang thoratomasd@gmail.com    

 

Lesa meira []

Skóflustunga á Klukkuvöllum

Skóflustunga á Klukkuvöllum

Mynd skófla Haf feb 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skólfustunga að íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun á Klukkuvöllum 23-27 var tekin þann 3. feb. Þar koma til með að búa sex einstaklingar, hver í sinni íbúð. Ás styrktarfélag sér um byggingu og rekstur íbúðanna samkvæmt samningi við Hafnafjarðarbæ. Kjarninn að Klukkuvöllum er einn þriggja sem áætlað er að byggja á næstu árum í samstarfi við Hafnafjarðarbæ. Ritað var undir viljayfirlýsingu milli aðila í maí 2013 þessa efnis. Við fögnum þessum áfanga og góðri samvinnu við Hafnafjarðarbæ. 

Lesa meira []

Starfið í Stjörnugróf

Starfið í Stjörnugróf

Vika 3 2014 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í rafrænu formi


Lesa meira []

Gjöf til félagsins

Gjöf til félagsins

Í nóvember sl. komu systkini Jóns Úlfars Líndal í heimsókn á Bjarkarás og gáfu söfnin hans til eignar og afnota. Jón Úlfar Líndal lést á jóladag, 25.des. 2012. Hann var mikill áhugamaður um tónlist og ástríðusafnari á því sviði. Tónlistarsmekkur hans var víður og kenndi þar ýmissa grasa. Jón safnaði ekki eingöngu geisladiskum heldur safnaði hann einnig mynddiskum af ýmsum toga.

 

Jón Úlfar átti marga vini og kunningja hjá félaginu sem minnast hans með hlýju og þakka kærlega fyrir gjöfina sem nýtist mörgum vel.

Jón Líndal des 2013

Lesa meira []

Aðventusamvera

Aðventusamvera

 

Ás styrktarfélag býður í kaffispjall og piparkökur á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c fimmtudaginn 12. desember milli kl. 14.00 og 17.00

 

Allir velkomir.

Mynd aðventa 2013

Lesa meira []

Stjörnugróf - pistill

Stjörnugróf - pistill

vika 49 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

Vika 46 pistill mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sérðu pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

Októberfréttir Læ 2013 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið skjalið í prentvænu formi


Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

vika 42 pistill 181013 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

pistill 141013 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Vinna og virkni

Vinna og virkni

Eins og áður hefur komið fram hefur vinna, hæfing og dagþjónusta hjá Ási styrktarfélagi gengið í gegnum mikla endurskipulagningu á síðustu misserum og kallast nú Vinna og virkni í daglegu tali. Fólk getur nú valið um 17 virknitilboð og tvennskonar vinnu og má lesa nánar um það hér á heimasíðunni.  

 

Umsóknir um vinnu og virkni fór í fyrsta sinn fram rafrænt í gegnum heimasíðu félagsins nú í vor og sumar.  Flestir völdu heima hjá sér og nutu til þess aðstoðar ættingja eða starfsmanna, aðrir óskuðu eftir aðstoð á vinnustað við valið. Gefinn var kostur á að velja allt að fimm atriði og fengu allir einhverju úthlutað, svo fremi sem  það fari fram á vinnutíma þeirra. Gaman er að geta þess að 95 manns sendu inn umsóknir fyrir haustúthlutunina.

 Mánudaginn 16. september hófst vinna og virkni félagsins samkvæmt vali haustsins.  Nokkrir hnökrar hafa komið fram eins og við mátti búast en allir gera sitt besta til að slétta úr þeim. Almenn ánægja virðist ríkja meðal þeirra sem nýta sér tilbreytinguna sem felst í valinu.

Lesa meira []

Samningur milli Áss og LSH um þjónustu við fatlaða

Samningur milli Áss og LSH um þjónustu við fatlaða

Tímamót í lífi tíu fatlaðra einstaklinga á Landspítala

Þann 1. nóvember næstkomandi tekur gildi tímamótasamningur milli Landspítala og Áss styrktarfélags þegar styrktarfélagið tekur að sér að annast heildstæða þjónustu við 10 fatlaða einstaklinga sem flestir hafa búið alla sína ævi á vistunardeildum Landspítala í Kópavogi. Fólkið sem á í hlut eru síðustu einstaklingarnir af vistmönnum gamla Kópavogshælisins sem með samningnum hljóta gjörbreytta og betri stöðu og réttindi til jafns við aðra borgara.

  

Skilgreint markmið samningsins felur í sér að einstaklingum sem nú eru innritaðir á vistunardeildum 18 og 20 við Landspítala í Kópavogi verði tryggt jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og sköpuð skilyrði til að lifa eðlilegu lífi samkvæmt ákvæðum laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.“

  

Fólkið mun búa áfram í sama húsnæði og hingað til en réttur þessara einstaklinga til þjónustu og réttindi þeirra í almannatryggingakerfinu gjörbreytast við það að vera ekki lengur innritaðir á sjúkrahús. Sú breyting sem verður á högum þessa fólks er mikilvægur áfangi í því að uppfylla ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 

Ás styrktarfelag var stofnað árið 1958. Félagið hefur langa og samfellda sögu af þjónustu við fólk með þroskahömlun á öllum æviskeiðum.  Í dag rekur félagið umfangsmikla dagþjónustu í Reykjavík ásamt búsetutilboðum  í Kópavogi og Reykjavík.    

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Ás styrktarfélag vill þakka öllum þeim sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni þann 24. ágúst sl.

 

Einnig þeim sem sem hvöttu þátttakendur og studdu þá til dáða með áheitum.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Ás styrktarfélag vill þakka öllum þeim sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni þann 24. ágúst sl. Einnig þeim sem sem hvöttu þátttakendur og studdu þá til dáða með áheitum.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Félagið vill minna á Reykjavíkurmaraþonið laugardaginn 24. ágúst og hvetur fólk til að taka þátt eða styrkja þá sem hlaupa til góðra málefna.

 

 

Allar upplýsingar má finna á marathon.is/reykjavíkurmarathon og hlaupastyrkur.is

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Félagið vill benda á Reykjavíkurmaraþonið sem verður laugardaginn 24. ágúst og hvetur fólk til að taka þátt eða styrkja þá sem hlaupa til góðra málefna.

Upplýsingar um dagskrá, tímasetningar og annað má finna á www.maraton.is/reykjavikurmaraton.

 

Dagstofnanir félagsins eru nú opnar að nýju eftir sumarleyfi. Flestir eru mættir hvíldir og hressir eftir gott frí.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Sumarlokanir

Skrifstofa félagsins lokar vegna sumarleyfa frá 15. júlí og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Skálatúnsheimilið tekur við og sendir minningarkort í nafni félagsins þennan tíma í síma 530-6600.

 

Lækjarás og Bjarkarás opna mánudaginn 22. júlí og Ás vinnustofa opnar þriðjudaginn 6. ágúst.

 

Ef nauðsynlega þarf að ná sambandi er bent á að senda tölvupóst á netfangið tora@styrktarfelag.is

 

Við óskum ykkur góðs sumars.

 

Söngstund 3 mynd

 

 

Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Verslunarferð 0713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spilið Kubbur verslað fyrir sumarið


Lesa meira []

Lyngás

Lyngás

Sorpuferð 2 - Lyngás mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nóg að gera, sorpuferð með flöskur og dósir


Lesa meira []

Lækjarás

Lækjarás

Jarðaber 0703

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún og Sverrir planta Jarðaberjum


Lesa meira []

Fréttir frá Bjarkarási

Fréttir frá Bjarkarási

Pistill 180613 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttavbréf Lækjarás 0613 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prenvænu formi


Lesa meira []

Sumarmarkaður

Sumarmarkaður

Sumarmarkaður Ás 0513 Mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á auglýsinguna sérðu skjalið í prentvænu formi


Lesa meira []

List í Lækjarási

List í Lækjarási

Afhjúpun Læ 0413 mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opið hús var í Lækjarási 24.apríl í tengslum við List án landamæra. Þar afhjúpaði listaklúbbur Lækjaráss verk sem kallast „Vefur margbreytileikans“ Það eru 3 köngulær úr mósaik sem standa á trjábolum og vefa vef. Verkið var unnið af öllum í Lækjarási undir stjórn listaklúbbsins. 

 

Lesa meira []

Sumarkveðja

Sumarkveðja

Sumarkveðja 0413

 

 

 

 


Félagiðþakkar fyrir veturinn og óskar öllum Gleðilegs sumars

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

List án landamæra

List án landamæra

Tíunda hátíð Listar án landamæra verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur 18.apríl næstkomandi. Hátíðin er fjölbreytt að vanda. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði,  Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Það er sannarlega veisla í vændum!!! 

Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, þar á meðal er fyrrum sláturhús, strætóskýli, torg í borg sem og hefðbundnir sýningarstaðir og salir. Viðburðir eru um 70 talsins og þátttakendur eru um 800. Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markaðir, geðveik kaffihús, ljóðalestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi þrautabrautir og óvæntir pop-up viðburðir. 

 

Listamaður hátíðarinnar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson. Atli Viðar er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri.

 

Dagskrána og frekari upplýsingar má nálgast á vefnum www.listin.is  og á www.listanlandamaera.blog.is sem og á síðu hátíðarinnar á facebook (http://www.facebook.com/listanlandamaera?ref=ts&fref=ts) og á heimasíðum ÖBÍ, Þroskahjálpar, BÍL, Átaks, Fjölmenntar og Hins hússins.

 Netfang hátíðarinnar er listanlandamaera@gmail.com og símanúmer hátíðarinnar er 691-8756.        

Lesa meira []

Fræðslufundur, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

Fræðslufundur, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur í samvinnu við CP félagið, boðar til kynningarfundar mánudaginn 15. apríl kl. 17.00 – 18:30 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Efni fundarins er:

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem tekur gildi 4. maí 2013 

 

Markmið með nýju greiðsluþátttökukerfi:

 • Auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum.
 •  Draga úr útgjöldum þeirra sem hafa mikil lyfjaútgjöld.
 •  §  Í dag er ekkert hámark á lyfjakostnaði einstaklinga. 

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

 

Guðrún Björg Elíasdóttir og Margrét Rósa Kristjánsdóttir lyfjafræðingar hjá Lyfjadeild Sjúkratrygginga koma og kynna greiðsluþáttökukerfið og svara fyrirspurnum. 

 

 

Allir velkomnir -   aðgangur ókeypis  

Skráning á asta@throskahjalp.is   

 

 

Að FFA standa: Landssamtökin Þroskahjálp, Ás styrktarfélag, Sjálfsbjörg landssamband og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. 

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Félagið heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi,  miðvikudaginn 20. mars kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffiveitingar

Að loknum aðalfundi mun Halldór Gunnarsson, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu flytja erindið „Réttindagæslan og ráðstafanir til að daga úr nauðung við fatlað fólk“.

Félagar og annað áhugafólk fjölmennið.

Stjórnin. 

aðalfundur 200313 mynd 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Útgáfa ljóðabókar

Útgáfa ljóðabókar

Auðunn ljóðabók 0313

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðunn Gestsson varð 75 ára þann 27. febrúar síðastliðinn. Í tilefni dagsins gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, Ljóðin mín.

Lesa meira []

Fagdagur þroskaþjálfa

Fagdagur þroskaþjálfa

fagd þroskaþj 260213

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynning á lögum um nauðung og þvingum og aðgerðum til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlaða

Lesa meira []

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa

Gunnar Kvaran, Pétur Sveinsson, Baldur Árnason og Haraldur Finnsson frá Kiwanisklúbbnum Jörfa, komu færandi hendi og gáfu okkur í Lækjarási Ipad spjaldtölvu. Þeir fræddust í leiðinni um starfsemi Áss styrktarfélags og skoðuðu Lækjarás.

 Kiwanis mynd Lækjarás 0213

 

Á myndinni eru Pétur Sveinsson, Gunnar Kvaran, Guðbjörg forstöðumaður og Ragnar Már sem tók við tölvunni fyrir hönd notenda.

Lesa meira []

Fréttir frá Lyngási

Fréttir frá Lyngási

Lyngás 0213

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sérðu skjalið í prentvænu formi


 

Lesa meira []

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúskvöld Blúsfélags Reykvíkur verður mánudaginn 4. feb. á Kaffi Rosenbergs. Samfélagslega ábyrgt kvöld, við söfnum fyrir hljóðfærum handa einhverfum. Ás styrktarfélag sér m.a. um þjónustu fyrir einhverfa. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við einhverfu og viljum leggja málefninu lið.

 

Blússveit Jonna Ólafs,Samsara, Skúli Mennski og co, Halldór Bragason,Björgvin Ploder, Gaukur og Siggi Sig með munnhörpudúett, Dirty Deal Blues band, Brimlar,Lame Dudes og fl.

  Mætum öll !

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags 2012

Happdrætti Áss styrktarfélags 2012

Vinningsnúmer

Dregið hefur verið í happdrætti Áss styrktarfélags. 1. vinningur - Chevrolet Cruze LTZ 5 dyra kr. 3.695.000.

 • Miði nr. 5096
2. - 8. vinningar - Heimilistækjavinningar frá Bræðrunum Ormson, kr. 200.000,- hver:. Miðar nr:
 • 1451
 • 7415
 • 9290
 • 9914
 • 12614
 • 15911
 • 19757

Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar veittan stuðning

 

Lesa meira []

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings ?

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings ?

Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um sjálfboðið starf er að ræða en tilfallandi kostnaður er greiddur. 

                                              

Námskeið fyrir áhugasama

 

Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði fyrir 8. janúar nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu. Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is. 

Lesa meira []

Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember

Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember

 Mánudaginn 3. des. nk. á alþjóðadegi fatlaðra, bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni dagsins.

 

Við athöfnina mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenda Múrbrjóta Landsamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.

 

Þá mun Þórhildur Garðarsdóttir ásamt fulltrúum úr Ísbrjótunum kynna endurhönnun dagþjónustu við fatlað fólk hjá Ási styrktarfélagi. Markmið breytinganna er aukið val og ný nálgun í vinnu og verkefnum.

 

Athöfnin fer fram á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 15.30 (hálf fjögur). Það er von okkar að þú sjáir þér fært að njóta stundarinnar með okkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Í dag, 22. nóvember,  var skrifað undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um rekstur dagþjónustu og sértæk búsetuúrræði á vegum Áss styrktarfélags. Ellý Þorsteinsdóttir skrifaði undir fyrir hönd Velferðarsviðs og Guðrún Þórðardóttir fyrir hönd félagsins.

Undirskrift v RVK 22 nóv 2012 mynd

 

Lesa meira []

Starfsdagur dagþjónustu- og vinnustaða

Starfsdagur dagþjónustu- og vinnustaða

Föstudaginn 9. nóvember var haldinn sameiginlegur starfsdagur leiðbeinenda Áss vinnustofu, Lækjaráss, Lyngáss og Bjarkaráss. Efni dagsins var fyrirliggjandi breytingar í dagþjónustu  þar sem miðað er við að öll dagþjónusta sé vinna og hafi gildi sem slík. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, má þar nefna hópastarf, kynningu, dans, listsköpun og leiki af ýmsum toga. Var gaman að sjá hve allir unnu vel saman óháð vinnustað.

Starfsdagur dagþj 091112          

Lesa meira []

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

 

                              Verndum börnin okkar

Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er staðreynd sem ekki á síður við um fötluð börn en ófötluð.

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur (FFA) í samvinnu við C.P félagið og Umsjónarfélag einhverfra, boða til fræðslufundar miðvikudaginn 31. október kl.20.00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.

 

Á fundinum munu Sólveig Hólm frá samtökunum Blátt áfram og Gerður A. Árnadóttir heilsugæslulæknir og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fjalla um þetta efni.

                        

                           Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis 

                           Skráning á asta@throskahjalp.is 

 

Lesa meira []

Leikhúsferð

Leikhúsferð

Starfsmannafélagið Stáss ætlar í leikhús að sjá Sögu þjóðar í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.00. Við eigum frátekna miða á besta stað. Félagsmenn greiða aðeins 1.500 kr. fyrir miðann, aðrir fá miðann á 4.000 kr.

 

Skráningu lýkur 9. nóvember. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins 12. og 13. nóvember kl. 14.00-15.00.

 

Stjórnin

Lesa meira []

Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp Í vikunni var haldið upprifjunarnámskeið í skyndihjálp. Nauðsynlegt er að endurnýja skirteini á tveggja ára fresti og því er boðið reglulega upp á grunnnámskeið og upprifjunarnámskeið á vegum félagsins. Þátttakendur voru að þessu sinni 17 og leiðbeinandi var Laufey Gissurardóttir.

Lesa meira []

Eplatré gróðursett

Eplatré gróðursett

gróðursetja eplatré 0809

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvatafélagið á-vöxtur færði Bjarkarási 2 eplatré. Félagið var stofnað með það í huga að örva áhuga almennings á ræktun ávaxta og annarra óhefðbundinna matjurta. Gefin voru 100 pör ávaxtatrjáa til opinberra staða. Við færum félaginu kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

 

Lesa meira []

Áhugavert námskeið

Áhugavert námskeið

námskeið-mynd Lífsleikni og kynfræðsla fyrir börn og unglinga með sérþarfir

Á námskeiðinu verður fjallað um kynverund og kynfræðslu fatlaðs fólks í sögulegu ljósiog kynnt verður hvernig við getum skipulagt þessa fræðslu og hvaða aðferðir og námsefni er gott að nota.
Sjá nánar>>

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Hildur í Reykjavíkurmaraþoni 0912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hildur Hauksdóttir tókk þátt í maraþoninu til styrktar Áss styrktarfélags


Lesa meira []

Sumarmarkaður í Stjörnugróf

Sumarmarkaður í Stjörnugróf

Fimmtudaginn 23. ágúst s.l. var haldinn sumarmarkaður við Bjarkarás. Selt var dýrindis grænmeti úr gróðurhúsi Bjarkaráss og Ás vinnustofa var með sína heimsfrægu klúta og handklæði til sölu.

Í sölutjaldi spilaði hljómsveitin Illgresi og skapaði frábæra sveita- og markaðsstemningu. Í Lækjarási voru seldar vöfflur með kaffinu. 

Markaðurinn tókst í alla staði vel, þrátt fyrir úrhellis rigningu í lokin. 

Lesa meira []

Fréttabréf

Fréttabréf

Fréttabréf 0812 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Ás styrktarfélag þakkar öllum þeim sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar félaginu.

Einnig bestu þakkir til allra þeirra sem hvöttu hlauparana og styrktu með áheitum.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið verður hlaupið núna á laugardaginn, 18. ágúst. Við viljum vekja athygli á starfssemi Áss styrktarfélags og hvetja fólk til að heita á það frábæra fólk sem ætlar að hlaupa í nafni félagsins.

 

htt://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6302690759

Reykjavíkurmaraþon 0812

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Lyngás - Sumarstuð

Lyngás - Sumarstuð

Fréttabréf Lyngás 0612 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Afmælisbörn

Afmælisbörn

2. júlí afmæli

2. júlí vildi svo skemmtilega til að það áttu 3 starfsmenn afmæli..

Hafdís Ósk varð tvítug, Hafdís varð rúmlega þrítug og Viktoriya varð fertug..

skemmtileg tilviljun þetta :)

Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

Gróðurhúsið Bjarkarási

Minnum á gróðurhúsið við Bjarkarás Stjörnugöf. Mikið af brakandi fersku lífrænu grænmeti komið t.d. gúrkur, tómatar og paprikkur. Einnig er eitthvað til af sumarblómum.

Allir velkomnir, opið virka daga 9.00-16.00.

Lesa meira []

Nettenging

Nettenging

Nettenging á skrifstofu félagsins hefur legið niðri frá því í gærmorgun, 18. júní.  Unnið er að viðgerð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem geta skapast vegna þessa.

 

Lesa meira []

Innkaupferð í IKEA

Innkaupferð í IKEA

Innkaup skilrúm          Innkaup Ikea       Innkaupaferð Ikea

Þeim á D-stofu vantaði skilrúm svo það var ekkert annað að gera en að drífa sig í Ikea og versla það.  Bjössi, Halli Bjössi og Lára Lilja sáu um innkaupin.

Lesa meira []

Styrkur frá Pokasjóði

Styrkur frá Pokasjóði

Ás styrktarfélag fékk úthlutað styrk frá Pokasjóði þann 5. júní sl. Styrkurinn verður nýttur fyrir verkefni á vegum Áss en félagið hefur um árabil skipulaggt sumardvöl fyrir fólk sem hefur þörf fyrir mikla umönnun og aðstoð og getur ekki nýtt sér önnur sumarleyfistilboð. Sérstaða sumartilboðsins felst m.a. í fjölda starfsmanna og góðum aðbúnaði hvað varðar húsnæði og sérútbúna bíla.

Félagið þakkar Pokasjóði fyrir veittan styrk fyrir þetta mikilvæga verkefni.

Lesa meira []

Heimsókn til Brussel á vegum EU í apríl

Heimsókn til Brussel á vegum EU í apríl

Brussel 0512 mynd 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brussel 0512 mynd 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynnt var stefna EU í málefnum fatlaðra sem er m.a. að hvetja til samfélagslegrar þátttöku í hverju samfélagi fyrir sig, jafnt innan lands sem utan. Þátttakendur voru um 44 frá 10 löndum en Ísland var eina landið sem sendi fólk með fötlun sem fulltrúa sína. 

Lesa meira []

Endurvinnsla, vinnu- og virknitilboð

Endurvinnsla, vinnu- og virknitilboð

Endurvinnsla 0512 Mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmenn sem völdu að kynna sér og vinna við endurvinnslu.

 

Með því að smella á myndina má sjá fleiri myndir.

 

Lesa meira []

Dagur fyrir mig - raunverulegt val

Dagur fyrir mig - raunverulegt val

umræðuhópður mynd nr 2 0512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurhönnun vinnu- og dagþjónustu á vegum félagsins  Hér eru starfsmenn sem völdu umræðuhóp.

 

Til að lesa meira þarf að smella á myndina.

Lesa meira []

Á aðalfundi

Á aðalfundi

Úlfar aðalfundur mars 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfar Bjarki í pontu á aðalfundi félagsins

Lesa meira []

Bjarkarás í apríl

Bjarkarás í apríl

Bjarkaráspistill vikan 16-27 apríl 2012 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

List án landamæra

List án landamæra

List án landamæra 2012 Lækjarás

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verk frá Lækjarási. 

Með því að smella á myndina sjáið þið skjali í prentvænu formi.


 

 

Lesa meira []

Basar í Mjódd

Basar í Mjódd

Laugardaginn 31. mars verða starfsmenn Lækjaráss með bás í Mjóddinni frá kl. 12.00. Basarinn er til styrktar námsferð starfsmanna til Noregs vorið 2012. Þar verður ýmislegt til sölu m.a.:

 • Tertur
 • Lakkrís
 • Axlahlýjur
 • Flöskupokar
 • Kragar

Gerið góð kaup og styrkið Lækjaráss í leiðinni.

Lækjarás er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og er rekin af Ási styrktarfélagi.

 

 

Lesa meira []

Vormarkaður

Vormarkaður

Vormarkaður Ás vinnustofa mars 2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á skjalið sjáið þið það í prentvænu formi


Lesa meira []

Sumardvöl 2012

Sumardvöl 2012

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Aðbúnaður á báðum stöðum er góður og eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir. Boðið er upp á vikudvalir. Á Selfossi vikurnar 13.-20. júlí og 27. júlí-3. ágúst en þriðja vikan er í Garðinum 31. júlí -7. ágúst.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni undir Verkefni.         

Sumardvöl augl 2012 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá sumardvöl 2011

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi þriðjudaginn 20. mars kl. 20.00.

 

Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á endurskipulagi á dagþjónustu félagsins.  Kaffiveitingar.

 

Félagar og annað áhugafólk, fjölmennið.

 

Stjórnin.

 

Aðalfundur 2012 mynd 2

Formannaskipti á aðalfundi félagsins 2011

Lesa meira []

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Að túlka óskir annarra“

  Ráðstefna haldin á vegum FFA

Grand hótel Reykjavík

miðvikudaginn 14. mars 

 

12.50-13.00    Setning

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar 

13.00 -13.30   Sjálfræði og þroski, um mikilvægi tjáningar

Ástríður Stefánsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ 

13.30-14.10    Einstaklingsbundin aðstoð við sjálfsákvörðun fyrir fólk með þroskahömlun – aðferðarfræði JAG miðstöðvarinnar í Svíþjóð

 Cecilia Blanck forsvarmaður JAG miðstöðvarinnar um NPA í Svíþjóð  

14.10-14.40   Táknmálstúlkun hjálp eða sjálfræði?

Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar   

14.40-15.00  Kaffi 

15.00-15.30    Að tjá  óskir sínar  með stuðningi

Gísli Björnsson háskólanemi / Auður Finnbogadóttir aðstoðarmaður 

15.30 -16.00   Réttindagæsla fyrir fatlað fólk – persónulegir talsmenn

Rún Knútsdóttir lögfræðingur á réttindasviði velferðaráðuneytisins 

16.00-16.30   Skyldur þeirra sem falið er að  vernda  gerhæfi fatlaðs fólk                        

Helga Baldvins- Bjargardóttir réttindagæslumaður í Reykjavík 

 

SKRÁNING ÞÁTTTÖKU Á asta@throskahjalp.is eða í

síma 588-9390

EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD

 

Að FFA standa Ás styrktarfélag, Landsamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landsamband, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Lesa meira []

Skóflustunga

Skóflustunga Föstudaginn 17. febrúar var tekin skóflustunga á lóð félagsins að Lautarvegi 18 en þar verða byggðar íbúðir fyrir fólk með fötlun. Skóflustungan var tekin í sól og blíðu af Haraldi Viggó Ólafssyni tilvonandi íbúa og Björk Vilhelmsdóttur formanni Velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Gestum var síðan boðið í kaffi og kleinur í Bjarkarási.

Forsíðumynd 1858 skíflust 2012 

 Með því að smella á meira má sjá fleirri myndir

 

Lesa meira []

Kveðja frá Arion banka

Kveðja frá Arion banka

Kaka Ás vinnustofa 130212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arion banki færði starfsmönnum Ás vinnustofu og starfsmönnum Bjarkaráss veglega tertu með þakklæti fyrir vel unnin störf, báðir staðirnir hafa unnið verkefni fyrir bankann.  Tertan var vel þegin og þakka starfsmenn kærlega  fyrir sig.

Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 5 mynd 031212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á skjalið sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags 2011

Happdrætti Áss styrktarfélags 2011 Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags  2011  

1.   Ford Focus Trend 5 dyra  að andvirði kr. 3.695.000 kom á miða númer 4017

 

 

      2.-8.vinningur: Heimilistæki frá Bræðrunum Ormsson að andvirði 200.000 hver vinningur

      

 549 2527   4319   11114  11144  11422    16075      

 

 

Félagið óskar landsmönnum gleðilegs árs og þakkar veittan stuðning.

Lesa meira []

Styrkur frá Sniglum

Styrkur frá Sniglum Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar ákváðu þessi jól að skipta ágóða vegna sölu á jólaballi sínu milli okkar og Hollvina Grensásdeildar. Stefán Konráðsson Snigill nr. 1981 tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins. Gjöfin kemur í góðar þarfir og þökkum við Sniglum kærlega fyrir hugulsemina í okkar garð. Styrkur frá Sniglum mynd 4

Lesa meira []

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember 2011

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember 2011

Í tilefni Alþjóðdags fatlaðra verður líf og fjör á glæsilegri fjölskylduskemmtun í boði Áss styrktarfélags, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  

 

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR

 

Endilega kynnið ykkur nánari dagskrá með því að ýta á meira   

Lesa meira []

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngás nóv 2011 Mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjíð þið blaðið í prentvænu formi


Lesa meira []

Aðalfundur Stáss

Aðalfundur Stáss

Aðalfundur Stáss, starfsmannfélag Áss styrktarfélags verður haldinn í Lækjarási þann 19. október kl 20.

Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf.

Heitt á könnunni og veitingar.

Stjórn Stáss

Lesa meira []

Keilumót STÁSS

Keilumót STÁSS Starfsmannafélagið hélt Keilumót fimmtudaginn 6. október 2011 í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð. Vinnustaðir kepptu sín á milli og voru fimm lið mætt til leiks. Að þessu sinni fengu starfsmenn í Frekari liðveislu bikarinn til varðveislu í eitt ár. Þátttakendur skemmtu sér vel og nú er bara að hvetja starfsmenn til að æfa í vetur og stefna á bikarinn að ári !

Lesa meira []

Klútamarkaður Ás vinnustofu 7. október

Klútamarkaður Ás vinnustofu 7. október

Klútamarkaður 0911 Mynd

Klútamarkaður verður haldinn í Ási vinnustofu föstudaginn 7. október. Það verður opið frá 10.00 – 15.00 og eru allir velkomnir.

Þessi dagur er hinn árlegi bleiki dagur og við hvetjum alla starfsmenn til að mæta í bleiku og sýna samstöðu með Krabbameinsfélaginu.  

 

Starfsmannafélagið Hallgerður ætlar að vera með smá sölu þennan dag, meðal annars á heilsubrauði, hummus, lakkrís, hafrakökum, töskum, svuntum og kúrekasmekkjum.

Ekki má gleyma gulrótunum en þeir sem hafa áhuga á að versla 1,8 kg af gulrótum á 1000 kr. geta sent póst fyrir miðvikudaginn 5. okt.og fengið afhent 6. eða 7. Hvað er betra en nýuppteknar gulrætur! J  

 

Hægt að panta allt annað sem er til sölu og sækja þennan dag.  

 

Kær kveðja og sjáumst hress og kát á klútamarkaði og bleikum degi í Ási vinnustofu! 

 

Lesa meira []

Afmælishátíð, Bjarkarás 40 ára og Lækjarás 30 ára

Afmælishátíð, Bjarkarás 40 ára og Lækjarás 30 ára
Afmæli Stjörnugróf 7 og 11 200911
Smellið á myndina 

Afmælishátíð Lækjaráss og Bjarkaráss var haldin 26.ágúst síðastliðinn. Haldið var uppá að Lækjarás verður 30 ára og Bjarkarás 40 ára seinna á árinu.  Dagurinn heppnaðist einstaklega vel þar  sem veðrið skartaði  sínu fegursta og fjöldi fólks lagði leið sína í Stjörnugrófina. Í Lækjarási var boðið uppá myndlistarsýningu í  matsalnum,  tónleika úti í garði auk þess sem gestir gátu skoðað daglega starfsemi Lækjaráss. Þá var heiti potturinn og garðskálinn til sýnis en hann er nú alveg að verða tilbúinn til notkunar. Úti í garði gat svo að líta mósaiklistaverk sem unnið var í sumar og ber heitið Virðingarhlekkur.    Í Bjarkarási var boðið uppá sumarmarkað þar sem grænmeti var til sölu undir ljúfum harmónikkuleik, tónlistarmenn spiluðu í salnum og til sýnis var myndlist ýmissa listamanna á Bjarkarási. Einnig gafst fólki tækifæri á að kynna sér daglega starfsemi Bjarkaráss.

 Með því að smella á myndirnar má sjá fleiri myndir frá afmælinu

 

Lesa meira []

Þjónustusamningur við Kópavogsbæ

Þjónustusamningur við Kópavogsbæ

mynd undirskr kóp 0911

 

Samningur um þjónustu við fimm fullorðna fatlaða einstaklinga sem búa að Kastalagerði 7 í Kópavogi var í dag undirritaður af hálfu Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags. Markmiðið er að íbúar Kastalagerðis fái þá þjónustu sem mætir hvað best óskum þeirra, aðstæðum og þörfum. 

Samninginn undirrituðu þær Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags. Að því búnu buðu íbúar Kastalagerðis til kaffisamsætis á heimili sínu. 

Kópavogsbær tók sem kunnugt er yfir málefni fatlaðs fólks um áramótin og er samningurinn við Ás styrktarfélag liður í því ferli.

Í samningnum er m.a. kveðið á um að þjónustan við íbúana skuli vera einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. "Skal hún veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þess, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði." 

Samningurinn gildir til ársloka 2014.     

 

Lesa meira []

Afmælishátíð Stjörnugróf 7-9

Afmælishátíð Stjörnugróf 7-9

Mynd afmæli Stjörnugróf 0811

 

Föstudaginn 26. ágúst héldu Lækjarás og Bjarkarás upp á 30 og 40 ára afmæli sín. Fjöldi góðra gesta kom og fagnaði þessum merku tímamótum.

Margt var til gamans gert og má þar nefna lifandi tónlist, myndlist frá ýmsum listamönnum og grænmetismarkað.

  

 

Lesa meira []

Afmælishátið í Stjörnugróf

Afmælishátið í Stjörnugróf

Afmælsimynd 0811

 

Í tilefni af 3o ára afmæli Lækjaráss og 40 ára afmæli Bjarkaráss verður afmælishátíð í Stjörnugróf 7-9 þann 26. ágúst n.k  á milli kl 14.00-17.00.

 

Tónlist, leikir, léttar veitingar og grænmetismarkaður

 

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

hlaupastyrkur mynd 1

Ás styrktarfélag þakkar þeim sem hlupu til styrktar félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir góðan stuðning. Þeim sem sýndu hlaupurunum hvatningu og stuðning með áheitum er einnig þakkað.

 

Áheitin renna til verkefnisins Breyttur lífstíll sem er átaksverkefni unnið í samvinnu við World Class. Á þeim námskeiðum er tekist á við breyttan lífstíl hjá fólki með þroskahömlun.

Lesa meira []

Hattadagur

Hattadagur

Hattadagur allir

Í dag er hattadagur og hér má sjá hluta af hópnum að syngja saman af innlifun :)

 

Lesa meira []

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Áss styrktarfélags er lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 5. ágúst.

Tekið er við minningarkortum fyrir hönd félagsins á Skálatúni í síma 530-6600.

Þeir sem þurfa að hafa samband í lokun er bent á netfang framkvæmdastjóra tora@styrktarfelag.is. 

Lesa meira []

Kjarasamningur við þroskaþjálfa

Kjarasamningur við þroskaþjálfa

Kjarasamningur milli Þroskaþjálfafélags Íslands og Áss styrktarfélags var samþykktur og sögðu 96,3% já af þeim sem tóku þátt í kosningunum.  Samningurinn byggir á kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélagsins.

Á myndunum má sjá formann ÞÍ og framkvæmdastjóra Áss skrifa undir í lok júní.

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 1 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 2 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarlokun Lyngáss

Sumarlokun Lyngáss

Sumarlokun Lyngás 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarið á Lækjarási

Sumarið á Lækjarási

Í sumar höfum við farið vítt og breitt um bæinn og skoðað margt skemmtilegt. Við höfum skipulagt hverja viku á föstudögum. Þá hittumst við öll saman og kíkjum á veðurspá vikunnar og það sem í boði er á Stór Reykjarvíkursvæðinu. Við höfum einnig getað nýtt okkur skjalið Sumar í Borg og facebook síðuna, Flakk og Fjör. Einnig höfum við verið dugleg að vinna í garðinum fyrir utan og er hann orðin mjög blómlegur og fallegur.

Mynd 048 Halli og Karlinn forsíða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halli hitti þennan karl í miðbænum. 

 

Með því að ýta á meira má sjá nokkrar myndir sem sýna brot af því sem við höfum gert í sumar.

Lesa meira []

Heimsókn Vinnuskóla þjóðkirkjunnar í Bjarkarás

Heimsókn Vinnuskóla þjóðkirkjunnar í Bjarkarás

Miðvikudaginn 29. júní kom hópur 8. bekkinga úr vinnuskóla kirkjunnar í Reykjavík í heimsókn í Bjarkarás og fluttu þau ýmis skemmtiatriði, s.s. hljóðfæraleik, leikrit og söng.

 

 Þar sem Reykjavíkurborg bauð ekki upp á vinnuskóla fyrir  þennan aldurshóp fékkst styrkur til verkefnisins hjá finnsku kirkjunni  og ber það yfirskriftina „Tími til að starfa – tími til að gleðja“. Markmiðið með námskeiðunum er að bjóða upp á skemmtilega, fræðandi og gefandi samvinnu þar sem þátttakendur bæði þiggja og gefa af sér.

 

Ungmennin sömdu dagskrána sjálf og var virkilega gaman að heyra og sjá hve hæfileikarík þau eru. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Vinnuskólinn mynd 13         Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á meira

Lesa meira []

Styrkur frá Pokasjóði

Styrkur frá Pokasjóði

Ás stryktarfélag sótti um styrk í Pokasjóð til að styðja við sumardvalir á vegum félagsins. Að þessu sinni bárust um fjórða hundruð umsóknir til sjóðsins en félagið fékk þær ánægjulegu fréttir að ákveðið var að styrkja verkefni þess með 500.000.- kr. framlagi.

 

Styrkurinn var afhentur þann 15. maí í Salnum í Kópavogi og félagið þakkar Pokasjóði kærlega fyrir stuðninginn.

 

Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarás, Pottaplöntur og sumarblóm

Gróðurhúsið Bjarkarás, Pottaplöntur og sumarblóm

Mynd gróðuhús maí 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kryddjurtir/matjurtir eru: Steinselja, Kóriander, Basil, Timian, Salvía, Piparmynta, Sítrónumelissa, Belgbaunir, Mini tómatar og Mini paprika  - Verð 800 kr. 

 

Sumarblóm eru: Lobelia, Petúnía, Refahalar, Puntstrá og sólblóm, verð 800 kr. Hádegisblóm, verð 85 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 19 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngás 0511 Mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn á prentvænu formi


 

 

 

Lesa meira []

Stofnun ársins 2011

Stofnun ársins 2011

Til hamingju ! Ás styrktarfélag var í 4 sæti yfir stofnun ársins í flokki stærri fyrirtækja sem er frábær árangur.

Könnuninni er gerð góð skil í blaði SFR og þar má finna upplýsingar um einkunn allra stofnananna sem tóku þátt. Röðun í fyrstu 5 sætin var:

1.      Sérstakur saksóknari

2.      Ríkisskattstjóri

3.      Landgræðsla ríkisins

4.     Ás styrktarfélag

5.      Fjölbrautarskólinn í Garðabæ

Lesa meira []

Eldvarnir og notkun slökkvutækja

Eldvarnir og notkun slökkvutækja

Ás styrktarfélag hélt fræðslu fyrir starfsfólk um eldvarnir og notkun slökkvutækja dagana 4. og 10. maí. Fræðslan var á vegum Landsamtaka slökkvuliðsmanna og var bæði gagnleg og skemmtileg. Ef ýtt er á meira má sjá fleiri myndir.   Eldvarnir

Lesa meira []

Sumar í borg

Sumar í borg

Þróunarverkefnið, „Sumar í borg“ tókst mjög vel í fyrra og var mikil ánægja með það hjá þátttakendum. Sumarið verður notað til þess að þróa tilboðið enn frekar. Markmiðið er að auka fjölbreytni í sumarleyfistilboðum  og koma þannig betur til móts við mismunandi þarfir. „Sumar í borg“ gefur fólki í búsetuþjónustu hjá félaginu kost á að vera „ferðamenn" á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

 

 

Lesa meira []

Fréttabréf apríl 2011

Fréttabréf apríl 2011

Fréttabréf apríl mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina getið þið skoðað fréttablaðið á

prentvænu formi


Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 15 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smell á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fræðsla á vegum FFA

Fræðsla á vegum FFA

„ég þori, get og vil“ .....

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur býður til morgunverðar- og spjallfundar laugardaginn 9. apríl að Háaleitisbraut 13, 4. hæð,  kl. 10-12, undir yfirskriftinni:

Hvaða ímynd gefum við af sjálfum okkur og börnum okkar? 

Dagskrá:

Kl. 10:00          Morgunverður borinn framKl. 10.10          Fjölskylduglansmyndin Bryndís SnæbjörnsdóttirKl. 10.30          Setjum við fötluðu börnin okkar í bómul?Ásta Friðjónsdóttir

Kl. 10.50          Hefur fatlað fólk framtíðaráform, drauma og þrár?  Ása Björk Gísladóttir

Kl. 11.10          „Be The Change You Want To See In The World“ - Hvað getum við gert?' Embla Ágústsdóttir

Kl. 11.30          Umræður

Aðgangseyrir 500 kr.

Skráning  þátttöku í síma 588-9390 eða asta@throskahjalp.is fyrir föstudaginn 8. apríl.

FFA- er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Áss styrktarfélags, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sjálfsbjargar, landssambandsins

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

 

Aðalfundur Áss styrktarfélags var haldinn á afmælisdegi félagsins miðvikudaginn 23. mars. Fundurinn var bæði líflegur og skemmtilegur enda fjölmennt eða um 70-80 manns. Á árinu hafa 28 gengið í félagið og fleiri bættust við á þessum fundi.

Sitjandi formaður gaf ekki kost á sér og nýr formaður Áss styrktarfélags er Guðrún Þórðardóttir. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var áhugaverð og skemmtileg kynning á starfinu í Lyngási og síðan var sest yfir góðar veitingar, kaffisopa og spjall.

Lesa meira []

FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Farsímar – snjallsímar – iPad
  
stuðningstæki í daglegu lífi. 

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur  (FFA) í samvinnu við TMF Tölvumiðstöð stendur fyrir kynningu mánudaginn 28. mars kl. 20:00 nk. að Háaleitisbraut 13,  4. hæð.

 

 Sigrún Jóhannsdóttir og Hrönn Birgisdóttir  frá TMF kynna  hvernig  venjulegir  farsímar, snjallsímar og iPad  geta verið stuðningstæki í daglegu lífi.  Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal. Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur, tjáskiptatöflur o.fl. 

 

Kynningin er ókeypis og öllum opin 

 

FFA  Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur TMF  

Tölvumiðstöð

 

          Tækni – Miðlun - Færni                         

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 23. mars kl.20.00.

 • Venjuleg aðalfundastörf - lagabreyting
 • Lyngás 2011 - kynning
 • Kaffiveitingar

Félagar og annað áhugafólk fjölmennið

                     Stjórnin

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurnesjum og Selfossi

Sumarsæla á Suðurnesjum og Selfossi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Á Selfossi höfum við fengið inni í Lambhaga, orlofshúsi Þroskahjálpar á Suðurlandi en á Suðurnesjum höfum við aðstöðu í húsnæði skammtímavistarinnar Heiðarholti í Garði. Aðbúnaður á báðum stöðum er mjög góður og staðirnir bjóða upp á óendanlega möguleika varðandi afþreyingu og skemmtun.

 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð er áhersla á að virkja frumkvæði þátttakenda. Eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir á fallega og skemmtilega staði.

 

Nánari upplýsingar og skráning er hér.


Lesa meira []

Þorrablót í Lækjarási

Þorrablót í Lækjarási

Þorrablót myndÞann 10. febrúar síðastliðinn var haldið þorrablót í Lækjarási. Gleðin stóð frá kl 18-21. Mjög góð mæting var og skemmti fólk sér vel. Tvær ungar stúlkur sem eru að læra söng kíktu við og sungu fyrir okkur og síðan var fjöldasöngur. Eftir borðhaldið var annáll ársins 2010 sýndur og lauk kvöldinu svo á dansleik.

Með því að smella á myndina hér til hliðar að skoða skjalið í prentvænu formi.

 

 

 

 


Lesa meira []

"Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

"Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

FFA,  fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, stendur fyrir fræðslukvöldi  að Háaleitisbraut 13, 4. hæð fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.00.

 

Á fræðslukvöldið kemur Olga B. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræði og kynnir niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við MA ritgerð sína: "Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

 

Allir áhugasamir velkomnir – ekkert þátttökugjald.

 

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur; samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Áss styrktarfélags og Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.


Lesa meira []

Sameiginlegur forstöðumannafundur

Sameiginlegur forstöðumannafundur

Fyrsti sameiginlegi fundur forstöðumanna var haldinn í dag og var dagskráin fullskipuð og var m.a. unnið eftir miðlunaraðferð um leið félagsins að áframhaldandi frumkvöðlastarfi og nýjungum. Hér er Þóra framkvæmdastjóri að fara yfir afraksturinn.

Þóra og miðlunaraðferð

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags

Happdrætti Áss styrktarfélags

Dregið hefur verið í happdrætti Áss styrktarfélags 2010.

1. vinningur - Volkswagen Golf, kr. 3.490.000,-

 • 19450

2. - 8. vinningar - Heimilistækjavinningar, kr. 230.000,- hver

 • 2384
 • 11762
 • 15506
 • 16999
 • 4450
 • 14944
 • 16181

Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar jafnframt veittan stuðning.


 

Lesa meira []

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

Annað uppboð

Annað uppboð

Föstudaginn 11. desember hélt Góði hirðirinn annað uppboð til styrktar Bjarkarási. Tónlistarmaðurinn KK stýrði þessu uppboði eins og því sem haldið var í nóvember. Að þessu sinni söfnuðust 301.200 kr. Heildarupphæðin sem Góði hirðirinn hefur safnað með þessu móti og gefið Bjarkarási, er því 687.200,- krónur. Formleg afhending fór fram í Góða hirðinum föstudaginn 17. desember þar sem einnig voru afhentir veglegir styrkir til ýmissa góðgerðarmála.

Bjarkarásfólk mun nýta styrkinn til kaupa á standlyftu og ýmsum tölvutengdum búnaði eins og snertiskjá og rofum.

Nánari upplýsingar um styrkveitingar Góða hirðisins má sjá á heimasíðu þeirra hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss fyrir desember mánuð er komið út. Þar ber ýmissa grasa, m.a. er viðtal, jólasaga og ýmsar tilkynningar. Fréttabréfið er hægt að nálgast hér í prentvænni útgáfu.


Lesa meira []

Annað uppboð í Góða hirðinum

Annað uppboð í Góða hirðinum

Föstudaginn 10. 12.  Kl. 16:30 verður uppboð hjá Góða hirðinum í Fellsmúla 28. Verslunarstjórnin hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá því síðast og gefa Bjarkarási allt sem kemur í kassann á uppboðinu. Í nóvember seldist fyrir 386.000,- kr. og dugar sá peningur fyrir standlyftaranum sem Bjarkarás hefur bráðvantað svo lengi.

Nú verður söluhagnaði varið til kaupa á ýmsum tölvubúnaði og jafnvel myndavél, fer allt eftir því hversu mikið kemur inn. Bjarkarás hvetur alla til að mæta því þetta eru stórskemmtilegar uppákomur sem tónlistarmaðurinn KK stjórnar af stakri snilld. Skoðið vef Sorpu, þar sem hægt er að sjá hvaða munir verða á uppboðinu.


Lesa meira []

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heklu

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heklu Nú í morgun komu félagar frá Kiwanisklúbbnum Heklu og færðu Bjarkarási 42” sjónvarp að gjöf.

Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og hér má sjá mynd frá afhendingunni.

Afhending sjónvarps

Lesa meira []

Menningavika í Lækjarási

Menningavika í Lækjarási

mynd f menningavikuVikuna 15.-19. nóvember var haldin menningarvika í Lækjarási í annað skipti. Skiptust stofurnar á að koma með menningarlega viðburði. Kenndi þar ýmissa grasa  og  fengum  við kynningu á kaffimenningu, jeppamenningu, íslensku jólasveinunum, tröllum og ýmsir lásu upp ljóð. Var þetta mjög fjölbreytt og skemmtileg vika.

Með því að smella á myndina fáið sjáið þið myndir á prentvænu formi.

Lesa meira []

Jólamarkaður í Bjarkarási

Jólamarkaður í Bjarkarási

jólakúlur Laugardaginn 27. nóvember verður jólamarkaður í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, kl. 13 – 16. Þar verða til sölu ýmsir listmunir sem meðal annars eru unnir úr gleri, tré, ull og leir. Einnig verða seld kerti úr nýrri kertagerð Bjarkaráss. Vinnustofan Ás verður með klúta, handklæði og sitthvað fleira.

Léttar veitingar á vægu verði.

Allir velkomnir.

Til að sjá prentvæna auglýsingu vinsamlegast smellið hér.

Lesa meira []

Gamlir munir til góðra mála

Gamlir munir til góðra mála Föstudaginn 19. nóvember var haldið uppboð í Góða hirðinum og allur ágóðinn rann óskiptur til Bjarkaráss. Boðnir voru upp gamlir, sérstakir munir, en þeim er haldið til haga er þeir berast góða hirðinum og seldir á þennan hátt til styrktar góðu málefni. Margt var um manninn á uppboðinu og skemmtileg uppboðsstemning myndaðist, þar sem bitist var á um marga þessarra hluta.Stjórnandinn var tónlistamaðurinn K.K. en engu líkara var en að hann hefði þetta að sínu aðalstarfi, svo fagmannlega stóð hann sig.Salan var um 380.000 og verður notað til kaupa á standlyftu sem lengi hefur vantað í Bjarkarás og erum við afskaplega þakklát fyrir.

Ýtið hér á hnappinn að neðan til að sjá myndir. 

Lesa meira []

Uppboð með KK í Góða hirðinum

Uppboð með KK í Góða hirðinum Föstudaginn 19. nóvember kl 16:30 verður Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, með uppboð í húsnæði Góða hirðisins að Fellsmúla 28. Uppboðshaldari er enginn annar en KK og rennur allur ágóði uppboðsins óskiptur til Bjarkaráss sem er ein af stofnunum Áss styrktarfélags sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu.  Með því að smella hér er hægt að sjá alla fréttina á síðu Sorpu.

Lesa meira []

Word og Excel námskeið

Word og Excel námskeið

Undanfarið hefur starfsfólk Áss styrktarfélags verið á tölvunámskeiði í Word og Excel.  Námskeiðin voru haldin á skrifstofu félagsins og voru þátttakendur sammála um að hafa bæði gagn og gaman af.

 word námskeið 


Lesa meira []

Fjölmiðlahópur Lækjaráss

Fjölmiðlahópur Lækjaráss

Hluti af Fjölmiðlahóp Lækjaráss kom í gær og afhenti skrifstofu félagsins eintak af Lækjaráspóstinum. Hér að neðan má sjá mynd af Maríu afhenda Jónínu eintak og með því að smella á meira er einnig hægt að sjá Sverri, Bjarna, Maríu, Jónínu og Þóru. Þökkum kærlega fyrir afhendinguna.

jónína og maría

Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Lækjaráspósturinn

Pósturinn fyrir október mánuð er kominn út frá Lækjarási, þar sem sagt er frá ýmsu, m.a.:

 • Þann 22. október síðastliðin voru 29 ár liðin frá stofnun Lækjaráss.
 • Unnið er nú að krafti að setja upp heitan pott í Lækjarási.
 • Bíódagar verða haldnir í Lækjarási einu sinni í mánuði.

Lækjaráspósturinn er kominn út og hægt að nálgast hann hér í prentvænu formi.

Lesa meira []

Fræðslufundur - FFA

Fræðslufundur - FFA

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að kynningu á þeirri breytingu á þjónustu við fatlað fólk sem verður um næstu áramót þegar sveitarfélög taka við þeim þjónustuþáttum sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra hafa haft með höndum.

Tilgangurinn með kynningunum er að fólk geti leitað svara við spurningum eins og:

 • Hvað er það sem breytist og hvað ekki?
 • Hvernig er undirbúningi breytinganna háttað?
 • Hvert á ég að leita eftir þjónustu eftir áramót ? o.fl

Fyrri fundurinn verður 8. nóvember kl. 20:00  að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður íbúum  Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Seinni fundurinn verður  9.  nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, og er ætlaður íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.


Lesa meira []

5 ára starfsafmæli

5 ára starfsafmæli

5 ára starfsafmæli

Hrund, Viktoryia, Anna Herdís, Elísa og Alma fagna á þessu ári 5 ára starfsafmæli og var þeim afhend rós og hjarta í því tilefni.

Lesa meira []

Opið hús 22. október 2010

Opið hús 22. október 2010

Auglýsingin opið hús 2010 Ás

 

Ás vinnustofa, Brautarholti 6 verður með opið hús þann 22. október næstkomandi. 

Þar gefst tækifæri til að kynna sér starfsemi Áss vinnustofu og skoða þær vörur sem þar eru framleiddar.

Klukkan 14:00 verða afhentar viðurkenningar fyrir 20 ára starf. 

Opnunartími: 13:00 (1:00) — 15:30 (3:30)

Kaffi og kleinur       

Kær kveðja og hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Áss vinnustofu

Með því að smella á myndina er hægt  að prenta út auglýsinguna.

Lesa meira []

Setrið eins árs.

Setrið eins árs.

Þann 8.október var eitt ár liðið frá því að starfsemi Hússins flutti í Lækjarás. Í leiðinni var skipt um nafn og varð Setrið fyrir valinu. Af því tilefni buðu Nína og María uppá óvænta veislu og hélt María ræðu þar sem meðal annars kom fram þakklæti til allra í Lækjarási fyrir að taka svona vel á móti þeim úr Húsinu. Setrið 1 árs


 

Lesa meira []

Samfélagsátak og starfskynning

Samfélagsátak og starfskynning

Hótelkeðjan Rezdior Hótel Group stendur fyrir árlegu samfélagsátaki. Radisson blu í Reykjavík er hluti af þessari keðju og bauð samstarf við Ás styrktarfélag. Starfsmönnum frá Ási vinnustofu var boðið að koma í starfskynningu á hótelinu. Verkefnið stóð síðustu 2 vikur og voru þátttakendur alls 8. Mætti hver og einn í 2 daga ogfékk fjölbreytta kynningu í öllum starfsdeildum með aðstoð starfsfólks hótelsins.

Í dag býður Radisson öllum þátttakendum að taka þátt í námskeiði í bakstri sem fer fram á hótelinu og um leið tækifærið nýtt til að kveðja og ljúka frábæru átaki, þá er þeim sem héldu utan um verkefnið frá skrifstofunni og Ási vinnustofu boðið í kaffið.

Hildur Davíðs

Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á hnappinn meira


Lesa meira []

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey Félagið vill þakka stuðning Lionsklúbbsins Freys en á liðnum árum hefur stuðningur þeirra verið ómetanlegur. Nú á sumarmánuðum gáfu þeir 4 uppþvottavélar, 1 þvottavél og 1 ryksugu. Allt kom þetta sér vel að notum á sambýlunum fjórum í Víðihlíð. Af tilefni afhendingar var að að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti. 

Lesa meira []

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Um þessar mundir fer fram mat á stuðningsþörf allra einstaklinga á landinu sem eru í búsetuþjónustu fyrir fatlaða. Stuðningsþörfin er metin með bandarísku mati, Supports Intensity Scale (Mat á stuðningsþörf eða SIS mat), sem jafnframt er verið að staðla fyrir íslenskar aðstæður.

Í Reykjavík nær matið til yfir 400 einstaklinga sem njóta búsetuþjónustu hjá þremur rekstraraðilum, SSR, Ási styrktarfélagi og Reykjavíkurborg. Skráningu í SIS er lokið hjá Ási styrktarfélagi

 

Lesa meira []

Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta

Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta

Auðskilinn texti – kennslurit  um gerð auðskilins texta er aðgengilegt  hefti um, hvernig best er að setja upp texta á auðskiljanlegan hátt. Ýmsar tilgátur hafa verið í gangi um hvaða aðferðir skili bestum árangri og eru skilaboðin um aðferðirnar  stundum misvísandi.  

 

Í þessu hefti  er  gerð grein fyrir aðferð sem hefur verið margreynd með rannsóknum  frá stofnunum og félagasamtökum í Bretlandi , Noregi og víðar.

 

Efni þessa heftis  gagnast öllum vel sem eru að útbúa kennslu- og annað fræðsluefni ætlað fólki með þroskahömlun á öllum aldri og þeim sem eiga í erfiðleikum með að lesa og skilja flókinn texta.Sigurður Sigurðsson þroskaþjálfi tók efnið saman fyrir Ás styrktarfélag.Heftið er samtals 37 blaðsíður og kostar kr. 1800

 

Pantanir sendist til:  aslaug@styrktarfelag.is


Lesa meira []

Ferð í Húsdýragarðinn

Ferð í Húsdýragarðinn

Halli Bjössi   Siggi Bjössi og Elberg

      Halli Bjössi og Adam                  Siggi Örn, Bjössi og Elberg

Strákarnir á D-stofu fóru í Húsdýragarðinn í góða veðrinu

Lesa meira []

Heilsuvika

Heilsuvika

KubbVikuna 31. maí til 4. júní var haldin heilsuvika í Bjarkarási og Lækjarási. Heilsuvikan er orðinn fastur liður í starfsemi staðanna og dagskráin orðin nokkuð fastmótuð. Föstu liðirnir eru göngutúrar tvisvar sinnum á dag og matseðillinn er á hollum nótum. Að þessu sinni byrjuðum við á að fá kennslu í að útbúa heilsudrykk sem allir geta gert heima og allir fengu að smakka.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Sumarlokanir

Skrifstofan: 19. júlí til 6. ágúst

Lækjarás: 5. júlí til 23. júlí

Bjarkarás: 28. júní til 23. júlí

Lyngás: 12. til 16. júlí

Ás vinnustofa: 19. júlí til 14. ágúst


Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Lækjaráspósturinn

Þar segir m.a. frá því að í apríl kom Laufey Gissurardóttir í Lækjarás og hélt námskeið í helstu grunnatriðum skyndihjálpar. Námskeiðið var mjög gagnlegt ogskemmtilegt og þátttakendur lærðu hvernig á að bregðast við og bjarga fólki í neyð. Hægt er að sjá póstinn í heild sinni í pdf formi hér.

Lesa meira []

Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010

Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010 sis myndMat á stuðningsþörf (SIS) er þróað af bandarísku samtökunum AAIDD til að meta stuðningsþörf fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.  Matið hefur verið í notkun frá 2003 en tilgangur þess er að skilgreina þann viðbótarstuðning sem fullorðið fatlað fólk þarf á að halda til búsetu, vinnu og samfélagsþátttöku. Upplýsingaöflun fer fram í viðtali sérstakra matsmanna við hinn fatlaða sjálfan eða einhvern sem þekkir viðkomandi vel. Spurt er um atriði sem snúa að færni á 6 sviðum daglegs lífs: heimilishaldi, að fara ferða sinna, sí- og endurmenntun, vinnu, heilsu og öryggi, og félagslegri þátttöku. Niðurstöður matsins sýna stöðu viðkomandi sem hlutfall af stuðningsþörf samanburðarhóps fatlaðs fólks. Frekari upplýsingar um matið má sjá á heimasíðu þess: www.siswebsite.org

Lesa meira []

Gjöf úr Áshildarsjóði

Gjöf úr Áshildarsjóði

Áshildarsjóður var stofnaður af foreldrum Áshildar Harðardóttur en hún var til fjölda ára í þjónustu hjá Styrktarfélaginu, m.a. í búsetu á sambýli og dagvíst í Lækjarási. Upprunalega var sjóðurinn aðalega ætlaður til að bæta lífsgæði og aðstæður Áshildar. En þar sem megintilgangi sjóðsins lauk við fráfall Áshildar þann 22. júní 2008 hefur hann verið lagður niður og eigum hans ráðstafað til Áss styrktarfélags í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Eignum sjóðsins kr. 15.740.970,- verður varið til kaupa og uppsetningar sundpotts (cross trainer) í Lækjarási og byggingar yfir hann.

Ás styrktarfélag þakkar stjórn sjóðsins, þeim Snæbirni Ásgeirssyni, Magnúsi Kristinssyni og Hafliða Hjartarssyni ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

Lesa meira []

Ljós í myrkri

Ljós í myrkri Lagið Ljós í myrkri er komið út en það er flutt af Páli Óskari og hljómsveitinni Föxunum. Lagið var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir og fjölskyldu hennar, en hún lést skömmu eftir að lagið var tilbúið til flutnings. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. Lagið er eftir Gunnar Guðmundsson og textinn er eftir Vigni Örn Guðnason en þeir eru vinnufélagar foreldra Fanneyjar Eddu ásamt því að vera í hljómsveitinni Faxarnir sem er eingöngu skipuð flugmönnum hjá Flugfélagi Íslands. Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvað veðrið segir. Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von. Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum. Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Lesa meira []

Saga um tré

Saga um tré

Auðunn og listaverkiðEins og áður hefur komið fram gerði Lækjarás listaverk sem var við opnun á List án landamæra. Auðunn Gestsson samdi ljóð í því tilefni og allir þjónustunotendur komu að undirbúningi og gerð listaverksins með einhverjum hætti. 

Með því að smella hér sjáið þið myndir frá undirbúningnum.

Saga um tré
Lítið tré stendur við jörðu
Regnið bleytir grasið
Tréð vex og vex
Verður stórt eins og Lækjarás
Fuglarnir syngja söngva
Höfundur: Auðunn Gestsson

Til að sjá ljóðið með texta og táknum smellið hér.

 


Lesa meira []

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Könnunin Stofnun ársins er samvinnuverkefni SFR og VR. Þátttakendur voru spurðir út´i vinnutegnda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. Könnunin er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar.

Lesa meira []

Gjörningur Gjólu og Meistaranna

Gjörningur Gjólu og Meistaranna

   Gjörningur 

Opnunarhátíð List án Landamæra var á fimmtudaginn 29. apríl sl. þar sem Gjóla og Meistararnir framkvæmdu Gjörninginn "Fjaðrafok í logni".

        

Lesa meira []

List án landamæra

List án landamæra

Auðunn og listaverkiðLækjarás tekur þátt í List án landamæra með samstarfsverkefni sem nefnist "Saga um tré" og byggir á ljóði eftir Auðunn Gestsson og segir frá vöxti trjáa sem plantað var á lóð Lækjaráss fljótlega eftir stofnun þess. Flestir þjónustunotendur Lækjaráss komu að gerð þessa verks sem er unnið á eikarparket og myndin mótuð úr mosaík glerflísum.  Verkið er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 29. apríl til 9. maí.

 

Lækjarás þakkar Agli árnasyni hf. veittan stuðning við gerð verksins.

 

Á myndinni er Auðunn Gestsson höfundur ljóðsins ásamt listaverkinu.

 

Hægt er nálgast dagskrána hér á pdf formi.

 

Opnun List án landamæra verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.

 


Lesa meira []

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur verður haldinn í Bjarkarási Stjörnugróf 7 þriðjudaginn 27. apríl klukkan 16:30 - 19:00

Fundarefni verður:

 1. Starfsstellingar.
 2. Notkun, tilgangur og umgengi á hjálpartækjum.

Skráning fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig fyrir 22. apríl

Sjá nánari auglýsingu hér


Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

Gróðurhúsið Bjarkarási

PlönturGúrkurnar eru komnar til sölu í gróðurhúsi Bjarkaráss. Eitthvað er til af kryddjurtum í pottum, s.s. basil, koriander, dill og timian. Einnig eru til í pottum mini tómatar, mini paprika og mini eggaldin plöntur. Það er ótrúlega spennandi að rækta í glugganum heima. Þessar plöntur eru til í takmörkuðu magni, fyrstir koma, fyrstir fá.

Verð á plöntum er:

 • Tómatar, paprika og eggaldin 650 kr.
 • Basil 450 kr.
 • Dill 400 kr.
 • Timian 450 kr.
 • Koriander 450 kr.

Til að sjá auglýsinguna í prenthæfu formi ýtið hér.


Lesa meira []

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Námskeið fyrir starfsfólk Áss styrktarfélags sem starfar við búsetu og aðstoðar eldra fólk.

Aðaláhersla fræðslunnar er hækkun lífaldurs, umfjöllun um heilabilun almennt og sérstaklega tengsl milli Downs heilkenna og Alxheimer. Að skapa tækifæri fyrir fólk sem er að glíma við sömu aðstæður til að hittast, ræða starfið og tengja reynslu sína og þekkingu við nýjar upplýsingar

Haldið mánudaginn 12. og 19. apríl næstkomandi, á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 C, 3.hæð. Sjá nánar hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss

Lækjráspósturinn fyrir mars mánuð er kominn út. Ef þið smellið á myndina hér að neðan er hægt að skoða póstinn á pdf formi.  Meðal annars er sagt frá þorrablóti sem ávalt er haldið að rammíslenskum sið. 

mynd fréttabréf mars
  

Lesa meira []

Leikræn tjáning á Lyngási

Leikræn tjáning á Lyngási

Leiklist 19.03.10   Leiklist 19.0310

Harpa Arnardóttir leikkona var með síðasta tímann í bili föstudaginn 19. mars og fékk hún góðan gest með sér, Hilmar Örn Agnarsson organista.  Þemað var "Frelsið - Tákn um umbreytingu"

Lesa meira []

Sjálfsstyrking

Sjálfsstyrking

sjálfstyrking fyrir konurÁ síðustu vikum hafa verið þrír 3. árs þroskaþjálfanemar í vettvangsnámi á skrifstofu Áss styrktarfélags. Hluti af þeirra vinnu var m.a. að setja saman námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur. Til þess nýttu nemarnir bókina Gott hjá þér! en það er kennslubók í ákveðniþjálfun fyrir fólk með þroskahömlun og er gefin út af félaginu. Námskeiðinu lauk í dag og voru þátttakendur almennt mjög ánægðir með hvernig til tókst.

Lesa meira []

Breyttur lífstíll

Breyttur lífstíll

Breyttur lífstíllÁtta vikna átaksnámskeiðinu í Breytta lífstílnum lauk í dag. Alls voru 11 þátttakendur og voru þeir flestir ánægðir með árangur sinn, en árangur mælist ekki eingöngu á vigtinni heldur einnig í þeim smáu hlutum sem viðkomandi hefur náð að breyta í fæðuvali sínu, betri líkamlegri og andlegri líðan.

Annað námskeið hefst í haust og verður það nánar auglýst síðar.

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurlandi

Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Eins og sl. sumar  höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.  

Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu.  Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika. 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar.  Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.   

Lesa meira []

Spennandi námskeið framundan hjá Þekkingarsetrinu.

Spennandi námskeið framundan hjá Þekkingarsetrinu.

Hér að neðan eru 3 mismunandi námskeið ætluð þeim sem eru 20 ára og eldri.

Smellið á hverja mynd fyrir sig til að sjá hana í heild sinni

kynfr f konur mynd

     

 

 

 

 

 

 kynfr f karla mynd

 

 

 

 

 

 

k- v- k mynd

 

 

 

 

 

 

          Sjá nánar hjá Þekkingarsetrinu

 

____________________________________________________________________

Lesa meira []

Öskudagur á Lyngási

Öskudagur á Lyngási

Rut Hrund og krakkarnir

Öskudagurinn var haldin með hefðbundnum hætti á Lyngási, hér eru yngstu krakkarnir með aðkeyptu fótboltastelpunni og bakaranum :)

Lesa meira []

Leikræn tjáning með Hörpu Arnardóttur leikkonu

Leikræn tjáning með Hörpu Arnardóttur leikkonu

 Drama Harpa 2   

Leikræn tjáning á Lyngási 

Harpa Arnardóttir leikkona byrjaði sl. föstudag með námskeið sem felur í sér upplifun og skynjun í augnablikinu.                                            

Lesa meira []

Upprifjunar námskeið í skyndihjálp

Upprifjunar námskeið í skyndihjálp
2 upprifjunar námskeið í skyndihjálp verða haldinn þann 18. og 19. febrúar 2010 fyrir starfsfólk  Áss vinnustofu sem ekki geta nýtt sér almenn námskeið.  
Ath. nauðsynlegt er að hafa lokið grunnnámskeiði til að geta farið á upprifjun.Leiðbeinandi er Laufey Gissurardóttir þroskaþjálfi og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Fyrra námskeiðið  verður haldið:18. febrúar  kl. 13-15:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Seinna námskeiðið verður haldið: 19. febrúar. Kl. 9:00-11:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Vinsamlegast skráið ykkur á þátttökulistann fyrir 10. febrúar

Lesa meira []

Gott hjá þér!

Gott hjá þér!

Gott hjá þér!Gott hjá þér! er kennsluefni í ákveðniþjálfun sem eflir sjálfstraust og er ætlað fagfólki sem vinnur með fólki með þroskahömlun. Fræðsluefnið nýtist jafnt unglingum sem fullorðnum.

 

Gott hjá þér! heitir á frummáli ThumbsUp! og  hefur hlotið góðan orðstýr og verið margendurútgefið í Bretlandi. Efnistökin í bókinni byggjast á að þátttakendur taka þátt í fjölmörgum og skemmtilegum verkefnum, æfingum og hlutverkaleikjum, sem styrkja sjálfstraust og auka hæfileika til að verða ákveðnari og takast á við þær áskoranir sem fólk stendur oft frammi fyrir við ýmsar athafnir daglegs lífs.   

Lesa meira []

Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags 2009

Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags 2009

I. vinningur: VW Polo að andvirði kr. 2.600.000. kom á miða númer 7568

II.vinningur: Heimilistæki frá Smith & Norland að andvirði  kr. 240.000. hver vinningur.

      1437 - 1624 - 3070 

      5710 - 7417 - 12686

      15996 - 16935 - 17264

      19032

Félagið þakkar veittan stuðning

Lesa meira []

Nýárskveðja

Nýárskveðja

mynd fyrir nýár

  

    Ás styrktarfélag óskar öllum

                  gleðilegs árs    

       með þökk fyrir það gamla 

Lesa meira []

Happdrætti félagsins

Happdrætti félagsins Dregið var í happdrætti félagsins þann 24. desember.  Vinningsnúmer voru innsigluð og verða birt á heimasíðunni og í dagblöðum þegar skil hafa borist frá söluaðilum.

Lesa meira []

Viljinn í verki er komin í bókabúðir

Viljinn í verki er komin í bókabúðir
Höfundur bókarinnar er Hilma Gunnarsdóttir  sagnfræðingur og listaverk á kápusíðu er eftir Guðrúnu Bergsdóttur.Prentsmiðjan Oddi ehf sá um hönnun og prentvinnslu.

Bókin er til sölu í flestum verslunum Pennans Eymundssonar víða um land. Guðrún Bergsdóttir að fá bókina afhenta.

Lesa meira []

Jólakveðja

Jólakveðja

jólatréÁs styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

730 þúsund krónur til handa Lyngási

730 þúsund krónur til handa Lyngási

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss. Styrkurinn verður meðal annars nýttur í útgáfu á samskiptabókum og til ýmissa verkefna sem tengjast listum.

Þökkum við hlutaðeigendum kærlega fyrir stuðninginn.

Lesa meira []

Frá félagsfundi Áss styrktarfélags

Frá félagsfundi Áss styrktarfélags

Fundurinn var haldinn á alþjóðadegi fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og hófst með morgunverði kl.8.30.  Hilma Gunanrsdóttir, höfundur bókarinnar, Viljinn í verki, las stuttan kafla til kynningar, en bókin er saga Styrktarfélags vangefinna til 50 ára.

Einnig voru múrbrjótar Þroskahjálpar afhentir en það voru Norðlingaskóli, Mjólkursamsalan á Suðurlandi og List án landamæra að þessu sinni. Myndir er hægt að skoða hér að neðan líkt og fundargerð.

Lesa meira []

Jólamarkaður / Jólakort til styrktar Lyngási

Jólamarkaður / Jólakort til styrktar Lyngási

Laugardaginn 5. desember verður jólamarkaður frá kl 12 - 17 í Félagsgarði í Kjós. Á boðstólum verður ýmiskonar handverk og matvælaframleiðendur hér í kjósinni verða með margskonar góðgæti til sölu. Hægt er að byrja daginn á því að ná sér í alíslenkst jólatré á skógræktarsvæðinu við Fossá og fá sér svo kakó og vöfflu hjá kvenfélaginu í félagsgarði auk þess að skoða það sem þar er í boði.

Pakki með 8 jólakortum og umslögum kostar 1000 krónur

jólakortið

Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á jólamarkaðinn en vilja engu að síður leggja þessu góða málefni lið geta pantað kort í gegnum tölvupóst og þá bætist við sendingarkostnaður.

Vonumst til að sjá sem flesta á jólamarkaðnum.

Gyða S. Björnsdóttir

Netfang; gyda@sogumidlun.is

 

Lesa meira []