Opið hús í Bjarkarási

Hæfingarstöðin Bjarkarás er aðili að Samtökum um vinnu og verkþjálfun, ásamt 22 öðrum vinnu- og hæfingarstöðum fatlaðra um land allt.  Samtökin ætla að opna sameiginlega heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast helstu upplýsingar um starfsemi aðildarfélaganna.  Formleg opnum heimasíðunnar verður mánudaginn 7. mars og verður reynt að vekja á henni athygli með ýmsu móti næstu daga þar á eftir. 

 

Þriðjudaginn 8. mars verður opið hús hjá öllum aðildarfélögunum

kl. 11 – 16.  Við það tækifæri verður starfsfólk hér í Bjarkarási við venjubundin störf. Frá upphafi starfseminnar í Bjarkarási hefur verið lögð áhersla á að vinna verkefni fyrir fyrirtæki á almennum vinnumarkaði.  Við leggjum metnað okkar í vönduð og skjót vinnubrögð, því hafa mörg fyrirtæki skipt við okkur árum saman. 

Listmunir Smiðjunnar verða að sjálfsögðu til sýnis og sölu í Smiðjubúðinni, jafnframt munu málverk eftir ýmsa starfsmenn Bjarkaráss skreyta veggi hússins. 

 Við hvetjum þig/ykkur til að koma í heimsókn til okkar þennan dag til að kynnast starfseminni og fólkinu betur.  Það verður heitt á könnunni.

 

                   Hlökkum til að sjá þig/ykkur,

 

                                      Starfsfólk Bjarkaráss

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.