Eykt styrkir Styrktarfélag vangefinna

Eykt styrkir Styrktarfélag vangefinna

Eykt ehf. hefur á undanförnum árum látið fé af hendi rakna til ýmissa félaga og félagasamtaka í þjóðfélaginu, s.s. íþróttafélaga og annarra sem stuðla að ýmsum framfaramálum í samfélaginu.

Frá vinstri: Gunnar Valur Gíslason forstjóri, Halldóra Einarsdóttir fjármálastjóri og Pétur Guðmundsson stjórnarformaður Eyktar ásamt Friðrik Alexanderssyni stjórnarformanni, Þóru Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra og Jónínu B. Sigurðardóttur skrifstofustjóra Styrktarfélags vangefinna.

Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður og eigandi Eyktar, Gunnar Valur Gíslason, forstjóri félagsins og Halldóra Einarsdóttir fjármálastjóri mættu í morgunkaffi á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna 9. desember sl., þar sem Pétur Guðmundsson afhenti Friðrik Alexanderssyni formanni stjórnar Styrktarfélags vangefinna fjárstyrk Eyktar til félagsins.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.