Styrktarfélagið fær styrk úr Menningarsjóði Landsbankans

Þann 11. apríl síðastliðinn veitti Menningarsjóður Landsbankans Styrktarfélaginu styrk að upphæð 1000.000 kr. Stjórn Menningarsjóðsins ákvað að tileinka úthlutun ársins þeim 75 málefnum og félögum sem eru í þjónustunni "Leggðu góðu málefni lið" í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans.

Hvert og eitt málefni var stryrkt um eina milljón króna. Styrkurinn er ekki eyrnarmerktur sérstöku verkefni og er það því undir stjórn viðkomandi félags komið að ákveða hvernig styrknum verður ráðstafað. Styrktarfélagið þakkar gjöfina sem vissulega kemur sér vel.

"Leggðu góðu málefni lið" er þýðingarmikil þjónusta í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans. Þar er hægt að gerast áskrifandi að mánaðarlegum stuðningi eða framkvæma staka greiðslu með mjög einföldum hætti.

Notendur bera engan kostnað við millifærslu eða áskrift að góðu málefni. Það þýðir að hver króna skilar sér á reikning félags eða málefnis.

Hvernig er hægt að leggja góðu málefni lið?

Í Einkabankanum eða Fyrirtækjabankanum velur þú eitt eða fleiri málefni sem þú vilt styrkja mánaðarlega, ákveður síðan styrkupphæð í hverjum mánuði og loks hve lengi áskriftin skal vara. Styrkur þinn verður gjaldfærður tíunda hvers mánaðar ef innistæða er næg. Þú finnur þjónustuna með því að smella á Greiðslur á forsíðu Einkabankans eða Fyrirtækjabankans og síðan á Góð málefni.

Það er að sjálfsögðu mögulegt að styrkja valið málefni með einni stakri greiðslu en þá er styrkurinn gjaldfærður samdægurs. Þetta er hægt að gera hvenær sem er.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.