Ný vörulína frá Ási- vinnustofu
Hafin er framleiðsla á vönduðum handklæðum með ísaumuðum myndum sem nokkrir starfsmenn Áss - vinnustofu teiknuðu. Hönnuður þessarar framleiðslulínu er ungur frakki að nafni Ulysse Neau, en handklæðin voru hluti af útskriftarverkefni hans úr Listaháskóla Íslands.
Hægt er að fá nánari upplýsingar á Ási - vinnustofu og einnig á vefsíðu verkefnisins: www.we-towels.com |