Ný heimasíða!

Meðal væntanlegra breytinga verður svokölluð Vefþula sem mun lesa þann texta sem á skjánum er í það skiptið. Aðeins mun þurfa að ýta á vel merktan hnapp til að ná þessari skipun fram. Meðal annara breytinga er "skilti" á forsíðunni sem nefnist Á döfinni, en þar verður hægt að finna helstu viðburði innan félagsins sem framundan eru. Slík skilti eða dagatöl eru nánast á hverri netsíðu í dag og löngu tímabært að koma henni fyrir á okkar síðu. Öll uppbygging síðunnar, ytri sem og innri er mun einfaldari en á þeirri gömlu og er það ósk undirritaðs að fá sendar ábendingar finnist fólki eitthvað vanta inn á síðuna og/eða ef fólk á erfitt með að finna það sem leitað er að.

Fyrirspurnir og ábendingar er hægt að senda á sigurdur@styrktarfelag.is

 Kær kveðja

                       Sigurður Sigurðsson

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.