Átaksnámskeiðið Breyttur lífsstíl hófst 20. október 2008.

Námskeiðið er á vegum World Class og Áss styrktarfélags. World Class útvegar aðstöðuna og þjálfarann Geir Gunnar Markússon. Ás styrktarfélag býður á móti upp á leiðbeinanda sem er Sigríður Kristjánsdóttir þroskaþjálfi.  Námskeiðið varir í 8 vikur og eru 10 þátttakendur.

Þátttakendur mæta 3 x í viku í hreyfingu í World Class en skuldbinda sig jafnframt til hreyfa sig utan þess tíma.  Auk þess fá þeir fræðslu 2 x í viku sem leiðbeinandi Áss sér um. Lögð er áhersla á sjálfstæði í tækjasalnum þannig að hver þátttakandi eigi möguleika á að mæta á sínum forsendum í framtíðinni.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.