Samstarf Bjarkaráss við LÍ og HR.

Stærri mynd         Stærri mynd 

Á undanförnum fimm árum hefur þróast samstarf á milli Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík. Tilgangurinn hefur fyrst og fremst verið sá að hönnuðir og markaðsfólk kynnist á mótunarárum sínum og þær tengingar nýtist strax eða seinna á lífsleiðinni. Námskeiðið hefur vakið athygli hjá erlendum skólum vegna þverfaglegs eðlis síns og þykir sérlega merkilegt vegna þess að náðst hefur árangursríkt samstarf milli fagfólks með gjörólíka nálgun á viðskiptahugmyndir. Námskeiðið heitir bi-LAB (Business Innovation Lab )

Í ár var ákveðið að tengja þessa starfsemi atvinnulífinu. Sprotafyrirtækjum var boðið upp á samstarf við þessa ungu og fersku krafta með það að markmiði að nemarnir kæmu með nýja sýn á hugmyndir og mögulegar auðlindir sem leyndust þar. Hópurinn sem kom í Bjarkarás samanstendur af 7 ungmennum, 5 konum og 2 körlum. Skemmst er frá að segja að kynning allra verkefnanna fór fram föstudaginn 31. október og voru margar frambærilegar hugmyndir sem komu þar fram. Hugmynd Bjarkarásshópsins hlaut fyrstu verðlaun. Um er að ræða framleiðslu á leirpottum með mold og mismunandi kryddjurtafræum í sem eingöngu þarf að vökva og bíða svo uppskerunnar. Spennandi verður að sjá hvernig framhaldið verður, vonandi verður hægt að bjóða þessa vöru til sölu á næsta ári.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.