Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Aðalfundur Áss styrktarfélags var að þessu sinni haldinn í Bjarkarási þann 17. mars og hófst kl. 20:00. Um 80 manns sóttu fundinn. Dagstofnanir félagsins sáu um glæsilegar veitingar í boði félagsins.
Næsta námskeið í Breyttum lífsstíl hefst 20. apríl næstkomandi. Námskeiðið er hefðbundið 8 vikna átaksnámskeið sem er aðlagað að fólki með þroskahömlun. Þjálfari frá World Class er Geir Gunnar Markússon og þroskaþjálfi frá Ási styrktarfélagi er Sigríður Kristjánsdóttir.
Ás styrktarfélag, Fjölmennt og Landsamtök Þroskahjálpar bjóða uppá spennandi námskeið, fyrir 20 ára og eldri, "Að vera öruggur".