Breyttur lífsstíll
Átaksnámskeiðið Breyttur lífsstíll hófst mánudaginn 20. apríl.
Átaksnámskeiðið Breyttur lífsstíll hófst mánudaginn 20. apríl.
22. - 26. apríl 2009
Leiðbeinendur í Bjarkarási ætla að bregða sér af landi brott á starfsdögum í apríl. Ferðinni er heitið til Boston, USA og hefur hópurinn safnað fyrir ferðinni síðustu tvö ár með ýmsu móti eins og mörg ykkar kannast við. Haldnir voru kökubasarar og bingó, seldar sultur og ostabakkar svo eitthvað sé nefnt. Einnig fengust rausnarlegir styrkir frá Bakkavör og Hlutverki til fararinnar. Samgöngur til Bandaríkjanna eru með þeim hætti að loka þarf Bjarkarási á hádegi miðvikudaginn 22. apríl en starfsemin hefst aftur mánudaginn 27. apríl.
Föstudaginn 17.apríl verður starfsdagur í Lækjarási og Húsinu.
Fyrir hádegi ætla Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri og Laufey Gissurardóttir ráðgjafaþroskaþjálfi að vera með öldrunarfræðslu.
Á þessu ári hafa verið haldin þrjú grunnnámskeið í skyndihjálp fyrir starfsmenn Bjarkaráss og Áss vinnustofu, sem ekki geta nýtt sér almenn námskeið.
Í sumar verða lokanir á allri dagþjónustu hjá okkar. Hvorki Ás vinnustofa, né Lyngás hafa áður haft lokað yfir sumartímann.
Klikkið á hér fyrir neðan og sjáið nánari upplýsigar um sumarlokanir.