Kreppa ógnar atvinnu fatlaðra einstaklinga
Þátttakendur árlegar ráðstefnu Workability Europe, evrópusamtaka þjónustufyrirtækja og vinnuveitenda fatlaðra einstaklinga, létu í dag ljós áhyggjur sínar um áhrif efnahagskreppurnar á atvinnuhorfur fatlaðra einstaklinga.
Á ráðstefnunni sem fram fór í Búkarest dagana 26.-29. maí síðastliðinn greindu meðlimir Workability Europe frá allt að 30% atvinnumissi sem og töluverðu tekjutapi. Þetta á sérstaklega við um ástandið í iðnaði. Hugsanlegt er að afleiðingar kreppunnar yrðu til þess að spilla þeim framförum sem náðst hafa undanfarin ár, jafnvel áratugi, í atvinnumálum fatlaðra.