Vörn gegn einelti hjá Ási styrktarfélagi

Ás styrktarfélag hefur sett upp áætlun til varnar því að einelti eigi sér stað á vinnustöðum innan féalgsins. Það er til marks um það að einelti verður ekki liðið og notast verður við fyrirfram ákveðna ferla til að taka á eineltismálum sem geta komið upp.  Til að fræðast meira um áætlunina er hægt að skoða hana í formi pdf skjals hér. einelti


Lesa meira []

Vegna Inflúensu A(H1N1)v

Ás styrktarfélag útbjó bækling vegna þeirra inflúensu sem er í gangi þessa dagana.  Bæklingurinn er ætlaður öllu starfsfólki félagsins og var bæklingurinn afhentur dagana 12. - 14. október síðast liðinn.  Einnig er hægt að nálgast bæklinginn hér

Einnig viljum við vekja athygli á upplýsingum frá Landlækni um viðbragðsáætlun almannavarna vegna inflúensu A(H1N1)v sem sjá má hér

Lesa meira []

Bólusetning vegna inflúensu A(H1N1)v

Bólusetning starfsfólks í búsetu hófst 16. október síðast liðinn.  Í samráði við heilsugæsluna var tekin sú ákvörðun að bólusetja einnig starfsmenn í dagþjónustu til að reyna að koma í veg fyrir smit frá starfsmönnum til þeirra þjónustuþega sem eru með skilgreinda undirliggjandi sjúkdóma. 

Bólusetning þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma hefst þann 2. nóvember næstkomandi en bókun hefst fyrir þá tíma þann 22. október.

Lesa meira []

Bleikur dagur 16.október 2009

Bleikur dagur á ÁsiÍ dag var haldinn bleikur dagur í Ási vinnustofu og skapaðist góð stemming hjá öllum.  Margir mættu í sínu fínast bleika dress og skemmtu sér vel. Spilað var bingó og auðvitað voru bleikir vinningar. Einnig var boðið uppá bleikt meðlæti í kaffinu og eitthvað var um smá bleikt í hádegismatnum (sem vakti mismikla lukku).

 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.