Nýárskveðja

mynd fyrir nýár

  

    Ás styrktarfélag óskar öllum

                  gleðilegs árs    

       með þökk fyrir það gamla 

Lesa meira []

Happdrætti félagsins

Dregið var í happdrætti félagsins þann 24. desember.  Vinningsnúmer voru innsigluð og verða birt á heimasíðunni og í dagblöðum þegar skil hafa borist frá söluaðilum.

Lesa meira []

Viljinn í verki er komin í bókabúðir

Höfundur bókarinnar er Hilma Gunnarsdóttir  sagnfræðingur og listaverk á kápusíðu er eftir Guðrúnu Bergsdóttur.Prentsmiðjan Oddi ehf sá um hönnun og prentvinnslu.

Bókin er til sölu í flestum verslunum Pennans Eymundssonar víða um land. Guðrún Bergsdóttir að fá bókina afhenta.

Lesa meira []

Jólakveðja

jólatréÁs styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

730 þúsund krónur til handa Lyngási

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss. Styrkurinn verður meðal annars nýttur í útgáfu á samskiptabókum og til ýmissa verkefna sem tengjast listum.

Þökkum við hlutaðeigendum kærlega fyrir stuðninginn.

Lesa meira []

Frá félagsfundi Áss styrktarfélags

Fundurinn var haldinn á alþjóðadegi fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og hófst með morgunverði kl.8.30.  Hilma Gunanrsdóttir, höfundur bókarinnar, Viljinn í verki, las stuttan kafla til kynningar, en bókin er saga Styrktarfélags vangefinna til 50 ára.

Einnig voru múrbrjótar Þroskahjálpar afhentir en það voru Norðlingaskóli, Mjólkursamsalan á Suðurlandi og List án landamæra að þessu sinni. Myndir er hægt að skoða hér að neðan líkt og fundargerð.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.