730 þúsund krónur til handa Lyngási

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss. Styrkurinn verður meðal annars nýttur í útgáfu á samskiptabókum og til ýmissa verkefna sem tengjast listum.

Þökkum við hlutaðeigendum kærlega fyrir stuðninginn.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.