Frá félagsfundi Áss styrktarfélags

Fundurinn var haldinn á alþjóðardegi fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og hófst með morgunverði kl.8.30.  

Eftirfarandi var á dagskrá: 

  • Formaður Áss styrktarfélags Sigurður Þór Sigurðsson setti fundinn og bauð fólk velkomið. Hann sagði í stuttu máli frá tilurð bókarinnar Viljinn í verki, sem er saga félagsins í 50 ár og kemur út í dag. Fundarstjóri var Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri félagsins.
  • Hilma Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar las stuttan kafla til kynningar. Fram kom að um 26 blaðsíður eru skrifaðar á auðskildum texta sem er fremst í bókinni.
  • Formaður Sigurður Þór Sigurðsson afhenti fyrstu eintök bókarinnar til gjafa. Gréta Bachmann fyrrum forstöðumaður Bjarkaráss og eini eftirlifandi stofnfélagi félagsins fékk afhent eintak og Guðrún Bergsdóttir sem gaf myndina sem skreytir kápu bókarinnar.
  • Rúnar Guðmundson afhenti félaginu gjöf í minningu bróðurs síns Björgvins Guðmundssonar sem hafði fengið þjónustu frá félaginu frá barnsaldri og lést 27. júlí sl. Gjöfin,800 þúsund krónur var ekki skilyrt en gefendur vona að hægt verði að nota peninginn til kaupa á hjálpartækjum sem geta nýst mörgum. Fram kom að búið er að ákveða að kaupa hjálparmótor til að setja á hjólastóla.
  • Gerður Agot Árnadóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar sagði frá tilgangi og markmiði með Múrbrjótinum sem Þroskahjálp afhendir árlega á alþjóðardegi fatlaðra. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra afhenti Múrbrjótinn að þessi sinni fyrir hönd Landssamtakanna og hann hlutu:a.       Norðlingaskólib.      Mjólkursamsalan á Suðurlandic.       List án landamæra
  • Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ávarpaði fundinn og í lokin afhenti Formaður Áss styrktarfélags félagsmálaráðherra eintak af bókinni Viljin í verki. Fundi var slitið kl.10.10.

Fundargerð ritaði Erna Einarsdóttir

Hilma að lesa kafla úr bókinni.                                   Þóra

Gréta       Guðrún Bergsdóttir að fá bókina afhenta.Rúnar       Sigurður.Gerður og Árni       NorðlingaholtsskóliMjólkursamsalan á Suðurlandi       List án landamæraallur hópurinn sem hlaut Múrbrjótinn       Stefán og ErnaÚlfar Bjarki og Margrét.jpg       yfir salinn 1yfir salinn 2       yfir salinn 3.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.