Viljinn í verki er komin í bókabúðir

Þann 3. desember sl., á Alþjóðadegi fatlaðra , fagnaði Ás styrktarfélag  útgáfu bókar um 50 ára sögu Styrktarfélags vangefinna sem nefnist „Viljinn í verki“.Félagið var stofnað  árið 1958 af aðstandendum barna með þroskahömlun og hefur æ síðan staðið fyrir framförum sem allar hafa miðað að því að skapa fólki með þroskahömlun betri lífsskilyrði og auka þáttöku þess í þjóðfélaginu. Margt hefur áunnist og félagið hefur haft mikil áhrif á þróun þessara mála á Íslandi á tuttugustu öld.Í bókinni, sem er 319 blaðsíðna kilja, er rakin saga félagsins í máli og myndum, auk þess sem í henni er kafli á léttlesnu máli.Höfundur bókarinnar er Hilma Gunnarsdóttir  sagnfræðingur og listaverk á kápusíðu er eftir Guðrúnu Bergsdóttur.Prentsmiðjan Oddi ehf sá um hönnun og prentvinnslu.

Bókin er til sölu í flestum verslunum Pennans Eymundssonar víða um land. Guðrún Bergsdóttir að fá bókina afhenta.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.