Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

Annað uppboð

Annað uppboð

Föstudaginn 11. desember hélt Góði hirðirinn annað uppboð til styrktar Bjarkarási. Tónlistarmaðurinn KK stýrði þessu uppboði eins og því sem haldið var í nóvember. Að þessu sinni söfnuðust 301.200 kr. Heildarupphæðin sem Góði hirðirinn hefur safnað með þessu móti og gefið Bjarkarási, er því 687.200,- krónur. Formleg afhending fór fram í Góða hirðinum föstudaginn 17. desember þar sem einnig voru afhentir veglegir styrkir til ýmissa góðgerðarmála.

Bjarkarásfólk mun nýta styrkinn til kaupa á standlyftu og ýmsum tölvutengdum búnaði eins og snertiskjá og rofum.

Nánari upplýsingar um styrkveitingar Góða hirðisins má sjá á heimasíðu þeirra hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss fyrir desember mánuð er komið út. Þar ber ýmissa grasa, m.a. er viðtal, jólasaga og ýmsar tilkynningar. Fréttabréfið er hægt að nálgast hér í prentvænni útgáfu.


Lesa meira []

Annað uppboð í Góða hirðinum

Annað uppboð í Góða hirðinum

Föstudaginn 10. 12.  Kl. 16:30 verður uppboð hjá Góða hirðinum í Fellsmúla 28. Verslunarstjórnin hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá því síðast og gefa Bjarkarási allt sem kemur í kassann á uppboðinu. Í nóvember seldist fyrir 386.000,- kr. og dugar sá peningur fyrir standlyftaranum sem Bjarkarás hefur bráðvantað svo lengi.

Nú verður söluhagnaði varið til kaupa á ýmsum tölvubúnaði og jafnvel myndavél, fer allt eftir því hversu mikið kemur inn. Bjarkarás hvetur alla til að mæta því þetta eru stórskemmtilegar uppákomur sem tónlistarmaðurinn KK stjórnar af stakri snilld. Skoðið vef Sorpu, þar sem hægt er að sjá hvaða munir verða á uppboðinu.


Lesa meira []

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heklu

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heklu Nú í morgun komu félagar frá Kiwanisklúbbnum Heklu og færðu Bjarkarási 42” sjónvarp að gjöf.

Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og hér má sjá mynd frá afhendingunni.

Afhending sjónvarps

Lesa meira []

Menningavika í Lækjarási

Menningavika í Lækjarási

mynd f menningavikuVikuna 15.-19. nóvember var haldin menningarvika í Lækjarási í annað skipti. Skiptust stofurnar á að koma með menningarlega viðburði. Kenndi þar ýmissa grasa  og  fengum  við kynningu á kaffimenningu, jeppamenningu, íslensku jólasveinunum, tröllum og ýmsir lásu upp ljóð. Var þetta mjög fjölbreytt og skemmtileg vika.

Með því að smella á myndina fáið sjáið þið myndir á prentvænu formi.

Lesa meira []

Jólamarkaður í Bjarkarási

Jólamarkaður í Bjarkarási

jólakúlur Laugardaginn 27. nóvember verður jólamarkaður í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, kl. 13 – 16. Þar verða til sölu ýmsir listmunir sem meðal annars eru unnir úr gleri, tré, ull og leir. Einnig verða seld kerti úr nýrri kertagerð Bjarkaráss. Vinnustofan Ás verður með klúta, handklæði og sitthvað fleira.

Léttar veitingar á vægu verði.

Allir velkomnir.

Til að sjá prentvæna auglýsingu vinsamlegast smellið hér.

Lesa meira []

Gamlir munir til góðra mála

Gamlir munir til góðra mála Föstudaginn 19. nóvember var haldið uppboð í Góða hirðinum og allur ágóðinn rann óskiptur til Bjarkaráss. Boðnir voru upp gamlir, sérstakir munir, en þeim er haldið til haga er þeir berast góða hirðinum og seldir á þennan hátt til styrktar góðu málefni. Margt var um manninn á uppboðinu og skemmtileg uppboðsstemning myndaðist, þar sem bitist var á um marga þessarra hluta.Stjórnandinn var tónlistamaðurinn K.K. en engu líkara var en að hann hefði þetta að sínu aðalstarfi, svo fagmannlega stóð hann sig.Salan var um 380.000 og verður notað til kaupa á standlyftu sem lengi hefur vantað í Bjarkarás og erum við afskaplega þakklát fyrir.

Ýtið hér á hnappinn að neðan til að sjá myndir. 

Lesa meira []

Uppboð með KK í Góða hirðinum

Uppboð með KK í Góða hirðinum Föstudaginn 19. nóvember kl 16:30 verður Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, með uppboð í húsnæði Góða hirðisins að Fellsmúla 28. Uppboðshaldari er enginn annar en KK og rennur allur ágóði uppboðsins óskiptur til Bjarkaráss sem er ein af stofnunum Áss styrktarfélags sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu.  Með því að smella hér er hægt að sjá alla fréttina á síðu Sorpu.

Lesa meira []

Word og Excel námskeið

Word og Excel námskeið

Undanfarið hefur starfsfólk Áss styrktarfélags verið á tölvunámskeiði í Word og Excel.  Námskeiðin voru haldin á skrifstofu félagsins og voru þátttakendur sammála um að hafa bæði gagn og gaman af.

 word námskeið 


Lesa meira []

Fjölmiðlahópur Lækjaráss

Fjölmiðlahópur Lækjaráss

Hluti af Fjölmiðlahóp Lækjaráss kom í gær og afhenti skrifstofu félagsins eintak af Lækjaráspóstinum. Hér að neðan má sjá mynd af Maríu afhenda Jónínu eintak og með því að smella á meira er einnig hægt að sjá Sverri, Bjarna, Maríu, Jónínu og Þóru. Þökkum kærlega fyrir afhendinguna.

jónína og maría

Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Lækjaráspósturinn

Pósturinn fyrir október mánuð er kominn út frá Lækjarási, þar sem sagt er frá ýmsu, m.a.:

 • Þann 22. október síðastliðin voru 29 ár liðin frá stofnun Lækjaráss.
 • Unnið er nú að krafti að setja upp heitan pott í Lækjarási.
 • Bíódagar verða haldnir í Lækjarási einu sinni í mánuði.

Lækjaráspósturinn er kominn út og hægt að nálgast hann hér í prentvænu formi.

Lesa meira []

Fræðslufundur - FFA

Fræðslufundur - FFA

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að kynningu á þeirri breytingu á þjónustu við fatlað fólk sem verður um næstu áramót þegar sveitarfélög taka við þeim þjónustuþáttum sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra hafa haft með höndum.

Tilgangurinn með kynningunum er að fólk geti leitað svara við spurningum eins og:

 • Hvað er það sem breytist og hvað ekki?
 • Hvernig er undirbúningi breytinganna háttað?
 • Hvert á ég að leita eftir þjónustu eftir áramót ? o.fl

Fyrri fundurinn verður 8. nóvember kl. 20:00  að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður íbúum  Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Seinni fundurinn verður  9.  nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, og er ætlaður íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.


Lesa meira []

5 ára starfsafmæli

5 ára starfsafmæli

5 ára starfsafmæli

Hrund, Viktoryia, Anna Herdís, Elísa og Alma fagna á þessu ári 5 ára starfsafmæli og var þeim afhend rós og hjarta í því tilefni.

Lesa meira []

Opið hús 22. október 2010

Opið hús 22. október 2010

Auglýsingin opið hús 2010 Ás

 

Ás vinnustofa, Brautarholti 6 verður með opið hús þann 22. október næstkomandi. 

Þar gefst tækifæri til að kynna sér starfsemi Áss vinnustofu og skoða þær vörur sem þar eru framleiddar.

Klukkan 14:00 verða afhentar viðurkenningar fyrir 20 ára starf. 

Opnunartími: 13:00 (1:00) — 15:30 (3:30)

Kaffi og kleinur       

Kær kveðja og hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Áss vinnustofu

Með því að smella á myndina er hægt  að prenta út auglýsinguna.

Lesa meira []

Setrið eins árs.

Setrið eins árs.

Þann 8.október var eitt ár liðið frá því að starfsemi Hússins flutti í Lækjarás. Í leiðinni var skipt um nafn og varð Setrið fyrir valinu. Af því tilefni buðu Nína og María uppá óvænta veislu og hélt María ræðu þar sem meðal annars kom fram þakklæti til allra í Lækjarási fyrir að taka svona vel á móti þeim úr Húsinu. Setrið 1 árs


 

Lesa meira []

Samfélagsátak og starfskynning

Samfélagsátak og starfskynning

Hótelkeðjan Rezdior Hótel Group stendur fyrir árlegu samfélagsátaki. Radisson blu í Reykjavík er hluti af þessari keðju og bauð samstarf við Ás styrktarfélag. Starfsmönnum frá Ási vinnustofu var boðið að koma í starfskynningu á hótelinu. Verkefnið stóð síðustu 2 vikur og voru þátttakendur alls 8. Mætti hver og einn í 2 daga ogfékk fjölbreytta kynningu í öllum starfsdeildum með aðstoð starfsfólks hótelsins.

Í dag býður Radisson öllum þátttakendum að taka þátt í námskeiði í bakstri sem fer fram á hótelinu og um leið tækifærið nýtt til að kveðja og ljúka frábæru átaki, þá er þeim sem héldu utan um verkefnið frá skrifstofunni og Ási vinnustofu boðið í kaffið.

Hildur Davíðs

Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á hnappinn meira


Lesa meira []

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey Félagið vill þakka stuðning Lionsklúbbsins Freys en á liðnum árum hefur stuðningur þeirra verið ómetanlegur. Nú á sumarmánuðum gáfu þeir 4 uppþvottavélar, 1 þvottavél og 1 ryksugu. Allt kom þetta sér vel að notum á sambýlunum fjórum í Víðihlíð. Af tilefni afhendingar var að að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti. 

Lesa meira []

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Um þessar mundir fer fram mat á stuðningsþörf allra einstaklinga á landinu sem eru í búsetuþjónustu fyrir fatlaða. Stuðningsþörfin er metin með bandarísku mati, Supports Intensity Scale (Mat á stuðningsþörf eða SIS mat), sem jafnframt er verið að staðla fyrir íslenskar aðstæður.

Í Reykjavík nær matið til yfir 400 einstaklinga sem njóta búsetuþjónustu hjá þremur rekstraraðilum, SSR, Ási styrktarfélagi og Reykjavíkurborg. Skráningu í SIS er lokið hjá Ási styrktarfélagi

 

Lesa meira []

Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta

Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta

Auðskilinn texti – kennslurit  um gerð auðskilins texta er aðgengilegt  hefti um, hvernig best er að setja upp texta á auðskiljanlegan hátt. Ýmsar tilgátur hafa verið í gangi um hvaða aðferðir skili bestum árangri og eru skilaboðin um aðferðirnar  stundum misvísandi.  

 

Í þessu hefti  er  gerð grein fyrir aðferð sem hefur verið margreynd með rannsóknum  frá stofnunum og félagasamtökum í Bretlandi , Noregi og víðar.

 

Efni þessa heftis  gagnast öllum vel sem eru að útbúa kennslu- og annað fræðsluefni ætlað fólki með þroskahömlun á öllum aldri og þeim sem eiga í erfiðleikum með að lesa og skilja flókinn texta.Sigurður Sigurðsson þroskaþjálfi tók efnið saman fyrir Ás styrktarfélag.Heftið er samtals 37 blaðsíður og kostar kr. 1800

 

Pantanir sendist til:  aslaug@styrktarfelag.is


Lesa meira []

Ferð í Húsdýragarðinn

Ferð í Húsdýragarðinn

Halli Bjössi   Siggi Bjössi og Elberg

      Halli Bjössi og Adam                  Siggi Örn, Bjössi og Elberg

Strákarnir á D-stofu fóru í Húsdýragarðinn í góða veðrinu

Lesa meira []

Heilsuvika

Heilsuvika

KubbVikuna 31. maí til 4. júní var haldin heilsuvika í Bjarkarási og Lækjarási. Heilsuvikan er orðinn fastur liður í starfsemi staðanna og dagskráin orðin nokkuð fastmótuð. Föstu liðirnir eru göngutúrar tvisvar sinnum á dag og matseðillinn er á hollum nótum. Að þessu sinni byrjuðum við á að fá kennslu í að útbúa heilsudrykk sem allir geta gert heima og allir fengu að smakka.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Sumarlokanir

Skrifstofan: 19. júlí til 6. ágúst

Lækjarás: 5. júlí til 23. júlí

Bjarkarás: 28. júní til 23. júlí

Lyngás: 12. til 16. júlí

Ás vinnustofa: 19. júlí til 14. ágúst


Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Lækjaráspósturinn

Þar segir m.a. frá því að í apríl kom Laufey Gissurardóttir í Lækjarás og hélt námskeið í helstu grunnatriðum skyndihjálpar. Námskeiðið var mjög gagnlegt ogskemmtilegt og þátttakendur lærðu hvernig á að bregðast við og bjarga fólki í neyð. Hægt er að sjá póstinn í heild sinni í pdf formi hér.

Lesa meira []

Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010

Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010 sis myndMat á stuðningsþörf (SIS) er þróað af bandarísku samtökunum AAIDD til að meta stuðningsþörf fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.  Matið hefur verið í notkun frá 2003 en tilgangur þess er að skilgreina þann viðbótarstuðning sem fullorðið fatlað fólk þarf á að halda til búsetu, vinnu og samfélagsþátttöku. Upplýsingaöflun fer fram í viðtali sérstakra matsmanna við hinn fatlaða sjálfan eða einhvern sem þekkir viðkomandi vel. Spurt er um atriði sem snúa að færni á 6 sviðum daglegs lífs: heimilishaldi, að fara ferða sinna, sí- og endurmenntun, vinnu, heilsu og öryggi, og félagslegri þátttöku. Niðurstöður matsins sýna stöðu viðkomandi sem hlutfall af stuðningsþörf samanburðarhóps fatlaðs fólks. Frekari upplýsingar um matið má sjá á heimasíðu þess: www.siswebsite.org

Lesa meira []

Gjöf úr Áshildarsjóði

Gjöf úr Áshildarsjóði

Áshildarsjóður var stofnaður af foreldrum Áshildar Harðardóttur en hún var til fjölda ára í þjónustu hjá Styrktarfélaginu, m.a. í búsetu á sambýli og dagvíst í Lækjarási. Upprunalega var sjóðurinn aðalega ætlaður til að bæta lífsgæði og aðstæður Áshildar. En þar sem megintilgangi sjóðsins lauk við fráfall Áshildar þann 22. júní 2008 hefur hann verið lagður niður og eigum hans ráðstafað til Áss styrktarfélags í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Eignum sjóðsins kr. 15.740.970,- verður varið til kaupa og uppsetningar sundpotts (cross trainer) í Lækjarási og byggingar yfir hann.

Ás styrktarfélag þakkar stjórn sjóðsins, þeim Snæbirni Ásgeirssyni, Magnúsi Kristinssyni og Hafliða Hjartarssyni ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

Lesa meira []

Ljós í myrkri

Ljós í myrkri Lagið Ljós í myrkri er komið út en það er flutt af Páli Óskari og hljómsveitinni Föxunum. Lagið var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir og fjölskyldu hennar, en hún lést skömmu eftir að lagið var tilbúið til flutnings. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. Lagið er eftir Gunnar Guðmundsson og textinn er eftir Vigni Örn Guðnason en þeir eru vinnufélagar foreldra Fanneyjar Eddu ásamt því að vera í hljómsveitinni Faxarnir sem er eingöngu skipuð flugmönnum hjá Flugfélagi Íslands. Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvað veðrið segir. Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von. Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum. Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Lesa meira []

Saga um tré

Saga um tré

Auðunn og listaverkiðEins og áður hefur komið fram gerði Lækjarás listaverk sem var við opnun á List án landamæra. Auðunn Gestsson samdi ljóð í því tilefni og allir þjónustunotendur komu að undirbúningi og gerð listaverksins með einhverjum hætti. 

Með því að smella hér sjáið þið myndir frá undirbúningnum.

Saga um tré
Lítið tré stendur við jörðu
Regnið bleytir grasið
Tréð vex og vex
Verður stórt eins og Lækjarás
Fuglarnir syngja söngva
Höfundur: Auðunn Gestsson

Til að sjá ljóðið með texta og táknum smellið hér.

 


Lesa meira []

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Könnunin Stofnun ársins er samvinnuverkefni SFR og VR. Þátttakendur voru spurðir út´i vinnutegnda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. Könnunin er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar.

Lesa meira []

Gjörningur Gjólu og Meistaranna

Gjörningur Gjólu og Meistaranna

   Gjörningur 

Opnunarhátíð List án Landamæra var á fimmtudaginn 29. apríl sl. þar sem Gjóla og Meistararnir framkvæmdu Gjörninginn "Fjaðrafok í logni".

        

Lesa meira []

List án landamæra

List án landamæra

Auðunn og listaverkiðLækjarás tekur þátt í List án landamæra með samstarfsverkefni sem nefnist "Saga um tré" og byggir á ljóði eftir Auðunn Gestsson og segir frá vöxti trjáa sem plantað var á lóð Lækjaráss fljótlega eftir stofnun þess. Flestir þjónustunotendur Lækjaráss komu að gerð þessa verks sem er unnið á eikarparket og myndin mótuð úr mosaík glerflísum.  Verkið er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 29. apríl til 9. maí.

 

Lækjarás þakkar Agli árnasyni hf. veittan stuðning við gerð verksins.

 

Á myndinni er Auðunn Gestsson höfundur ljóðsins ásamt listaverkinu.

 

Hægt er nálgast dagskrána hér á pdf formi.

 

Opnun List án landamæra verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.

 


Lesa meira []

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur verður haldinn í Bjarkarási Stjörnugróf 7 þriðjudaginn 27. apríl klukkan 16:30 - 19:00

Fundarefni verður:

 1. Starfsstellingar.
 2. Notkun, tilgangur og umgengi á hjálpartækjum.

Skráning fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig fyrir 22. apríl

Sjá nánari auglýsingu hér


Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

Gróðurhúsið Bjarkarási

PlönturGúrkurnar eru komnar til sölu í gróðurhúsi Bjarkaráss. Eitthvað er til af kryddjurtum í pottum, s.s. basil, koriander, dill og timian. Einnig eru til í pottum mini tómatar, mini paprika og mini eggaldin plöntur. Það er ótrúlega spennandi að rækta í glugganum heima. Þessar plöntur eru til í takmörkuðu magni, fyrstir koma, fyrstir fá.

Verð á plöntum er:

 • Tómatar, paprika og eggaldin 650 kr.
 • Basil 450 kr.
 • Dill 400 kr.
 • Timian 450 kr.
 • Koriander 450 kr.

Til að sjá auglýsinguna í prenthæfu formi ýtið hér.


Lesa meira []

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Námskeið fyrir starfsfólk Áss styrktarfélags sem starfar við búsetu og aðstoðar eldra fólk.

Aðaláhersla fræðslunnar er hækkun lífaldurs, umfjöllun um heilabilun almennt og sérstaklega tengsl milli Downs heilkenna og Alxheimer. Að skapa tækifæri fyrir fólk sem er að glíma við sömu aðstæður til að hittast, ræða starfið og tengja reynslu sína og þekkingu við nýjar upplýsingar

Haldið mánudaginn 12. og 19. apríl næstkomandi, á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 C, 3.hæð. Sjá nánar hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss

Lækjráspósturinn fyrir mars mánuð er kominn út. Ef þið smellið á myndina hér að neðan er hægt að skoða póstinn á pdf formi.  Meðal annars er sagt frá þorrablóti sem ávalt er haldið að rammíslenskum sið. 

mynd fréttabréf mars
  

Lesa meira []

Leikræn tjáning á Lyngási

Leikræn tjáning á Lyngási

Leiklist 19.03.10   Leiklist 19.0310

Harpa Arnardóttir leikkona var með síðasta tímann í bili föstudaginn 19. mars og fékk hún góðan gest með sér, Hilmar Örn Agnarsson organista.  Þemað var "Frelsið - Tákn um umbreytingu"

Lesa meira []

Sjálfsstyrking

Sjálfsstyrking

sjálfstyrking fyrir konurÁ síðustu vikum hafa verið þrír 3. árs þroskaþjálfanemar í vettvangsnámi á skrifstofu Áss styrktarfélags. Hluti af þeirra vinnu var m.a. að setja saman námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur. Til þess nýttu nemarnir bókina Gott hjá þér! en það er kennslubók í ákveðniþjálfun fyrir fólk með þroskahömlun og er gefin út af félaginu. Námskeiðinu lauk í dag og voru þátttakendur almennt mjög ánægðir með hvernig til tókst.

Lesa meira []

Breyttur lífstíll

Breyttur lífstíll

Breyttur lífstíllÁtta vikna átaksnámskeiðinu í Breytta lífstílnum lauk í dag. Alls voru 11 þátttakendur og voru þeir flestir ánægðir með árangur sinn, en árangur mælist ekki eingöngu á vigtinni heldur einnig í þeim smáu hlutum sem viðkomandi hefur náð að breyta í fæðuvali sínu, betri líkamlegri og andlegri líðan.

Annað námskeið hefst í haust og verður það nánar auglýst síðar.

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurlandi

Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Eins og sl. sumar  höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.  

Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu.  Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika. 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar.  Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.   

Lesa meira []

Spennandi námskeið framundan hjá Þekkingarsetrinu.

Spennandi námskeið framundan hjá Þekkingarsetrinu.

Hér að neðan eru 3 mismunandi námskeið ætluð þeim sem eru 20 ára og eldri.

Smellið á hverja mynd fyrir sig til að sjá hana í heild sinni

kynfr f konur mynd

     

 

 

 

 

 

 kynfr f karla mynd

 

 

 

 

 

 

k- v- k mynd

 

 

 

 

 

 

          Sjá nánar hjá Þekkingarsetrinu

 

____________________________________________________________________

Lesa meira []

Öskudagur á Lyngási

Öskudagur á Lyngási

Rut Hrund og krakkarnir

Öskudagurinn var haldin með hefðbundnum hætti á Lyngási, hér eru yngstu krakkarnir með aðkeyptu fótboltastelpunni og bakaranum :)

Lesa meira []

Leikræn tjáning með Hörpu Arnardóttur leikkonu

Leikræn tjáning með Hörpu Arnardóttur leikkonu

 Drama Harpa 2   

Leikræn tjáning á Lyngási 

Harpa Arnardóttir leikkona byrjaði sl. föstudag með námskeið sem felur í sér upplifun og skynjun í augnablikinu.                                            

Lesa meira []

Upprifjunar námskeið í skyndihjálp

Upprifjunar námskeið í skyndihjálp
2 upprifjunar námskeið í skyndihjálp verða haldinn þann 18. og 19. febrúar 2010 fyrir starfsfólk  Áss vinnustofu sem ekki geta nýtt sér almenn námskeið.  
Ath. nauðsynlegt er að hafa lokið grunnnámskeiði til að geta farið á upprifjun.Leiðbeinandi er Laufey Gissurardóttir þroskaþjálfi og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Fyrra námskeiðið  verður haldið:18. febrúar  kl. 13-15:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Seinna námskeiðið verður haldið: 19. febrúar. Kl. 9:00-11:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Vinsamlegast skráið ykkur á þátttökulistann fyrir 10. febrúar

Lesa meira []

Gott hjá þér!

Gott hjá þér!

Gott hjá þér!Gott hjá þér! er kennsluefni í ákveðniþjálfun sem eflir sjálfstraust og er ætlað fagfólki sem vinnur með fólki með þroskahömlun. Fræðsluefnið nýtist jafnt unglingum sem fullorðnum.

 

Gott hjá þér! heitir á frummáli ThumbsUp! og  hefur hlotið góðan orðstýr og verið margendurútgefið í Bretlandi. Efnistökin í bókinni byggjast á að þátttakendur taka þátt í fjölmörgum og skemmtilegum verkefnum, æfingum og hlutverkaleikjum, sem styrkja sjálfstraust og auka hæfileika til að verða ákveðnari og takast á við þær áskoranir sem fólk stendur oft frammi fyrir við ýmsar athafnir daglegs lífs.   

Lesa meira []

Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags 2009

Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags 2009

I. vinningur: VW Polo að andvirði kr. 2.600.000. kom á miða númer 7568

II.vinningur: Heimilistæki frá Smith & Norland að andvirði  kr. 240.000. hver vinningur.

      1437 - 1624 - 3070 

      5710 - 7417 - 12686

      15996 - 16935 - 17264

      19032

Félagið þakkar veittan stuðning

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.