Gleðilega hátíð
Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.
Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.
Föstudaginn 11. desember hélt Góði hirðirinn annað uppboð til styrktar Bjarkarási. Tónlistarmaðurinn KK stýrði þessu uppboði eins og því sem haldið var í nóvember. Að þessu sinni söfnuðust 301.200 kr. Heildarupphæðin sem Góði hirðirinn hefur safnað með þessu móti og gefið Bjarkarási, er því 687.200,- krónur. Formleg afhending fór fram í Góða hirðinum föstudaginn 17. desember þar sem einnig voru afhentir veglegir styrkir til ýmissa góðgerðarmála.
Bjarkarásfólk mun nýta styrkinn til kaupa á standlyftu og ýmsum tölvutengdum búnaði eins og snertiskjá og rofum.
Nánari upplýsingar um styrkveitingar Góða hirðisins má sjá á heimasíðu þeirra hér.Tónlist og upplestur ríkjandi í jólastemmnningu á Lyngási
Fréttabréf Lækjaráss fyrir desember mánuð er komið út. Þar ber ýmissa grasa, m.a. er viðtal, jólasaga og ýmsar tilkynningar. Fréttabréfið er hægt að nálgast hér í prentvænni útgáfu.
Föstudaginn 10. 12. Kl. 16:30 verður uppboð hjá Góða hirðinum í Fellsmúla 28. Verslunarstjórnin hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá því síðast og gefa Bjarkarási allt sem kemur í kassann á uppboðinu. Í nóvember seldist fyrir 386.000,- kr. og dugar sá peningur fyrir standlyftaranum sem Bjarkarás hefur bráðvantað svo lengi.
Nú verður söluhagnaði varið til kaupa á ýmsum tölvubúnaði og jafnvel myndavél, fer allt eftir því hversu mikið kemur inn. Bjarkarás hvetur alla til að mæta því þetta eru stórskemmtilegar uppákomur sem tónlistarmaðurinn KK stjórnar af stakri snilld. Skoðið vef Sorpu, þar sem hægt er að sjá hvaða munir verða á uppboðinu.
Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og hér má sjá mynd frá afhendingunni.
Vikuna 15.-19. nóvember var haldin menningarvika í Lækjarási í annað skipti. Skiptust stofurnar á að koma með menningarlega viðburði. Kenndi þar ýmissa grasa og fengum við kynningu á kaffimenningu, jeppamenningu, íslensku jólasveinunum, tröllum og ýmsir lásu upp ljóð. Var þetta mjög fjölbreytt og skemmtileg vika.
Með því að smella á myndina fáið sjáið þið myndir á prentvænu formi.
Tónlist fyrir alla í Safamýrarskóla
Laugardaginn 27. nóvember verður jólamarkaður í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, kl. 13 – 16. Þar verða til sölu ýmsir listmunir sem meðal annars eru unnir úr gleri, tré, ull og leir. Einnig verða seld kerti úr nýrri kertagerð Bjarkaráss. Vinnustofan Ás verður með klúta, handklæði og sitthvað fleira.
Léttar veitingar á vægu verði.
Allir velkomnir.
Til að sjá prentvæna auglýsingu vinsamlegast smellið hér.
Ýtið hér á hnappinn að neðan til að sjá myndir.
Í dag komu góðir gestir á Lyngás......
Undanfarið hefur starfsfólk Áss styrktarfélags verið á tölvunámskeiði í Word og Excel. Námskeiðin voru haldin á skrifstofu félagsins og voru þátttakendur sammála um að hafa bæði gagn og gaman af.
Hluti af Fjölmiðlahóp Lækjaráss kom í gær og afhenti skrifstofu félagsins eintak af Lækjaráspóstinum. Hér að neðan má sjá mynd af Maríu afhenda Jónínu eintak og með því að smella á meira er einnig hægt að sjá Sverri, Bjarna, Maríu, Jónínu og Þóru. Þökkum kærlega fyrir afhendinguna.
Pósturinn fyrir október mánuð er kominn út frá Lækjarási, þar sem sagt er frá ýmsu, m.a.:
Lækjaráspósturinn er kominn út og hægt að nálgast hann hér í prentvænu formi.
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að kynningu á þeirri breytingu á þjónustu við fatlað fólk sem verður um næstu áramót þegar sveitarfélög taka við þeim þjónustuþáttum sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra hafa haft með höndum.
Tilgangurinn með kynningunum er að fólk geti leitað svara við spurningum eins og:
Fyrri fundurinn verður 8. nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður íbúum Reykjavíkur og Seltjarnarness.
Seinni fundurinn verður 9. nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, og er ætlaður íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.
Hrund, Viktoryia, Anna Herdís, Elísa og Alma fagna á þessu ári 5 ára starfsafmæli og var þeim afhend rós og hjarta í því tilefni.
Ás vinnustofa, Brautarholti 6 verður með opið hús þann 22. október næstkomandi.
Þar gefst tækifæri til að kynna sér starfsemi Áss vinnustofu og skoða þær vörur sem þar eru framleiddar.
Klukkan 14:00 verða afhentar viðurkenningar fyrir 20 ára starf.
Opnunartími: 13:00 (1:00) — 15:30 (3:30)
Kaffi og kleinur
Kær kveðja og hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Áss vinnustofu
Með því að smella á myndina er hægt að prenta út auglýsinguna.
Þann 8.október var eitt ár liðið frá því að starfsemi Hússins flutti í Lækjarás. Í leiðinni var skipt um nafn og varð Setrið fyrir valinu. Af því tilefni buðu Nína og María uppá óvænta veislu og hélt María ræðu þar sem meðal annars kom fram þakklæti til allra í Lækjarási fyrir að taka svona vel á móti þeim úr Húsinu.