Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Eins og sl. sumar  höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.  

Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu.  Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika. 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar.  Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.   

Lesa meira []

Öskudagur á Lyngási

Rut Hrund og krakkarnir

Öskudagurinn var haldin með hefðbundnum hætti á Lyngási, hér eru yngstu krakkarnir með aðkeyptu fótboltastelpunni og bakaranum :)

Lesa meira []

Leikræn tjáning með Hörpu Arnardóttur leikkonu

 Drama Harpa 2   

Leikræn tjáning á Lyngási 

Harpa Arnardóttir leikkona byrjaði sl. föstudag með námskeið sem felur í sér upplifun og skynjun í augnablikinu.                                            

Lesa meira []

Upprifjunar námskeið í skyndihjálp

2 upprifjunar námskeið í skyndihjálp verða haldinn þann 18. og 19. febrúar 2010 fyrir starfsfólk  Áss vinnustofu sem ekki geta nýtt sér almenn námskeið.  
Ath. nauðsynlegt er að hafa lokið grunnnámskeiði til að geta farið á upprifjun.Leiðbeinandi er Laufey Gissurardóttir þroskaþjálfi og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Fyrra námskeiðið  verður haldið:18. febrúar  kl. 13-15:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Seinna námskeiðið verður haldið: 19. febrúar. Kl. 9:00-11:30 Á skrifstofu Áss styrktarfélags í Skipholti 50c
Vinsamlegast skráið ykkur á þátttökulistann fyrir 10. febrúar

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.