List án landamæra

Auðunn og listaverkiðLækjarás tekur þátt í List án landamæra með samstarfsverkefni sem nefnist "Saga um tré" og byggir á ljóði eftir Auðunn Gestsson og segir frá vöxti trjáa sem plantað var á lóð Lækjaráss fljótlega eftir stofnun þess. Flestir þjónustunotendur Lækjaráss komu að gerð þessa verks sem er unnið á eikarparket og myndin mótuð úr mosaík glerflísum.  Verkið er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 29. apríl til 9. maí.

 

Lækjarás þakkar Agli árnasyni hf. veittan stuðning við gerð verksins.

 

Á myndinni er Auðunn Gestsson höfundur ljóðsins ásamt listaverkinu.

 

Hægt er nálgast dagskrána hér á pdf formi.

 

Opnun List án landamæra verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.

 


Lesa meira []

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur verður haldinn í Bjarkarási Stjörnugróf 7 þriðjudaginn 27. apríl klukkan 16:30 - 19:00

Fundarefni verður:

  1. Starfsstellingar.
  2. Notkun, tilgangur og umgengi á hjálpartækjum.

Skráning fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig fyrir 22. apríl

Sjá nánari auglýsingu hér


Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

PlönturGúrkurnar eru komnar til sölu í gróðurhúsi Bjarkaráss. Eitthvað er til af kryddjurtum í pottum, s.s. basil, koriander, dill og timian. Einnig eru til í pottum mini tómatar, mini paprika og mini eggaldin plöntur. Það er ótrúlega spennandi að rækta í glugganum heima. Þessar plöntur eru til í takmörkuðu magni, fyrstir koma, fyrstir fá.

Verð á plöntum er:

  • Tómatar, paprika og eggaldin 650 kr.
  • Basil 450 kr.
  • Dill 400 kr.
  • Timian 450 kr.
  • Koriander 450 kr.

Til að sjá auglýsinguna í prenthæfu formi ýtið hér.


Lesa meira []

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Námskeið fyrir starfsfólk Áss styrktarfélags sem starfar við búsetu og aðstoðar eldra fólk.

Aðaláhersla fræðslunnar er hækkun lífaldurs, umfjöllun um heilabilun almennt og sérstaklega tengsl milli Downs heilkenna og Alxheimer. Að skapa tækifæri fyrir fólk sem er að glíma við sömu aðstæður til að hittast, ræða starfið og tengja reynslu sína og þekkingu við nýjar upplýsingar

Haldið mánudaginn 12. og 19. apríl næstkomandi, á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 C, 3.hæð. Sjá nánar hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Lækjráspósturinn fyrir mars mánuð er kominn út. Ef þið smellið á myndina hér að neðan er hægt að skoða póstinn á pdf formi.  Meðal annars er sagt frá þorrablóti sem ávalt er haldið að rammíslenskum sið. 

mynd fréttabréf mars
  

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.