Ljós í myrkri

Lagið Ljós í myrkri er komið út en það er flutt af Páli Óskari og hljómsveitinni Föxunum. Lagið var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir og fjölskyldu hennar, en hún lést skömmu eftir að lagið var tilbúið til flutnings. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. Lagið er eftir Gunnar Guðmundsson og textinn er eftir Vigni Örn Guðnason en þeir eru vinnufélagar foreldra Fanneyjar Eddu ásamt því að vera í hljómsveitinni Faxarnir sem er eingöngu skipuð flugmönnum hjá Flugfélagi Íslands. Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvað veðrið segir. Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von. Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum. Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Lesa meira []

Saga um tré

Auðunn og listaverkiðEins og áður hefur komið fram gerði Lækjarás listaverk sem var við opnun á List án landamæra. Auðunn Gestsson samdi ljóð í því tilefni og allir þjónustunotendur komu að undirbúningi og gerð listaverksins með einhverjum hætti. 

Með því að smella hér sjáið þið myndir frá undirbúningnum.

Saga um tré
Lítið tré stendur við jörðu
Regnið bleytir grasið
Tréð vex og vex
Verður stórt eins og Lækjarás
Fuglarnir syngja söngva
Höfundur: Auðunn Gestsson

Til að sjá ljóðið með texta og táknum smellið hér.

 


Lesa meira []

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Könnunin Stofnun ársins er samvinnuverkefni SFR og VR. Þátttakendur voru spurðir út´i vinnutegnda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. Könnunin er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.