Heilsuvika

KubbVikuna 31. maí til 4. júní var haldin heilsuvika í Bjarkarási og Lækjarási. Heilsuvikan er orðinn fastur liður í starfsemi staðanna og dagskráin orðin nokkuð fastmótuð. Föstu liðirnir eru göngutúrar tvisvar sinnum á dag og matseðillinn er á hollum nótum. Að þessu sinni byrjuðum við á að fá kennslu í að útbúa heilsudrykk sem allir geta gert heima og allir fengu að smakka.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Skrifstofan: 19. júlí til 6. ágúst

Lækjarás: 5. júlí til 23. júlí

Bjarkarás: 28. júní til 23. júlí

Lyngás: 12. til 16. júlí

Ás vinnustofa: 19. júlí til 14. ágúst


Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Þar segir m.a. frá því að í apríl kom Laufey Gissurardóttir í Lækjarás og hélt námskeið í helstu grunnatriðum skyndihjálpar. Námskeiðið var mjög gagnlegt ogskemmtilegt og þátttakendur lærðu hvernig á að bregðast við og bjarga fólki í neyð. Hægt er að sjá póstinn í heild sinni í pdf formi hér.

Lesa meira []

Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010

sis myndMat á stuðningsþörf (SIS) er þróað af bandarísku samtökunum AAIDD til að meta stuðningsþörf fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.  Matið hefur verið í notkun frá 2003 en tilgangur þess er að skilgreina þann viðbótarstuðning sem fullorðið fatlað fólk þarf á að halda til búsetu, vinnu og samfélagsþátttöku. Upplýsingaöflun fer fram í viðtali sérstakra matsmanna við hinn fatlaða sjálfan eða einhvern sem þekkir viðkomandi vel. Spurt er um atriði sem snúa að færni á 6 sviðum daglegs lífs: heimilishaldi, að fara ferða sinna, sí- og endurmenntun, vinnu, heilsu og öryggi, og félagslegri þátttöku. Niðurstöður matsins sýna stöðu viðkomandi sem hlutfall af stuðningsþörf samanburðarhóps fatlaðs fólks. Frekari upplýsingar um matið má sjá á heimasíðu þess: www.siswebsite.org

Lesa meira []

Gjöf úr Áshildarsjóði

Áshildarsjóður var stofnaður af foreldrum Áshildar Harðardóttur en hún var til fjölda ára í þjónustu hjá Styrktarfélaginu, m.a. í búsetu á sambýli og dagvíst í Lækjarási. Upprunalega var sjóðurinn aðalega ætlaður til að bæta lífsgæði og aðstæður Áshildar. En þar sem megintilgangi sjóðsins lauk við fráfall Áshildar þann 22. júní 2008 hefur hann verið lagður niður og eigum hans ráðstafað til Áss styrktarfélags í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Eignum sjóðsins kr. 15.740.970,- verður varið til kaupa og uppsetningar sundpotts (cross trainer) í Lækjarási og byggingar yfir hann.

Ás styrktarfélag þakkar stjórn sjóðsins, þeim Snæbirni Ásgeirssyni, Magnúsi Kristinssyni og Hafliða Hjartarssyni ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.