Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta
Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta er aðgengilegt hefti um, hvernig best er að setja upp texta á auðskiljanlegan hátt. Ýmsar tilgátur hafa verið í gangi um hvaða aðferðir skili bestum árangri og eru skilaboðin um aðferðirnar stundum misvísandi.
Í þessu hefti er gerð grein fyrir aðferð sem hefur verið margreynd með rannsóknum frá stofnunum og félagasamtökum í Bretlandi , Noregi og víðar.
Efni þessa heftis gagnast öllum vel sem eru að útbúa kennslu- og annað fræðsluefni ætlað fólki með þroskahömlun á öllum aldri og þeim sem eiga í erfiðleikum með að lesa og skilja flókinn texta.Sigurður Sigurðsson þroskaþjálfi tók efnið saman fyrir Ás styrktarfélag.Heftið er samtals 37 blaðsíður og kostar kr. 1800
Pantanir sendist til: aslaug@styrktarfelag.is