Samfélagsátak og starfskynning

Hótelkeðjan Rezdior Hótel Group stendur fyrir árlegu samfélagsátaki. Radisson blu í Reykjavík er hluti af þessari keðju og bauð samstarf við Ás styrktarfélag. Starfsmönnum frá Ási vinnustofu var boðið að koma í starfskynningu á hótelinu. Verkefnið stóð síðustu 2 vikur og voru þátttakendur alls 8. Mætti hver og einn í 2 daga ogfékk fjölbreytta kynningu í öllum starfsdeildum með aðstoð starfsfólks hótelsins.

Í dag býður Radisson öllum þátttakendum að taka þátt í námskeiði í bakstri sem fer fram á hótelinu og um leið tækifærið nýtt til að kveðja og ljúka frábæru átaki, þá er þeim sem héldu utan um verkefnið frá skrifstofunni og Ási vinnustofu boðið í kaffið.

Hildur Davíðs

Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á hnappinn meira


Lesa meira []

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey

Félagið vill þakka stuðning Lionsklúbbsins Freys en á liðnum árum hefur stuðningur þeirra verið ómetanlegur. Nú á sumarmánuðum gáfu þeir 4 uppþvottavélar, 1 þvottavél og 1 ryksugu. Allt kom þetta sér vel að notum á sambýlunum fjórum í Víðihlíð. Af tilefni afhendingar var að að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti. 

Lesa meira []

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Um þessar mundir fer fram mat á stuðningsþörf allra einstaklinga á landinu sem eru í búsetuþjónustu fyrir fatlaða. Stuðningsþörfin er metin með bandarísku mati, Supports Intensity Scale (Mat á stuðningsþörf eða SIS mat), sem jafnframt er verið að staðla fyrir íslenskar aðstæður.

Í Reykjavík nær matið til yfir 400 einstaklinga sem njóta búsetuþjónustu hjá þremur rekstraraðilum, SSR, Ási styrktarfélagi og Reykjavíkurborg. Skráningu í SIS er lokið hjá Ási styrktarfélagi

 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.