Gleðilega hátíð

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

Annað uppboð

Föstudaginn 11. desember hélt Góði hirðirinn annað uppboð til styrktar Bjarkarási. Tónlistarmaðurinn KK stýrði þessu uppboði eins og því sem haldið var í nóvember. Að þessu sinni söfnuðust 301.200 kr. Heildarupphæðin sem Góði hirðirinn hefur safnað með þessu móti og gefið Bjarkarási, er því 687.200,- krónur. Formleg afhending fór fram í Góða hirðinum föstudaginn 17. desember þar sem einnig voru afhentir veglegir styrkir til ýmissa góðgerðarmála.

Bjarkarásfólk mun nýta styrkinn til kaupa á standlyftu og ýmsum tölvutengdum búnaði eins og snertiskjá og rofum.

Nánari upplýsingar um styrkveitingar Góða hirðisins má sjá á heimasíðu þeirra hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Fréttabréf Lækjaráss fyrir desember mánuð er komið út. Þar ber ýmissa grasa, m.a. er viðtal, jólasaga og ýmsar tilkynningar. Fréttabréfið er hægt að nálgast hér í prentvænni útgáfu.


Lesa meira []

Annað uppboð í Góða hirðinum

Föstudaginn 10. 12.  Kl. 16:30 verður uppboð hjá Góða hirðinum í Fellsmúla 28. Verslunarstjórnin hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá því síðast og gefa Bjarkarási allt sem kemur í kassann á uppboðinu. Í nóvember seldist fyrir 386.000,- kr. og dugar sá peningur fyrir standlyftaranum sem Bjarkarás hefur bráðvantað svo lengi.

Nú verður söluhagnaði varið til kaupa á ýmsum tölvubúnaði og jafnvel myndavél, fer allt eftir því hversu mikið kemur inn. Bjarkarás hvetur alla til að mæta því þetta eru stórskemmtilegar uppákomur sem tónlistarmaðurinn KK stjórnar af stakri snilld. Skoðið vef Sorpu, þar sem hægt er að sjá hvaða munir verða á uppboðinu.


Lesa meira []

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heklu

Nú í morgun komu félagar frá Kiwanisklúbbnum Heklu og færðu Bjarkarási 42” sjónvarp að gjöf.

Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og hér má sjá mynd frá afhendingunni.

Afhending sjónvarps

Lesa meira []

Menningavika í Lækjarási

mynd f menningavikuVikuna 15.-19. nóvember var haldin menningarvika í Lækjarási í annað skipti. Skiptust stofurnar á að koma með menningarlega viðburði. Kenndi þar ýmissa grasa  og  fengum  við kynningu á kaffimenningu, jeppamenningu, íslensku jólasveinunum, tröllum og ýmsir lásu upp ljóð. Var þetta mjög fjölbreytt og skemmtileg vika.

Með því að smella á myndina fáið sjáið þið myndir á prentvænu formi.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.