Annað uppboð

Föstudaginn 11. desember hélt Góði hirðirinn annað uppboð til styrktar Bjarkarási. Tónlistarmaðurinn KK stýrði þessu uppboði eins og því sem haldið var í nóvember. Að þessu sinni söfnuðust 301.200 kr. Heildarupphæðin sem Góði hirðirinn hefur safnað með þessu móti og gefið Bjarkarási, er því 687.200,- krónur. Formleg afhending fór fram í Góða hirðinum föstudaginn 17. desember þar sem einnig voru afhentir veglegir styrkir til ýmissa góðgerðarmála.

Bjarkarásfólk mun nýta styrkinn til kaupa á standlyftu og ýmsum tölvutengdum búnaði eins og snertiskjá og rofum.

Nánari upplýsingar um styrkveitingar Góða hirðisins má sjá á heimasíðu þeirra hér.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.