Mat á stuðningsþörf (SIS): Lagt fyrir hjá Ási styrktarfélagi í júlí og ágúst 2010

sis myndMat á stuðningsþörf (SIS) er þróað af bandarísku samtökunum AAIDD til að meta stuðningsþörf fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.  Matið hefur verið í notkun frá 2003 en tilgangur þess er að skilgreina þann viðbótarstuðning sem fullorðið fatlað fólk þarf á að halda til búsetu, vinnu og samfélagsþátttöku. Upplýsingaöflun fer fram í viðtali sérstakra matsmanna við hinn fatlaða sjálfan eða einhvern sem þekkir viðkomandi vel. Spurt er um atriði sem snúa að færni á 6 sviðum daglegs lífs: heimilishaldi, að fara ferða sinna, sí- og endurmenntun, vinnu, heilsu og öryggi, og félagslegri þátttöku. Niðurstöður matsins sýna stöðu viðkomandi sem hlutfall af stuðningsþörf samanburðarhóps fatlaðs fólks. Frekari upplýsingar um matið má sjá á heimasíðu þess: www.siswebsite.org

Lesa meira []

Gjöf úr Áshildarsjóði

Áshildarsjóður var stofnaður af foreldrum Áshildar Harðardóttur en hún var til fjölda ára í þjónustu hjá Styrktarfélaginu, m.a. í búsetu á sambýli og dagvíst í Lækjarási. Upprunalega var sjóðurinn aðalega ætlaður til að bæta lífsgæði og aðstæður Áshildar. En þar sem megintilgangi sjóðsins lauk við fráfall Áshildar þann 22. júní 2008 hefur hann verið lagður niður og eigum hans ráðstafað til Áss styrktarfélags í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Eignum sjóðsins kr. 15.740.970,- verður varið til kaupa og uppsetningar sundpotts (cross trainer) í Lækjarási og byggingar yfir hann.

Ás styrktarfélag þakkar stjórn sjóðsins, þeim Snæbirni Ásgeirssyni, Magnúsi Kristinssyni og Hafliða Hjartarssyni ánægjuleg samskipti á liðnum árum.

Lesa meira []

Ljós í myrkri

Lagið Ljós í myrkri er komið út en það er flutt af Páli Óskari og hljómsveitinni Föxunum. Lagið var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir og fjölskyldu hennar, en hún lést skömmu eftir að lagið var tilbúið til flutnings. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. Lagið er eftir Gunnar Guðmundsson og textinn er eftir Vigni Örn Guðnason en þeir eru vinnufélagar foreldra Fanneyjar Eddu ásamt því að vera í hljómsveitinni Faxarnir sem er eingöngu skipuð flugmönnum hjá Flugfélagi Íslands. Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvað veðrið segir. Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von. Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum. Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Lesa meira []

Saga um tré

Auðunn og listaverkiðEins og áður hefur komið fram gerði Lækjarás listaverk sem var við opnun á List án landamæra. Auðunn Gestsson samdi ljóð í því tilefni og allir þjónustunotendur komu að undirbúningi og gerð listaverksins með einhverjum hætti. 

Með því að smella hér sjáið þið myndir frá undirbúningnum.

Saga um tré
Lítið tré stendur við jörðu
Regnið bleytir grasið
Tréð vex og vex
Verður stórt eins og Lækjarás
Fuglarnir syngja söngva
Höfundur: Auðunn Gestsson

Til að sjá ljóðið með texta og táknum smellið hér.

 


Lesa meira []

Stofnun ársins 2010 - Ás styrktarfélag í 7. sæti

Könnunin Stofnun ársins er samvinnuverkefni SFR og VR. Þátttakendur voru spurðir út´i vinnutegnda þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira. Könnunin er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna á Íslandi, enda sú stærsta sinnar tegundar.

Lesa meira []

List án landamæra

Auðunn og listaverkiðLækjarás tekur þátt í List án landamæra með samstarfsverkefni sem nefnist "Saga um tré" og byggir á ljóði eftir Auðunn Gestsson og segir frá vöxti trjáa sem plantað var á lóð Lækjaráss fljótlega eftir stofnun þess. Flestir þjónustunotendur Lækjaráss komu að gerð þessa verks sem er unnið á eikarparket og myndin mótuð úr mosaík glerflísum.  Verkið er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 29. apríl til 9. maí.

 

Lækjarás þakkar Agli árnasyni hf. veittan stuðning við gerð verksins.

 

Á myndinni er Auðunn Gestsson höfundur ljóðsins ásamt listaverkinu.

 

Hægt er nálgast dagskrána hér á pdf formi.

 

Opnun List án landamæra verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.

 


Lesa meira []

Sameiginlegur fræðslufundur

Sameiginlegur fræðslufundur verður haldinn í Bjarkarási Stjörnugróf 7 þriðjudaginn 27. apríl klukkan 16:30 - 19:00

Fundarefni verður:

  1. Starfsstellingar.
  2. Notkun, tilgangur og umgengi á hjálpartækjum.

Skráning fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig fyrir 22. apríl

Sjá nánari auglýsingu hér


Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

PlönturGúrkurnar eru komnar til sölu í gróðurhúsi Bjarkaráss. Eitthvað er til af kryddjurtum í pottum, s.s. basil, koriander, dill og timian. Einnig eru til í pottum mini tómatar, mini paprika og mini eggaldin plöntur. Það er ótrúlega spennandi að rækta í glugganum heima. Þessar plöntur eru til í takmörkuðu magni, fyrstir koma, fyrstir fá.

Verð á plöntum er:

  • Tómatar, paprika og eggaldin 650 kr.
  • Basil 450 kr.
  • Dill 400 kr.
  • Timian 450 kr.
  • Koriander 450 kr.

Til að sjá auglýsinguna í prenthæfu formi ýtið hér.


Lesa meira []

Hvað þarft þú að vita um öldrun og fólk með þroskahömlun?

Námskeið fyrir starfsfólk Áss styrktarfélags sem starfar við búsetu og aðstoðar eldra fólk.

Aðaláhersla fræðslunnar er hækkun lífaldurs, umfjöllun um heilabilun almennt og sérstaklega tengsl milli Downs heilkenna og Alxheimer. Að skapa tækifæri fyrir fólk sem er að glíma við sömu aðstæður til að hittast, ræða starfið og tengja reynslu sína og þekkingu við nýjar upplýsingar

Haldið mánudaginn 12. og 19. apríl næstkomandi, á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 C, 3.hæð. Sjá nánar hér.

Lesa meira []

Fréttabréf Lækjaráss

Lækjráspósturinn fyrir mars mánuð er kominn út. Ef þið smellið á myndina hér að neðan er hægt að skoða póstinn á pdf formi.  Meðal annars er sagt frá þorrablóti sem ávalt er haldið að rammíslenskum sið. 

mynd fréttabréf mars
  

Lesa meira []

Leikræn tjáning á Lyngási

Leiklist 19.03.10   Leiklist 19.0310

Harpa Arnardóttir leikkona var með síðasta tímann í bili föstudaginn 19. mars og fékk hún góðan gest með sér, Hilmar Örn Agnarsson organista.  Þemað var "Frelsið - Tákn um umbreytingu"

Lesa meira []

Sjálfsstyrking

sjálfstyrking fyrir konurÁ síðustu vikum hafa verið þrír 3. árs þroskaþjálfanemar í vettvangsnámi á skrifstofu Áss styrktarfélags. Hluti af þeirra vinnu var m.a. að setja saman námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur. Til þess nýttu nemarnir bókina Gott hjá þér! en það er kennslubók í ákveðniþjálfun fyrir fólk með þroskahömlun og er gefin út af félaginu. Námskeiðinu lauk í dag og voru þátttakendur almennt mjög ánægðir með hvernig til tókst.

Lesa meira []

Breyttur lífstíll

Breyttur lífstíllÁtta vikna átaksnámskeiðinu í Breytta lífstílnum lauk í dag. Alls voru 11 þátttakendur og voru þeir flestir ánægðir með árangur sinn, en árangur mælist ekki eingöngu á vigtinni heldur einnig í þeim smáu hlutum sem viðkomandi hefur náð að breyta í fæðuvali sínu, betri líkamlegri og andlegri líðan.

Annað námskeið hefst í haust og verður það nánar auglýst síðar.

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Eins og sl. sumar  höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.  

Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu.  Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika. 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar.  Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.   

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.