Styrkur frá Sniglum

Styrkur frá Sniglum Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar ákváðu þessi jól að skipta ágóða vegna sölu á jólaballi sínu milli okkar og Hollvina Grensásdeildar. Stefán Konráðsson Snigill nr. 1981 tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins. Gjöfin kemur í góðar þarfir og þökkum við Sniglum kærlega fyrir hugulsemina í okkar garð. Styrkur frá Sniglum mynd 4

Lesa meira []

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember 2011

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember 2011

Í tilefni Alþjóðdags fatlaðra verður líf og fjör á glæsilegri fjölskylduskemmtun í boði Áss styrktarfélags, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  

 

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR

 

Endilega kynnið ykkur nánari dagskrá með því að ýta á meira   

Lesa meira []

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngás nóv 2011 Mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjíð þið blaðið í prentvænu formi


Lesa meira []

Aðalfundur Stáss

Aðalfundur Stáss

Aðalfundur Stáss, starfsmannfélag Áss styrktarfélags verður haldinn í Lækjarási þann 19. október kl 20.

Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf.

Heitt á könnunni og veitingar.

Stjórn Stáss

Lesa meira []

Keilumót STÁSS

Keilumót STÁSS Starfsmannafélagið hélt Keilumót fimmtudaginn 6. október 2011 í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð. Vinnustaðir kepptu sín á milli og voru fimm lið mætt til leiks. Að þessu sinni fengu starfsmenn í Frekari liðveislu bikarinn til varðveislu í eitt ár. Þátttakendur skemmtu sér vel og nú er bara að hvetja starfsmenn til að æfa í vetur og stefna á bikarinn að ári !

Lesa meira []

Klútamarkaður Ás vinnustofu 7. október

Klútamarkaður Ás vinnustofu 7. október

Klútamarkaður 0911 Mynd

Klútamarkaður verður haldinn í Ási vinnustofu föstudaginn 7. október. Það verður opið frá 10.00 – 15.00 og eru allir velkomnir.

Þessi dagur er hinn árlegi bleiki dagur og við hvetjum alla starfsmenn til að mæta í bleiku og sýna samstöðu með Krabbameinsfélaginu.  

 

Starfsmannafélagið Hallgerður ætlar að vera með smá sölu þennan dag, meðal annars á heilsubrauði, hummus, lakkrís, hafrakökum, töskum, svuntum og kúrekasmekkjum.

Ekki má gleyma gulrótunum en þeir sem hafa áhuga á að versla 1,8 kg af gulrótum á 1000 kr. geta sent póst fyrir miðvikudaginn 5. okt.og fengið afhent 6. eða 7. Hvað er betra en nýuppteknar gulrætur! J  

 

Hægt að panta allt annað sem er til sölu og sækja þennan dag.  

 

Kær kveðja og sjáumst hress og kát á klútamarkaði og bleikum degi í Ási vinnustofu! 

 

Lesa meira []

Afmælishátíð, Bjarkarás 40 ára og Lækjarás 30 ára

Afmælishátíð, Bjarkarás 40 ára og Lækjarás 30 ára
Afmæli Stjörnugróf 7 og 11 200911
Smellið á myndina 

Afmælishátíð Lækjaráss og Bjarkaráss var haldin 26.ágúst síðastliðinn. Haldið var uppá að Lækjarás verður 30 ára og Bjarkarás 40 ára seinna á árinu.  Dagurinn heppnaðist einstaklega vel þar  sem veðrið skartaði  sínu fegursta og fjöldi fólks lagði leið sína í Stjörnugrófina. Í Lækjarási var boðið uppá myndlistarsýningu í  matsalnum,  tónleika úti í garði auk þess sem gestir gátu skoðað daglega starfsemi Lækjaráss. Þá var heiti potturinn og garðskálinn til sýnis en hann er nú alveg að verða tilbúinn til notkunar. Úti í garði gat svo að líta mósaiklistaverk sem unnið var í sumar og ber heitið Virðingarhlekkur.    Í Bjarkarási var boðið uppá sumarmarkað þar sem grænmeti var til sölu undir ljúfum harmónikkuleik, tónlistarmenn spiluðu í salnum og til sýnis var myndlist ýmissa listamanna á Bjarkarási. Einnig gafst fólki tækifæri á að kynna sér daglega starfsemi Bjarkaráss.

 Með því að smella á myndirnar má sjá fleiri myndir frá afmælinu

 

Lesa meira []

Þjónustusamningur við Kópavogsbæ

Þjónustusamningur við Kópavogsbæ

mynd undirskr kóp 0911

 

Samningur um þjónustu við fimm fullorðna fatlaða einstaklinga sem búa að Kastalagerði 7 í Kópavogi var í dag undirritaður af hálfu Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags. Markmiðið er að íbúar Kastalagerðis fái þá þjónustu sem mætir hvað best óskum þeirra, aðstæðum og þörfum. 

Samninginn undirrituðu þær Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags. Að því búnu buðu íbúar Kastalagerðis til kaffisamsætis á heimili sínu. 

Kópavogsbær tók sem kunnugt er yfir málefni fatlaðs fólks um áramótin og er samningurinn við Ás styrktarfélag liður í því ferli.

Í samningnum er m.a. kveðið á um að þjónustan við íbúana skuli vera einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. "Skal hún veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þess, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði." 

Samningurinn gildir til ársloka 2014.     

 

Lesa meira []

Afmælishátíð Stjörnugróf 7-9

Afmælishátíð Stjörnugróf 7-9

Mynd afmæli Stjörnugróf 0811

 

Föstudaginn 26. ágúst héldu Lækjarás og Bjarkarás upp á 30 og 40 ára afmæli sín. Fjöldi góðra gesta kom og fagnaði þessum merku tímamótum.

Margt var til gamans gert og má þar nefna lifandi tónlist, myndlist frá ýmsum listamönnum og grænmetismarkað.

  

 

Lesa meira []

Afmælishátið í Stjörnugróf

Afmælishátið í Stjörnugróf

Afmælsimynd 0811

 

Í tilefni af 3o ára afmæli Lækjaráss og 40 ára afmæli Bjarkaráss verður afmælishátíð í Stjörnugróf 7-9 þann 26. ágúst n.k  á milli kl 14.00-17.00.

 

Tónlist, leikir, léttar veitingar og grænmetismarkaður

 

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

hlaupastyrkur mynd 1

Ás styrktarfélag þakkar þeim sem hlupu til styrktar félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir góðan stuðning. Þeim sem sýndu hlaupurunum hvatningu og stuðning með áheitum er einnig þakkað.

 

Áheitin renna til verkefnisins Breyttur lífstíll sem er átaksverkefni unnið í samvinnu við World Class. Á þeim námskeiðum er tekist á við breyttan lífstíl hjá fólki með þroskahömlun.

Lesa meira []

Hattadagur

Hattadagur

Hattadagur allir

Í dag er hattadagur og hér má sjá hluta af hópnum að syngja saman af innlifun :)

 

Lesa meira []

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Áss styrktarfélags er lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 5. ágúst.

Tekið er við minningarkortum fyrir hönd félagsins á Skálatúni í síma 530-6600.

Þeir sem þurfa að hafa samband í lokun er bent á netfang framkvæmdastjóra tora@styrktarfelag.is. 

Lesa meira []

Kjarasamningur við þroskaþjálfa

Kjarasamningur við þroskaþjálfa

Kjarasamningur milli Þroskaþjálfafélags Íslands og Áss styrktarfélags var samþykktur og sögðu 96,3% já af þeim sem tóku þátt í kosningunum.  Samningurinn byggir á kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélagsins.

Á myndunum má sjá formann ÞÍ og framkvæmdastjóra Áss skrifa undir í lok júní.

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 1 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 2 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarlokun Lyngáss

Sumarlokun Lyngáss

Sumarlokun Lyngás 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarið á Lækjarási

Sumarið á Lækjarási

Í sumar höfum við farið vítt og breitt um bæinn og skoðað margt skemmtilegt. Við höfum skipulagt hverja viku á föstudögum. Þá hittumst við öll saman og kíkjum á veðurspá vikunnar og það sem í boði er á Stór Reykjarvíkursvæðinu. Við höfum einnig getað nýtt okkur skjalið Sumar í Borg og facebook síðuna, Flakk og Fjör. Einnig höfum við verið dugleg að vinna í garðinum fyrir utan og er hann orðin mjög blómlegur og fallegur.

Mynd 048 Halli og Karlinn forsíða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halli hitti þennan karl í miðbænum. 

 

Með því að ýta á meira má sjá nokkrar myndir sem sýna brot af því sem við höfum gert í sumar.

Lesa meira []

Heimsókn Vinnuskóla þjóðkirkjunnar í Bjarkarás

Heimsókn Vinnuskóla þjóðkirkjunnar í Bjarkarás

Miðvikudaginn 29. júní kom hópur 8. bekkinga úr vinnuskóla kirkjunnar í Reykjavík í heimsókn í Bjarkarás og fluttu þau ýmis skemmtiatriði, s.s. hljóðfæraleik, leikrit og söng.

 

 Þar sem Reykjavíkurborg bauð ekki upp á vinnuskóla fyrir  þennan aldurshóp fékkst styrkur til verkefnisins hjá finnsku kirkjunni  og ber það yfirskriftina „Tími til að starfa – tími til að gleðja“. Markmiðið með námskeiðunum er að bjóða upp á skemmtilega, fræðandi og gefandi samvinnu þar sem þátttakendur bæði þiggja og gefa af sér.

 

Ungmennin sömdu dagskrána sjálf og var virkilega gaman að heyra og sjá hve hæfileikarík þau eru. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Vinnuskólinn mynd 13         Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á meira

Lesa meira []

Styrkur frá Pokasjóði

Styrkur frá Pokasjóði

Ás stryktarfélag sótti um styrk í Pokasjóð til að styðja við sumardvalir á vegum félagsins. Að þessu sinni bárust um fjórða hundruð umsóknir til sjóðsins en félagið fékk þær ánægjulegu fréttir að ákveðið var að styrkja verkefni þess með 500.000.- kr. framlagi.

 

Styrkurinn var afhentur þann 15. maí í Salnum í Kópavogi og félagið þakkar Pokasjóði kærlega fyrir stuðninginn.

 

Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarás, Pottaplöntur og sumarblóm

Gróðurhúsið Bjarkarás, Pottaplöntur og sumarblóm

Mynd gróðuhús maí 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kryddjurtir/matjurtir eru: Steinselja, Kóriander, Basil, Timian, Salvía, Piparmynta, Sítrónumelissa, Belgbaunir, Mini tómatar og Mini paprika  - Verð 800 kr. 

 

Sumarblóm eru: Lobelia, Petúnía, Refahalar, Puntstrá og sólblóm, verð 800 kr. Hádegisblóm, verð 85 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 19 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngáss

Fréttabréf Lyngás 0511 Mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn á prentvænu formi


 

 

 

Lesa meira []

Stofnun ársins 2011

Stofnun ársins 2011

Til hamingju ! Ás styrktarfélag var í 4 sæti yfir stofnun ársins í flokki stærri fyrirtækja sem er frábær árangur.

Könnuninni er gerð góð skil í blaði SFR og þar má finna upplýsingar um einkunn allra stofnananna sem tóku þátt. Röðun í fyrstu 5 sætin var:

1.      Sérstakur saksóknari

2.      Ríkisskattstjóri

3.      Landgræðsla ríkisins

4.     Ás styrktarfélag

5.      Fjölbrautarskólinn í Garðabæ

Lesa meira []

Eldvarnir og notkun slökkvutækja

Eldvarnir og notkun slökkvutækja

Ás styrktarfélag hélt fræðslu fyrir starfsfólk um eldvarnir og notkun slökkvutækja dagana 4. og 10. maí. Fræðslan var á vegum Landsamtaka slökkvuliðsmanna og var bæði gagnleg og skemmtileg. Ef ýtt er á meira má sjá fleiri myndir.   Eldvarnir

Lesa meira []

Sumar í borg

Sumar í borg

Þróunarverkefnið, „Sumar í borg“ tókst mjög vel í fyrra og var mikil ánægja með það hjá þátttakendum. Sumarið verður notað til þess að þróa tilboðið enn frekar. Markmiðið er að auka fjölbreytni í sumarleyfistilboðum  og koma þannig betur til móts við mismunandi þarfir. „Sumar í borg“ gefur fólki í búsetuþjónustu hjá félaginu kost á að vera „ferðamenn" á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

 

 

Lesa meira []

Fréttabréf apríl 2011

Fréttabréf apríl 2011

Fréttabréf apríl mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina getið þið skoðað fréttablaðið á

prentvænu formi


Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 15 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smell á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fræðsla á vegum FFA

Fræðsla á vegum FFA

„ég þori, get og vil“ .....

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur býður til morgunverðar- og spjallfundar laugardaginn 9. apríl að Háaleitisbraut 13, 4. hæð,  kl. 10-12, undir yfirskriftinni:

Hvaða ímynd gefum við af sjálfum okkur og börnum okkar? 

Dagskrá:

Kl. 10:00          Morgunverður borinn framKl. 10.10          Fjölskylduglansmyndin Bryndís SnæbjörnsdóttirKl. 10.30          Setjum við fötluðu börnin okkar í bómul?Ásta Friðjónsdóttir

Kl. 10.50          Hefur fatlað fólk framtíðaráform, drauma og þrár?  Ása Björk Gísladóttir

Kl. 11.10          „Be The Change You Want To See In The World“ - Hvað getum við gert?' Embla Ágústsdóttir

Kl. 11.30          Umræður

Aðgangseyrir 500 kr.

Skráning  þátttöku í síma 588-9390 eða asta@throskahjalp.is fyrir föstudaginn 8. apríl.

FFA- er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Áss styrktarfélags, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sjálfsbjargar, landssambandsins

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

 

Aðalfundur Áss styrktarfélags var haldinn á afmælisdegi félagsins miðvikudaginn 23. mars. Fundurinn var bæði líflegur og skemmtilegur enda fjölmennt eða um 70-80 manns. Á árinu hafa 28 gengið í félagið og fleiri bættust við á þessum fundi.

Sitjandi formaður gaf ekki kost á sér og nýr formaður Áss styrktarfélags er Guðrún Þórðardóttir. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var áhugaverð og skemmtileg kynning á starfinu í Lyngási og síðan var sest yfir góðar veitingar, kaffisopa og spjall.

Lesa meira []

FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Farsímar – snjallsímar – iPad
  
stuðningstæki í daglegu lífi. 

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur  (FFA) í samvinnu við TMF Tölvumiðstöð stendur fyrir kynningu mánudaginn 28. mars kl. 20:00 nk. að Háaleitisbraut 13,  4. hæð.

 

 Sigrún Jóhannsdóttir og Hrönn Birgisdóttir  frá TMF kynna  hvernig  venjulegir  farsímar, snjallsímar og iPad  geta verið stuðningstæki í daglegu lífi.  Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal. Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur, tjáskiptatöflur o.fl. 

 

Kynningin er ókeypis og öllum opin 

 

FFA  Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur TMF  

Tölvumiðstöð

 

          Tækni – Miðlun - Færni                         

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 23. mars kl.20.00.

 • Venjuleg aðalfundastörf - lagabreyting
 • Lyngás 2011 - kynning
 • Kaffiveitingar

Félagar og annað áhugafólk fjölmennið

                     Stjórnin

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurnesjum og Selfossi

Sumarsæla á Suðurnesjum og Selfossi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Á Selfossi höfum við fengið inni í Lambhaga, orlofshúsi Þroskahjálpar á Suðurlandi en á Suðurnesjum höfum við aðstöðu í húsnæði skammtímavistarinnar Heiðarholti í Garði. Aðbúnaður á báðum stöðum er mjög góður og staðirnir bjóða upp á óendanlega möguleika varðandi afþreyingu og skemmtun.

 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð er áhersla á að virkja frumkvæði þátttakenda. Eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir á fallega og skemmtilega staði.

 

Nánari upplýsingar og skráning er hér.


Lesa meira []

Þorrablót í Lækjarási

Þorrablót í Lækjarási

Þorrablót myndÞann 10. febrúar síðastliðinn var haldið þorrablót í Lækjarási. Gleðin stóð frá kl 18-21. Mjög góð mæting var og skemmti fólk sér vel. Tvær ungar stúlkur sem eru að læra söng kíktu við og sungu fyrir okkur og síðan var fjöldasöngur. Eftir borðhaldið var annáll ársins 2010 sýndur og lauk kvöldinu svo á dansleik.

Með því að smella á myndina hér til hliðar að skoða skjalið í prentvænu formi.

 

 

 

 


Lesa meira []

"Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

"Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

FFA,  fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, stendur fyrir fræðslukvöldi  að Háaleitisbraut 13, 4. hæð fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.00.

 

Á fræðslukvöldið kemur Olga B. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræði og kynnir niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við MA ritgerð sína: "Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.

 

Allir áhugasamir velkomnir – ekkert þátttökugjald.

 

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur; samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Áss styrktarfélags og Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.


Lesa meira []

Sameiginlegur forstöðumannafundur

Sameiginlegur forstöðumannafundur

Fyrsti sameiginlegi fundur forstöðumanna var haldinn í dag og var dagskráin fullskipuð og var m.a. unnið eftir miðlunaraðferð um leið félagsins að áframhaldandi frumkvöðlastarfi og nýjungum. Hér er Þóra framkvæmdastjóri að fara yfir afraksturinn.

Þóra og miðlunaraðferð

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags

Happdrætti Áss styrktarfélags

Dregið hefur verið í happdrætti Áss styrktarfélags 2010.

1. vinningur - Volkswagen Golf, kr. 3.490.000,-

 • 19450

2. - 8. vinningar - Heimilistækjavinningar, kr. 230.000,- hver

 • 2384
 • 11762
 • 15506
 • 16999
 • 4450
 • 14944
 • 16181

Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar jafnframt veittan stuðning.


 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.