Jólakveðja frá Lyngási
Með því að smella á myndirnar sjáið þið blaðið í prentvænu formi
Með því að smella á myndirnar sjáið þið blaðið í prentvænu formi
Dregið var í árlegu jólahappdrætti félagsins
24. desember 2011. Vinningaskrá verður birt á heimasíðunni í annari viku janúar 2012.
Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi
Smelltu á auglýsinguna til að lesa meira
Í tilefni Alþjóðdags fatlaðra verður líf og fjör á glæsilegri fjölskylduskemmtun í boði Áss styrktarfélags, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR
Endilega kynnið ykkur nánari dagskrá með því að ýta á meira
Með því að smella á skjalið sjáið þið fleiri myndir
Með því að smella á myndina sjíð þið blaðið í prentvænu formi
Smella á skjalið til að sjá meira
Aðalfundur Stáss, starfsmannfélag Áss styrktarfélags verður haldinn í Lækjarási þann 19. október kl 20.
Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf.
Heitt á könnunni og veitingar.
Stjórn Stáss
Klútamarkaður verður haldinn í Ási vinnustofu föstudaginn 7. október. Það verður opið frá 10.00 – 15.00 og eru allir velkomnir.
Þessi dagur er hinn árlegi bleiki dagur og við hvetjum alla starfsmenn til að mæta í bleiku og sýna samstöðu með Krabbameinsfélaginu.
Starfsmannafélagið Hallgerður ætlar að vera með smá sölu þennan dag, meðal annars á heilsubrauði, hummus, lakkrís, hafrakökum, töskum, svuntum og kúrekasmekkjum.
Ekki má gleyma gulrótunum en þeir sem hafa áhuga á að versla 1,8 kg af gulrótum á 1000 kr. geta sent póst fyrir miðvikudaginn 5. okt.og fengið afhent 6. eða 7. Hvað er betra en nýuppteknar gulrætur! J
Hægt að panta allt annað sem er til sölu og sækja þennan dag.
Kær kveðja og sjáumst hress og kát á klútamarkaði og bleikum degi í Ási vinnustofu!
Afmælishátíð Lækjaráss og Bjarkaráss var haldin 26.ágúst síðastliðinn. Haldið var uppá að Lækjarás verður 30 ára og Bjarkarás 40 ára seinna á árinu. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel þar sem veðrið skartaði sínu fegursta og fjöldi fólks lagði leið sína í Stjörnugrófina. Í Lækjarási var boðið uppá myndlistarsýningu í matsalnum, tónleika úti í garði auk þess sem gestir gátu skoðað daglega starfsemi Lækjaráss. Þá var heiti potturinn og garðskálinn til sýnis en hann er nú alveg að verða tilbúinn til notkunar. Úti í garði gat svo að líta mósaiklistaverk sem unnið var í sumar og ber heitið Virðingarhlekkur. Í Bjarkarási var boðið uppá sumarmarkað þar sem grænmeti var til sölu undir ljúfum harmónikkuleik, tónlistarmenn spiluðu í salnum og til sýnis var myndlist ýmissa listamanna á Bjarkarási. Einnig gafst fólki tækifæri á að kynna sér daglega starfsemi Bjarkaráss.
Með því að smella á myndirnar má sjá fleiri myndir frá afmælinu
Samningur um þjónustu við fimm fullorðna fatlaða einstaklinga sem búa að Kastalagerði 7 í Kópavogi var í dag undirritaður af hálfu Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags. Markmiðið er að íbúar Kastalagerðis fái þá þjónustu sem mætir hvað best óskum þeirra, aðstæðum og þörfum.
Samninginn undirrituðu þær Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags. Að því búnu buðu íbúar Kastalagerðis til kaffisamsætis á heimili sínu.
Kópavogsbær tók sem kunnugt er yfir málefni fatlaðs fólks um áramótin og er samningurinn við Ás styrktarfélag liður í því ferli.
Í samningnum er m.a. kveðið á um að þjónustan við íbúana skuli vera einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. "Skal hún veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þess, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði."
Samningurinn gildir til ársloka 2014.