Aðalfundur

 

Aðalfundur Áss styrktarfélags var haldinn á afmælisdegi félagsins miðvikudaginn 23. mars. Fundurinn var bæði líflegur og skemmtilegur enda fjölmennt eða um 70-80 manns. Á árinu hafa 28 gengið í félagið og fleiri bættust við á þessum fundi.

Sitjandi formaður gaf ekki kost á sér og nýr formaður Áss styrktarfélags er Guðrún Þórðardóttir. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var áhugaverð og skemmtileg kynning á starfinu í Lyngási og síðan var sest yfir góðar veitingar, kaffisopa og spjall.

Lesa meira []

FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Farsímar – snjallsímar – iPad
  
stuðningstæki í daglegu lífi. 

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur  (FFA) í samvinnu við TMF Tölvumiðstöð stendur fyrir kynningu mánudaginn 28. mars kl. 20:00 nk. að Háaleitisbraut 13,  4. hæð.

 

 Sigrún Jóhannsdóttir og Hrönn Birgisdóttir  frá TMF kynna  hvernig  venjulegir  farsímar, snjallsímar og iPad  geta verið stuðningstæki í daglegu lífi.  Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal. Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur, tjáskiptatöflur o.fl. 

 

Kynningin er ókeypis og öllum opin 

 

FFA  Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur TMF  

Tölvumiðstöð

 

          Tækni – Miðlun - Færni                         

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 23. mars kl.20.00.

  • Venjuleg aðalfundastörf - lagabreyting
  • Lyngás 2011 - kynning
  • Kaffiveitingar

Félagar og annað áhugafólk fjölmennið

                     Stjórnin

Lesa meira []

Sumarsæla á Suðurnesjum og Selfossi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Á Selfossi höfum við fengið inni í Lambhaga, orlofshúsi Þroskahjálpar á Suðurlandi en á Suðurnesjum höfum við aðstöðu í húsnæði skammtímavistarinnar Heiðarholti í Garði. Aðbúnaður á báðum stöðum er mjög góður og staðirnir bjóða upp á óendanlega möguleika varðandi afþreyingu og skemmtun.

 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð er áhersla á að virkja frumkvæði þátttakenda. Eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir á fallega og skemmtilega staði.

 

Nánari upplýsingar og skráning er hér.


Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.