Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Áss styrktarfélags er lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 5. ágúst.

Tekið er við minningarkortum fyrir hönd félagsins á Skálatúni í síma 530-6600.

Þeir sem þurfa að hafa samband í lokun er bent á netfang framkvæmdastjóra tora@styrktarfelag.is. 

Lesa meira []

Kjarasamningur við þroskaþjálfa

Kjarasamningur milli Þroskaþjálfafélags Íslands og Áss styrktarfélags var samþykktur og sögðu 96,3% já af þeim sem tóku þátt í kosningunum.  Samningurinn byggir á kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélagsins.

Á myndunum má sjá formann ÞÍ og framkvæmdastjóra Áss skrifa undir í lok júní.

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 1 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samn ÞÍ mynd 2 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarlokun Lyngáss

Sumarlokun Lyngás 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Sumarið á Lækjarási

Í sumar höfum við farið vítt og breitt um bæinn og skoðað margt skemmtilegt. Við höfum skipulagt hverja viku á föstudögum. Þá hittumst við öll saman og kíkjum á veðurspá vikunnar og það sem í boði er á Stór Reykjarvíkursvæðinu. Við höfum einnig getað nýtt okkur skjalið Sumar í Borg og facebook síðuna, Flakk og Fjör. Einnig höfum við verið dugleg að vinna í garðinum fyrir utan og er hann orðin mjög blómlegur og fallegur.

Mynd 048 Halli og Karlinn forsíða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halli hitti þennan karl í miðbænum. 

 

Með því að ýta á meira má sjá nokkrar myndir sem sýna brot af því sem við höfum gert í sumar.

Lesa meira []

Heimsókn Vinnuskóla þjóðkirkjunnar í Bjarkarás

Miðvikudaginn 29. júní kom hópur 8. bekkinga úr vinnuskóla kirkjunnar í Reykjavík í heimsókn í Bjarkarás og fluttu þau ýmis skemmtiatriði, s.s. hljóðfæraleik, leikrit og söng.

 

 Þar sem Reykjavíkurborg bauð ekki upp á vinnuskóla fyrir  þennan aldurshóp fékkst styrkur til verkefnisins hjá finnsku kirkjunni  og ber það yfirskriftina „Tími til að starfa – tími til að gleðja“. Markmiðið með námskeiðunum er að bjóða upp á skemmtilega, fræðandi og gefandi samvinnu þar sem þátttakendur bæði þiggja og gefa af sér.

 

Ungmennin sömdu dagskrána sjálf og var virkilega gaman að heyra og sjá hve hæfileikarík þau eru. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Vinnuskólinn mynd 13         Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á meira

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.