Gleðileg jól og þökkum samfylgdina á árinu
Aðventan í Lyngási
Aðventan í Lyngási
Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi
Með því að smella á myndina sérðu skjalið í prentvænu formi
Með því að smella á myndina sjáið þið auglýsinguna í prentvænu formi
Mánudaginn 3. des. nk. á alþjóðadegi fatlaðra, bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni dagsins.
Við athöfnina mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenda Múrbrjóta Landsamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.
Þá mun Þórhildur Garðarsdóttir ásamt fulltrúum úr Ísbrjótunum kynna endurhönnun dagþjónustu við fatlað fólk hjá Ási styrktarfélagi. Markmið breytinganna er aukið val og ný nálgun í vinnu og verkefnum.
Athöfnin fer fram á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 15.30 (hálf fjögur). Það er von okkar að þú sjáir þér fært að njóta stundarinnar með okkur.
Með því að smella á myndina má sjá auglýsinguna á prentvænu formi
Í dag, 22. nóvember, var skrifað undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um rekstur dagþjónustu og sértæk búsetuúrræði á vegum Áss styrktarfélags. Ellý Þorsteinsdóttir skrifaði undir fyrir hönd Velferðarsviðs og Guðrún Þórðardóttir fyrir hönd félagsins.
Með því að semlla á myndina má sjá pistilinn í prentvænu formi
Föstudaginn 9. nóvember var haldinn sameiginlegur starfsdagur leiðbeinenda Áss vinnustofu, Lækjaráss, Lyngáss og Bjarkaráss. Efni dagsins var fyrirliggjandi breytingar í dagþjónustu þar sem miðað er við að öll dagþjónusta sé vinna og hafi gildi sem slík. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, má þar nefna hópastarf, kynningu, dans, listsköpun og leiki af ýmsum toga. Var gaman að sjá hve allir unnu vel saman óháð vinnustað.
Með því að smella á myndirnar sjáið þið blaðið í prentvænu formi
Með því að smella á myndirnar er hægt að sjá pistilinn í prentvænu formi
Verndum börnin okkar
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er staðreynd sem ekki á síður við um fötluð börn en ófötluð.
Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur (FFA) í samvinnu við C.P félagið og Umsjónarfélag einhverfra, boða til fræðslufundar miðvikudaginn 31. október kl.20.00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.
Á fundinum munu Sólveig Hólm frá samtökunum Blátt áfram og Gerður A. Árnadóttir heilsugæslulæknir og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fjalla um þetta efni.
Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis
Skráning á asta@throskahjalp.is
Starfsmannafélagið Stáss ætlar í leikhús að sjá Sögu þjóðar í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.00. Við eigum frátekna miða á besta stað. Félagsmenn greiða aðeins 1.500 kr. fyrir miðann, aðrir fá miðann á 4.000 kr.
Skráningu lýkur 9. nóvember. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins 12. og 13. nóvember kl. 14.00-15.00.
Stjórnin
Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi
Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi
Með því að smella á mynd sjáið þið skjalið í prentvænu formi
Hvatafélagið á-vöxtur færði Bjarkarási 2 eplatré. Félagið var stofnað með það í huga að örva áhuga almennings á ræktun ávaxta og annarra óhefðbundinna matjurta. Gefin voru 100 pör ávaxtatrjáa til opinberra staða. Við færum félaginu kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Á námskeiðinu verður fjallað um kynverund og kynfræðslu fatlaðs fólks í sögulegu ljósiog kynnt verður hvernig við getum skipulagt þessa fræðslu og hvaða aðferðir og námsefni er gott að nota.
Sjá nánar>>
Hildur Hauksdóttir tókk þátt í maraþoninu til styrktar Áss styrktarfélags