Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember

Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember

 Mánudaginn 3. des. nk. á alþjóðadegi fatlaðra, bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni dagsins.

 

Við athöfnina mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenda Múrbrjóta Landsamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.

 

Þá mun Þórhildur Garðarsdóttir ásamt fulltrúum úr Ísbrjótunum kynna endurhönnun dagþjónustu við fatlað fólk hjá Ási styrktarfélagi. Markmið breytinganna er aukið val og ný nálgun í vinnu og verkefnum.

 

Athöfnin fer fram á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 15.30 (hálf fjögur). Það er von okkar að þú sjáir þér fært að njóta stundarinnar með okkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Í dag, 22. nóvember,  var skrifað undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um rekstur dagþjónustu og sértæk búsetuúrræði á vegum Áss styrktarfélags. Ellý Þorsteinsdóttir skrifaði undir fyrir hönd Velferðarsviðs og Guðrún Þórðardóttir fyrir hönd félagsins.

Undirskrift v RVK 22 nóv 2012 mynd

 

Lesa meira []

Starfsdagur dagþjónustu- og vinnustaða

Starfsdagur dagþjónustu- og vinnustaða

Föstudaginn 9. nóvember var haldinn sameiginlegur starfsdagur leiðbeinenda Áss vinnustofu, Lækjaráss, Lyngáss og Bjarkaráss. Efni dagsins var fyrirliggjandi breytingar í dagþjónustu  þar sem miðað er við að öll dagþjónusta sé vinna og hafi gildi sem slík. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, má þar nefna hópastarf, kynningu, dans, listsköpun og leiki af ýmsum toga. Var gaman að sjá hve allir unnu vel saman óháð vinnustað.

Starfsdagur dagþj 091112          

Lesa meira []

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

 

                              Verndum börnin okkar

Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er staðreynd sem ekki á síður við um fötluð börn en ófötluð.

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur (FFA) í samvinnu við C.P félagið og Umsjónarfélag einhverfra, boða til fræðslufundar miðvikudaginn 31. október kl.20.00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.

 

Á fundinum munu Sólveig Hólm frá samtökunum Blátt áfram og Gerður A. Árnadóttir heilsugæslulæknir og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fjalla um þetta efni.

                        

                           Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis 

                           Skráning á asta@throskahjalp.is 

 

Lesa meira []

Leikhúsferð

Leikhúsferð

Starfsmannafélagið Stáss ætlar í leikhús að sjá Sögu þjóðar í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.00. Við eigum frátekna miða á besta stað. Félagsmenn greiða aðeins 1.500 kr. fyrir miðann, aðrir fá miðann á 4.000 kr.

 

Skráningu lýkur 9. nóvember. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins 12. og 13. nóvember kl. 14.00-15.00.

 

Stjórnin

Lesa meira []

Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp Í vikunni var haldið upprifjunarnámskeið í skyndihjálp. Nauðsynlegt er að endurnýja skirteini á tveggja ára fresti og því er boðið reglulega upp á grunnnámskeið og upprifjunarnámskeið á vegum félagsins. Þátttakendur voru að þessu sinni 17 og leiðbeinandi var Laufey Gissurardóttir.

Lesa meira []

Eplatré gróðursett

Eplatré gróðursett

gróðursetja eplatré 0809

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvatafélagið á-vöxtur færði Bjarkarási 2 eplatré. Félagið var stofnað með það í huga að örva áhuga almennings á ræktun ávaxta og annarra óhefðbundinna matjurta. Gefin voru 100 pör ávaxtatrjáa til opinberra staða. Við færum félaginu kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

 

Lesa meira []

Áhugavert námskeið

Áhugavert námskeið

námskeið-mynd Lífsleikni og kynfræðsla fyrir börn og unglinga með sérþarfir

Á námskeiðinu verður fjallað um kynverund og kynfræðslu fatlaðs fólks í sögulegu ljósiog kynnt verður hvernig við getum skipulagt þessa fræðslu og hvaða aðferðir og námsefni er gott að nota.
Sjá nánar>>

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Hildur í Reykjavíkurmaraþoni 0912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hildur Hauksdóttir tókk þátt í maraþoninu til styrktar Áss styrktarfélags


Lesa meira []

Sumarmarkaður í Stjörnugróf

Sumarmarkaður í Stjörnugróf

Fimmtudaginn 23. ágúst s.l. var haldinn sumarmarkaður við Bjarkarás. Selt var dýrindis grænmeti úr gróðurhúsi Bjarkaráss og Ás vinnustofa var með sína heimsfrægu klúta og handklæði til sölu.

Í sölutjaldi spilaði hljómsveitin Illgresi og skapaði frábæra sveita- og markaðsstemningu. Í Lækjarási voru seldar vöfflur með kaffinu. 

Markaðurinn tókst í alla staði vel, þrátt fyrir úrhellis rigningu í lokin. 

Lesa meira []

Fréttabréf

Fréttabréf

Fréttabréf 0812 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Ás styrktarfélag þakkar öllum þeim sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar félaginu.

Einnig bestu þakkir til allra þeirra sem hvöttu hlauparana og styrktu með áheitum.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið verður hlaupið núna á laugardaginn, 18. ágúst. Við viljum vekja athygli á starfssemi Áss styrktarfélags og hvetja fólk til að heita á það frábæra fólk sem ætlar að hlaupa í nafni félagsins.

 

htt://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6302690759

Reykjavíkurmaraþon 0812

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Lyngás - Sumarstuð

Lyngás - Sumarstuð

Fréttabréf Lyngás 0612 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið fréttabréfið í prentvænu formi


Lesa meira []

Afmælisbörn

Afmælisbörn

2. júlí afmæli

2. júlí vildi svo skemmtilega til að það áttu 3 starfsmenn afmæli..

Hafdís Ósk varð tvítug, Hafdís varð rúmlega þrítug og Viktoriya varð fertug..

skemmtileg tilviljun þetta :)

Lesa meira []

Gróðurhúsið Bjarkarási

Gróðurhúsið Bjarkarási

Minnum á gróðurhúsið við Bjarkarás Stjörnugöf. Mikið af brakandi fersku lífrænu grænmeti komið t.d. gúrkur, tómatar og paprikkur. Einnig er eitthvað til af sumarblómum.

Allir velkomnir, opið virka daga 9.00-16.00.

Lesa meira []

Nettenging

Nettenging

Nettenging á skrifstofu félagsins hefur legið niðri frá því í gærmorgun, 18. júní.  Unnið er að viðgerð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem geta skapast vegna þessa.

 

Lesa meira []

Innkaupferð í IKEA

Innkaupferð í IKEA

Innkaup skilrúm          Innkaup Ikea       Innkaupaferð Ikea

Þeim á D-stofu vantaði skilrúm svo það var ekkert annað að gera en að drífa sig í Ikea og versla það.  Bjössi, Halli Bjössi og Lára Lilja sáu um innkaupin.

Lesa meira []

Styrkur frá Pokasjóði

Styrkur frá Pokasjóði

Ás styrktarfélag fékk úthlutað styrk frá Pokasjóði þann 5. júní sl. Styrkurinn verður nýttur fyrir verkefni á vegum Áss en félagið hefur um árabil skipulaggt sumardvöl fyrir fólk sem hefur þörf fyrir mikla umönnun og aðstoð og getur ekki nýtt sér önnur sumarleyfistilboð. Sérstaða sumartilboðsins felst m.a. í fjölda starfsmanna og góðum aðbúnaði hvað varðar húsnæði og sérútbúna bíla.

Félagið þakkar Pokasjóði fyrir veittan styrk fyrir þetta mikilvæga verkefni.

Lesa meira []

Heimsókn til Brussel á vegum EU í apríl

Heimsókn til Brussel á vegum EU í apríl

Brussel 0512 mynd 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brussel 0512 mynd 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynnt var stefna EU í málefnum fatlaðra sem er m.a. að hvetja til samfélagslegrar þátttöku í hverju samfélagi fyrir sig, jafnt innan lands sem utan. Þátttakendur voru um 44 frá 10 löndum en Ísland var eina landið sem sendi fólk með fötlun sem fulltrúa sína. 

Lesa meira []

Endurvinnsla, vinnu- og virknitilboð

Endurvinnsla, vinnu- og virknitilboð

Endurvinnsla 0512 Mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmenn sem völdu að kynna sér og vinna við endurvinnslu.

 

Með því að smella á myndina má sjá fleiri myndir.

 

Lesa meira []

Dagur fyrir mig - raunverulegt val

Dagur fyrir mig - raunverulegt val

umræðuhópður mynd nr 2 0512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurhönnun vinnu- og dagþjónustu á vegum félagsins  Hér eru starfsmenn sem völdu umræðuhóp.

 

Til að lesa meira þarf að smella á myndina.

Lesa meira []

Á aðalfundi

Á aðalfundi

Úlfar aðalfundur mars 2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfar Bjarki í pontu á aðalfundi félagsins

Lesa meira []

Bjarkarás í apríl

Bjarkarás í apríl

Bjarkaráspistill vikan 16-27 apríl 2012 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

List án landamæra

List án landamæra

List án landamæra 2012 Lækjarás

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verk frá Lækjarási. 

Með því að smella á myndina sjáið þið skjali í prentvænu formi.


 

 

Lesa meira []

Basar í Mjódd

Basar í Mjódd

Laugardaginn 31. mars verða starfsmenn Lækjaráss með bás í Mjóddinni frá kl. 12.00. Basarinn er til styrktar námsferð starfsmanna til Noregs vorið 2012. Þar verður ýmislegt til sölu m.a.:

  • Tertur
  • Lakkrís
  • Axlahlýjur
  • Flöskupokar
  • Kragar

Gerið góð kaup og styrkið Lækjaráss í leiðinni.

Lækjarás er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og er rekin af Ási styrktarfélagi.

 

 

Lesa meira []

Vormarkaður

Vormarkaður

Vormarkaður Ás vinnustofa mars 2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á skjalið sjáið þið það í prentvænu formi


Lesa meira []

Sumardvöl 2012

Sumardvöl 2012

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Aðbúnaður á báðum stöðum er góður og eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir. Boðið er upp á vikudvalir. Á Selfossi vikurnar 13.-20. júlí og 27. júlí-3. ágúst en þriðja vikan er í Garðinum 31. júlí -7. ágúst.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni undir Verkefni.         

Sumardvöl augl 2012 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá sumardvöl 2011

Lesa meira []

Aðalfundur

Aðalfundur

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi þriðjudaginn 20. mars kl. 20.00.

 

Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á endurskipulagi á dagþjónustu félagsins.  Kaffiveitingar.

 

Félagar og annað áhugafólk, fjölmennið.

 

Stjórnin.

 

Aðalfundur 2012 mynd 2

Formannaskipti á aðalfundi félagsins 2011

Lesa meira []

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Að túlka óskir annarra“

  Ráðstefna haldin á vegum FFA

Grand hótel Reykjavík

miðvikudaginn 14. mars 

 

12.50-13.00    Setning

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar 

13.00 -13.30   Sjálfræði og þroski, um mikilvægi tjáningar

Ástríður Stefánsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ 

13.30-14.10    Einstaklingsbundin aðstoð við sjálfsákvörðun fyrir fólk með þroskahömlun – aðferðarfræði JAG miðstöðvarinnar í Svíþjóð

 Cecilia Blanck forsvarmaður JAG miðstöðvarinnar um NPA í Svíþjóð  

14.10-14.40   Táknmálstúlkun hjálp eða sjálfræði?

Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar   

14.40-15.00  Kaffi 

15.00-15.30    Að tjá  óskir sínar  með stuðningi

Gísli Björnsson háskólanemi / Auður Finnbogadóttir aðstoðarmaður 

15.30 -16.00   Réttindagæsla fyrir fatlað fólk – persónulegir talsmenn

Rún Knútsdóttir lögfræðingur á réttindasviði velferðaráðuneytisins 

16.00-16.30   Skyldur þeirra sem falið er að  vernda  gerhæfi fatlaðs fólk                        

Helga Baldvins- Bjargardóttir réttindagæslumaður í Reykjavík 

 

SKRÁNING ÞÁTTTÖKU Á asta@throskahjalp.is eða í

síma 588-9390

EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD

 

Að FFA standa Ás styrktarfélag, Landsamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landsamband, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Lesa meira []

Skóflustunga

Skóflustunga Föstudaginn 17. febrúar var tekin skóflustunga á lóð félagsins að Lautarvegi 18 en þar verða byggðar íbúðir fyrir fólk með fötlun. Skóflustungan var tekin í sól og blíðu af Haraldi Viggó Ólafssyni tilvonandi íbúa og Björk Vilhelmsdóttur formanni Velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Gestum var síðan boðið í kaffi og kleinur í Bjarkarási.

Forsíðumynd 1858 skíflust 2012 

 Með því að smella á meira má sjá fleirri myndir

 

Lesa meira []

Kveðja frá Arion banka

Kveðja frá Arion banka

Kaka Ás vinnustofa 130212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arion banki færði starfsmönnum Ás vinnustofu og starfsmönnum Bjarkaráss veglega tertu með þakklæti fyrir vel unnin störf, báðir staðirnir hafa unnið verkefni fyrir bankann.  Tertan var vel þegin og þakka starfsmenn kærlega  fyrir sig.

Lesa meira []

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill

Bjarkaráspistill vika 5 mynd 031212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á skjalið sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags 2011

Happdrætti Áss styrktarfélags 2011 Vinningsnúmer í happdrætti Áss styrktarfélags  2011  

1.   Ford Focus Trend 5 dyra  að andvirði kr. 3.695.000 kom á miða númer 4017

 

 

      2.-8.vinningur: Heimilistæki frá Bræðrunum Ormsson að andvirði 200.000 hver vinningur

      

 549 2527   4319   11114  11144  11422    16075      

 

 

Félagið óskar landsmönnum gleðilegs árs og þakkar veittan stuðning.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.