Basar í Mjódd

Laugardaginn 31. mars verða starfsmenn Lækjaráss með bás í Mjóddinni frá kl. 12.00. Basarinn er til styrktar námsferð starfsmanna til Noregs vorið 2012. Þar verður ýmislegt til sölu m.a.:

  • Tertur
  • Lakkrís
  • Axlahlýjur
  • Flöskupokar
  • Kragar

Gerið góð kaup og styrkið Lækjaráss í leiðinni.

Lækjarás er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og er rekin af Ási styrktarfélagi.

 

 

Lesa meira []

Vormarkaður

Vormarkaður Ás vinnustofa mars 2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á skjalið sjáið þið það í prentvænu formi


Lesa meira []

Sumardvöl 2012

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Selfossi og Suðurnesjum. Aðbúnaður á báðum stöðum er góður og eins og áður verða bílar til umráða og farið í styttri og lengri ferðir. Boðið er upp á vikudvalir. Á Selfossi vikurnar 13.-20. júlí og 27. júlí-3. ágúst en þriðja vikan er í Garðinum 31. júlí -7. ágúst.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni undir Verkefni.         

Sumardvöl augl 2012 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá sumardvöl 2011

Lesa meira []

Aðalfundur

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi þriðjudaginn 20. mars kl. 20.00.

 

Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á endurskipulagi á dagþjónustu félagsins.  Kaffiveitingar.

 

Félagar og annað áhugafólk, fjölmennið.

 

Stjórnin.

 

Aðalfundur 2012 mynd 2

Formannaskipti á aðalfundi félagsins 2011

Lesa meira []

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

Að túlka óskir annarra“

  Ráðstefna haldin á vegum FFA

Grand hótel Reykjavík

miðvikudaginn 14. mars 

 

12.50-13.00    Setning

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar 

13.00 -13.30   Sjálfræði og þroski, um mikilvægi tjáningar

Ástríður Stefánsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ 

13.30-14.10    Einstaklingsbundin aðstoð við sjálfsákvörðun fyrir fólk með þroskahömlun – aðferðarfræði JAG miðstöðvarinnar í Svíþjóð

 Cecilia Blanck forsvarmaður JAG miðstöðvarinnar um NPA í Svíþjóð  

14.10-14.40   Táknmálstúlkun hjálp eða sjálfræði?

Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar   

14.40-15.00  Kaffi 

15.00-15.30    Að tjá  óskir sínar  með stuðningi

Gísli Björnsson háskólanemi / Auður Finnbogadóttir aðstoðarmaður 

15.30 -16.00   Réttindagæsla fyrir fatlað fólk – persónulegir talsmenn

Rún Knútsdóttir lögfræðingur á réttindasviði velferðaráðuneytisins 

16.00-16.30   Skyldur þeirra sem falið er að  vernda  gerhæfi fatlaðs fólk                        

Helga Baldvins- Bjargardóttir réttindagæslumaður í Reykjavík 

 

SKRÁNING ÞÁTTTÖKU Á asta@throskahjalp.is eða í

síma 588-9390

EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD

 

Að FFA standa Ás styrktarfélag, Landsamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landsamband, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Lesa meira []

Skóflustunga

Föstudaginn 17. febrúar var tekin skóflustunga á lóð félagsins að Lautarvegi 18 en þar verða byggðar íbúðir fyrir fólk með fötlun. Skóflustungan var tekin í sól og blíðu af Haraldi Viggó Ólafssyni tilvonandi íbúa og Björk Vilhelmsdóttur formanni Velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Gestum var síðan boðið í kaffi og kleinur í Bjarkarási.

Forsíðumynd 1858 skíflust 2012 

 Með því að smella á meira má sjá fleirri myndir

 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.