Gróðurhúsið Bjarkarási

Minnum á gróðurhúsið við Bjarkarás Stjörnugöf. Mikið af brakandi fersku lífrænu grænmeti komið t.d. gúrkur, tómatar og paprikkur. Einnig er eitthvað til af sumarblómum.

Allir velkomnir, opið virka daga 9.00-16.00.

Lesa meira []

Nettenging

Nettenging á skrifstofu félagsins hefur legið niðri frá því í gærmorgun, 18. júní.  Unnið er að viðgerð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem geta skapast vegna þessa.

 

Lesa meira []

Innkaupferð í IKEA

Innkaup skilrúm          Innkaup Ikea       Innkaupaferð Ikea

Þeim á D-stofu vantaði skilrúm svo það var ekkert annað að gera en að drífa sig í Ikea og versla það.  Bjössi, Halli Bjössi og Lára Lilja sáu um innkaupin.

Lesa meira []

Styrkur frá Pokasjóði

Ás styrktarfélag fékk úthlutað styrk frá Pokasjóði þann 5. júní sl. Styrkurinn verður nýttur fyrir verkefni á vegum Áss en félagið hefur um árabil skipulaggt sumardvöl fyrir fólk sem hefur þörf fyrir mikla umönnun og aðstoð og getur ekki nýtt sér önnur sumarleyfistilboð. Sérstaða sumartilboðsins felst m.a. í fjölda starfsmanna og góðum aðbúnaði hvað varðar húsnæði og sérútbúna bíla.

Félagið þakkar Pokasjóði fyrir veittan styrk fyrir þetta mikilvæga verkefni.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.