Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur

 

                              Verndum börnin okkar

Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er staðreynd sem ekki á síður við um fötluð börn en ófötluð.

 

Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur (FFA) í samvinnu við C.P félagið og Umsjónarfélag einhverfra, boða til fræðslufundar miðvikudaginn 31. október kl.20.00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.

 

Á fundinum munu Sólveig Hólm frá samtökunum Blátt áfram og Gerður A. Árnadóttir heilsugæslulæknir og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fjalla um þetta efni.

                        

                           Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis 

                           Skráning á asta@throskahjalp.is 

 

Lesa meira []

Leikhúsferð

Starfsmannafélagið Stáss ætlar í leikhús að sjá Sögu þjóðar í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.00. Við eigum frátekna miða á besta stað. Félagsmenn greiða aðeins 1.500 kr. fyrir miðann, aðrir fá miðann á 4.000 kr.

 

Skráningu lýkur 9. nóvember. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins 12. og 13. nóvember kl. 14.00-15.00.

 

Stjórnin

Lesa meira []

Námskeið í skyndihjálp

Í vikunni var haldið upprifjunarnámskeið í skyndihjálp. Nauðsynlegt er að endurnýja skirteini á tveggja ára fresti og því er boðið reglulega upp á grunnnámskeið og upprifjunarnámskeið á vegum félagsins. Þátttakendur voru að þessu sinni 17 og leiðbeinandi var Laufey Gissurardóttir.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.