Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember
Mánudaginn 3. des. nk. á alþjóðadegi fatlaðra, bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni dagsins.
Við athöfnina mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenda Múrbrjóta Landsamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.
Þá mun Þórhildur Garðarsdóttir ásamt fulltrúum úr Ísbrjótunum kynna endurhönnun dagþjónustu við fatlað fólk hjá Ási styrktarfélagi. Markmið breytinganna er aukið val og ný nálgun í vinnu og verkefnum.
Athöfnin fer fram á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 15.30 (hálf fjögur). Það er von okkar að þú sjáir þér fært að njóta stundarinnar með okkur.