Alþjóðardagur fatlaðra 3. desember

 Mánudaginn 3. des. nk. á alþjóðadegi fatlaðra, bjóða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til sameiginlegrar athafnar í tilefni dagsins.

 

Við athöfnina mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenda Múrbrjóta Landsamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks.

 

Þá mun Þórhildur Garðarsdóttir ásamt fulltrúum úr Ísbrjótunum kynna endurhönnun dagþjónustu við fatlað fólk hjá Ási styrktarfélagi. Markmið breytinganna er aukið val og ný nálgun í vinnu og verkefnum.

 

Athöfnin fer fram á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 15.30 (hálf fjögur). Það er von okkar að þú sjáir þér fært að njóta stundarinnar með okkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Samningur við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Í dag, 22. nóvember,  var skrifað undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um rekstur dagþjónustu og sértæk búsetuúrræði á vegum Áss styrktarfélags. Ellý Þorsteinsdóttir skrifaði undir fyrir hönd Velferðarsviðs og Guðrún Þórðardóttir fyrir hönd félagsins.

Undirskrift v RVK 22 nóv 2012 mynd

 

Lesa meira []

Starfsdagur dagþjónustu- og vinnustaða

Föstudaginn 9. nóvember var haldinn sameiginlegur starfsdagur leiðbeinenda Áss vinnustofu, Lækjaráss, Lyngáss og Bjarkaráss. Efni dagsins var fyrirliggjandi breytingar í dagþjónustu  þar sem miðað er við að öll dagþjónusta sé vinna og hafi gildi sem slík. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, má þar nefna hópastarf, kynningu, dans, listsköpun og leiki af ýmsum toga. Var gaman að sjá hve allir unnu vel saman óháð vinnustað.

Starfsdagur dagþj 091112          

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.