List í Lækjarási

Afhjúpun  Læ 0413 mynd 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opið hús var í Lækjarási 24.apríl í tengslum við List án landamæra. Þar afhjúpaði listaklúbbur Lækjaráss verk sem kallast „Vefur margbreytileikans“ Það eru 3 köngulær úr mósaik sem standa á trjábolum og vefa vef. Verkið var unnið af öllum í Lækjarási undir stjórn listaklúbbsins. 

 

Lesa meira []

Sumarkveðja

Sumarkveðja 0413

 

 

 

 


Félagiðþakkar fyrir veturinn og óskar öllum Gleðilegs sumars

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

List án landamæra

Tíunda hátíð Listar án landamæra verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur 18.apríl næstkomandi. Hátíðin er fjölbreytt að vanda. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði,  Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Það er sannarlega veisla í vændum!!! 

Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, þar á meðal er fyrrum sláturhús, strætóskýli, torg í borg sem og hefðbundnir sýningarstaðir og salir. Viðburðir eru um 70 talsins og þátttakendur eru um 800. Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markaðir, geðveik kaffihús, ljóðalestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi þrautabrautir og óvæntir pop-up viðburðir. 

 

Listamaður hátíðarinnar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson. Atli Viðar er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri.

 

Dagskrána og frekari upplýsingar má nálgast á vefnum www.listin.is  og á www.listanlandamaera.blog.is sem og á síðu hátíðarinnar á facebook (http://www.facebook.com/listanlandamaera?ref=ts&fref=ts) og á heimasíðum ÖBÍ, Þroskahjálpar, BÍL, Átaks, Fjölmenntar og Hins hússins.

 Netfang hátíðarinnar er listanlandamaera@gmail.com og símanúmer hátíðarinnar er 691-8756.        

Lesa meira []

Fræðslufundur, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur í samvinnu við CP félagið, boðar til kynningarfundar mánudaginn 15. apríl kl. 17.00 – 18:30 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Efni fundarins er:

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem tekur gildi 4. maí 2013 

 

Markmið með nýju greiðsluþátttökukerfi:

  • Auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum.
  •  Draga úr útgjöldum þeirra sem hafa mikil lyfjaútgjöld.
  •  §  Í dag er ekkert hámark á lyfjakostnaði einstaklinga. 

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

 

Guðrún Björg Elíasdóttir og Margrét Rósa Kristjánsdóttir lyfjafræðingar hjá Lyfjadeild Sjúkratrygginga koma og kynna greiðsluþáttökukerfið og svara fyrirspurnum. 

 

 

Allir velkomnir -   aðgangur ókeypis  

Skráning á asta@throskahjalp.is   

 

 

Að FFA standa: Landssamtökin Þroskahjálp, Ás styrktarfélag, Sjálfsbjörg landssamband og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.